Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 60
58
HELGAFELL
Hér er kominn Hoffinn
Guðmandur G. Hagalín —
Bókfellsútgáfan 1954
Þetta bindi sjálfsævisögu Hagalíns
er hið fjórða í röð'inni og mun að
flestra dómi þeirra skemmtilegast.
Hefst frásögnin að haustlagi, þar sem
Hagalín stendur í Hafnarstræti, 17
ára gamall, og „glápir og gónir á hús
og fólk og bíla, lágur, þrekvaxinn en
þó holdgrannur stráklingur, hálsstutt-
ur, en áberandi höfuðstór, hvíthærð-
ur og síðhærður. Hann er nýkominn
að vestan til undirbúnings væntan-
legu náini í Menntaskóla Tteykjavík-
ur og nær sagan yfir ])ann vetur og
sumarið næsta. Er harla fróðlegt að
fylgjast með höfundinum á könnun-
arferðum hans í þessum nýstárlega
heimi og lifa með honum hin fyrstu
kynni af ýmsum þeim mönnum, er þá
bar hæst í menningarlífi þjóðarinnar,
en einkum bregður þó fyrir á þessari
leið allfjölskrúðugum hópi ungra
menntamanna, er síðar hafa komið
við sögu, og á þó sú fvlking væntan-
lega fyrir sér að stækka með næsta
bindi, er að sinni munu verða hið síð-
asta í þessum bálki. Hagalín sýnir l>að'
enn í þessari bók hversu frábært sjón-
minni hann hefur á persónur og at-
burði, en sú gáfa hans er reyndar mð
einsdæmum og blátt áfram lýgileg öll-
um þeim, er ekki hafa sannreynt hana.
Stundum hefur þótt á því bera, að
þessi ágæti eðliskostur leiddi höfund-
inn til fullmikillar nákvæmni í lýs-
ingum smáatriða, en hvergi finnst mér
slíks gæta í þessari bók, enda veit ég
engan honum fremri í því að draga
upp snöggar, ljóslifandi myndir, sem
sérkenna viðfangsefnið á ótvíræðan
og persónulegan hátt. 011 er ævisaga
Hagalíns jöfnum höndum persónu-
saga og aldarfarslýsing og einnig fvrii
þá sök munu þessar bækur þvkja þvi
fróðlegri sem lengra líður.
T. G.
íslenzkt gullsmíði
Afmælisrit,, gefið út af skart-
gripaverzlun Jóns Sigmunds-
sonar við' lok hálfrar aldar
starfsemi í okt. MCMLTV —
Einkaútgáfa
Afmælisrit eru síður en svo fágæt
hér á landi, en hitt telzt til nýlundu
að þau hafi á sér slíkan menningar-
brag sem þessi fallega bók. Meginefni
hennar er saga Islenzkrar gullsmíði frá
öndverðu til vorra daga eftir Björn
Th. Björnsson listfræðing og hefur eigi
áður verið skrifað svo ýtarlega um
þennan markverða þátt íslenzkrar
listar og listiðnaðar. Björn er hug-
kvæmur rithöfundur og ágætur stíl-
isti, skrifar fallegt mál og klæðir jafn-
an frásögn sína hugðnæmum búningi.
Ef til vill hættir honum við að gerast
á stöku stað' full skrúðmáll eins og
þegar hann talar um að svo hafi virzt
„sem röðull hins íslenzka kvensilfurs
væri endanlega genginn til viðar“,
bls. 51, en slík „hátíðlegheit“ koma
reyndar svo sjaldan fyrir að vart er
orð á þeim hafandi. Bitgerðinni fvlgir
útdráttur á ensku auk þrjátíu og
tveggja mynda af athyglisverðum list-
munum og hafa þær verið gerðar sér-
staklega fyrir þetta rit. Aðeins fá ein-
tök bókarinnar munu vera til sölu og
ættu bókasafnarar og listunnendur að
tryggja sér hana í tíma, því slíkuni
verður vitanlega mest eftirsjón að því
að hafa látið hana ganga sér úr greip-
um.
T. G