Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 33

Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 33
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON 3Í A þessu tímabili birti Þórbergur að vísu allmargar frumsamdar ritgerðir í tímariium og blöðum. En undancekningarlítið voru þær í fyrstu skrifaðar á Esperanío og síðan þýddar á íslenzku af böfundinum sjálfum. Þórbergur reynd- íst eðli sínu crúr og tók ekki esperantonámið neinum lausatökum. Honum nægði engan veginn að læra málið til þess að lesa það og skilja, hann vildi ekki hæcta fyrr en það var orðið honum eins og annað móðurmál, sem hann gæci talað og ritað fullum fetum. Hann sótti mót og námskeið í ýmsum löndum og ferðaðist meðal esperantista á Norðurlöndum og hélt fyrirlestra. Hér heima hóf hann að kenna málið og hélt því áfram um nokkur ár, skrifaði og gaf út kennslubækur, safnaði til íslenzk-esperantiskrar orðabókar. Og síðast, en ekki sízi, skrifaði hann stóra bók um þessi efni, Alþjóðamál og málleysur 1933. Er sú bók stórfróðleg og ótrúlega skemmtileg um slíkt efni. A þessum árum mun Þórbergur hafa látið sitt af hverju frá sér fara, sem ekki hefur verið prentað, til dæmis sendibréf, en bréf hans hafa löngum þótí merkileg. Mér er að minnsta kosti minmsstætt eiti bréf, er hann skrifaði hol- lenzkri konu einhvern tíma milli 1930 og 40. Minnir mig, að kvenmaður þessi væri rithandarsérfræðingur, en þau höfðu eitthvað kynnzt á esperaníomóii. Bréfið var auðvitað skrifað á alþjóðamálinu, langt og viðamikið, en höfund- urinn las það í munnlegri hraðþýðingu fyrir nokkrum góðkunningjum áður en hann sendi það. Var þar víða komið við á vetivangi stjórnmála og bókmennta Eér heima og ekki tekið á öllu með silkihönzkum. Myndi það hafa þótt — og þykja enn — ærið forvitnilegt, ef birt hefði verið. En af þessu bréfi mun ekki vera til neitt afrit. 9 Enn er ótalinn einn þátturinn í fræðimennsku Þórbergs, en það er þjóð- sagnaritun hans. Hann hefur mikið dálæti á þjóðsögum, einkum um drauga °g forynjur, t. d. vatna- og sæskrímsli, og hefur skráð allmargar sögur af því Ggi. Eru draugasögur hans sumar svo magnaðar, að engin önnur slík fram- leiðsla hérlend stendur þeim framar að kynngi, nema ef vera skyldi fornkunn- lngi okkar Glámur úr Forsæludal. Auk þjóðsagnanna, sem flestar er að finna í Gráskinnu, hefur Þórbergur ritað tvær bækur um skyld efni, Indriða miðil °g Viðfjarðarundrin. Þórbergur hefur yndi af að ræða um drauga, kynjaverur og hvers konar dularfull fyrirbrigði — að minnsta kosti í áheyrn vantrúaðra. Hann lítur á slík fyrirbæri — ekki sem hégiljur og hindurvitni, heldur sem rannsóknarefni visindanna. Er það vísast bæði frambærilegt og skynsamlegt sjónarmið út af fyrir sig. En þegar Þórbergur segir draugasögu, þá er ekki nóg með að hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.