Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 56

Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 56
54 HELGAFELL urminningu Ásmundar um vatnsber- ana þjóðkunnu. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, sem er gamalt félag og á margan hátt ástfólgið íbúum þessa bæjar, enda um margt merkilegur fé- lagsskapur. lagði fram stórfé til þess að heið'ra minningu hins gagnmerka for- ustumanns, og ber vissulega að þakka þá framtakssemi og rausn. Hefði sann- arlega mátt • vel takast um árangur svo góðs hugar. Skúli var afhjúpaður eins og vera bar að viðstöddu miklu fjölmenui og hátíðlegri viðhöfn í ræð- um og sönglist, sem var náttúrlega varpað á öldum ljósvakans um byggð og ból. Vatnsberinn var afhentur bæn- um að engum fulltrúa hans viðstödd- um, aðeins listamanninum og nokkr- um úr hópi gefendanna. Þessar mvnd- ir eiga sammerkt í því, að vera helg- aðar minningu mikilla afreksmanna síns tíma, án þess að hægt væri að hafa til fullnustu not af fyrirmvnd- um um ytra sköpulag. Það er engin mynd til af Skúla fógeta svo vitað sé og mjög ófullkomin lýsing á útliti hans. Hinsvegar er margt vitað um líf hans og starf, baráttu og afrek. Vatnsberarnir voru aftur á móti marg- ir, eins og kunnugt er, og því mjög óeðlilegt að velja. einhvern einn þeirra til þess að „sitja fyrir“, jafnvel þó hann væri tiltækur ennþá. Áður fyrr var það venja að gera mjög nákvæmar eftirlíkingar af mönn- um til þess meðal annars að missa ekki með öllu af þeim úr hópi þess fólks, sem þótti vænt um þá og vildi þann veg freista að lengja líf þeirra og áhrif. Margt þessara verka eru ótvíræð listaverk, jafnvel sum ineðal beztu verka. sinna tíma, gædd lífi og varanlegu innihaldi, „sem aldrei má- ist úr gildi“, en önnur eru ljósmyndir kSÍns tíma, og ef ekki væru til aðrar heimildir um „manninn á bak við þær“ værum við oft furðulitlu nær um hann, því að „ekki eru allar ástir í andliti fólgnar“. Sumir listamenn fyrri tíma höfðu einhverra hluta vegna ekki æfinlega, eins og síðar varð, áttað sig nógu vel á því hve andlitslag var oft þýðingarlítið atriði til mannlýsinga og breidd brjósts og herða í furðu- litlu hlutfalli við lífskraft og andlegt atgervi. Jafnvel hæð ennis og dýpt augnastæða sagði einatt sorglega litið um skapgerð og gáfur. Það rriun ef til vill hafa valdið miklu um þá bvlt- ingu, er varð í myndlist, þegar horfið var að nokkru frá þessu listformi, að slíkar myndir reyndust oft svarafáar um menni'na sjálfa, á það, sem fólk þráði að vita um þá meðan þeir voru ofar moldu og í dagsins önn. Mynd sú sem við höfum nú eignazt af Skúla fógeta, og komið hefur verið fyrir við eina af fjölfömustu götum bæjarins, er sögð gerð í líkingu ein- hvers lifandi ættingja hans. Þó þess- konar virinubrögð væru kölluð góð vísindi út af fvrir sig, stendur allt óhaggað að þvi leyti, að við vitum ekki mjög mikið um úlit Skúla, en aftur á móti furðumargt um afrek hans, sem gjarna mætt.i í heiðri halda. Mundi víðtæk rannsókn á lífi hans og starfi hafa orðið mvndItöggvaran- um notadrýgra við verk sitt en blóð- rannsókn, þó unnt hefði verið að koma henni við. Þó mvnd þessi sé vafa- laust gott verk, en engan veginn lé- legt eins og sumir vilja halda fr'am, þá verður ekki sagt að hún segi okk- ur mikið um þennan rómaða afreks- mann. Guðmundur frá Miðdal hefur, einkum hér áður, gert mörg ágæt lista- verk, enda gæddur ríkum gáfum og lífskrafti svo af ber, en fjölhæfni hans Og óteljandi áhugamál virðast hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.