Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 30

Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 30
28 HELGAFELL endurhljómur og stæling þess sem hann hafði gert á undan, og svipaða sögu munu segja ýmsir fleiri í hópi okkar sem einu sinni vorum kallaðir hinir yngri höfundar og sakaðir um klám og guðlast og ég veit ekki hver ósköpin. . . .“ Fleiri vicna þarf ekki við, og má nú láta útrætt um hina merkilegu scraum- hvarfabók Bréf til Láru. 5 Þeir, sem lesa bækur Þórbergs og ritgerðir, hljóta að taka eftir því, hve nákvæmur hann er í frásögn, emkum þegar ræðan snýst um hann sjálfan. Hér að framan var tilfærð frásögn hans af því, er hann „missti heilsuna á nokkrum augnabhkum'*. Það gerðist nótt eina í septembermánuði árið 1914. En hann er nú stundum drjúgum nákvæmari en þetta. A einum stað segir frá örlagaríku atviki úr lífi hans, og að því hefur hann svo hljóðandi for- mála: „Það var miðvikudaginn 15. maí, og það var árið 1912. Loft léitskýjað fram efcir degi, þá hálfskýjað, og skýjað með kvöldmu. Norðvestankul, síðan gola, svo aftur kul. Andkalt. Sólskin. Vaknandi vor yfir veröldinni. Klukkan liðlega átta hrekk ég upp frá ókláruðum draumi. . . .“ Vera má, að þessi nákvæmm um tíma, veðurfar og sitthvað fleira eigi rætur að rekja til þess, að Þórbergur hefur haldið dagbók allt frá bví hann komst til vits og ára. Sá, sem ekki heldur dagbók, segir hann, týnir ævidög- unum jafnóðum og þeir líða, og að vonum blöskrar honum slíkur fáráðlings- háttur. En nákvæmni Þórbergs sprettur af djúpstæðri eðlishneigð, og frá þeirri sömu uppsprettu er einnig dagbókarhaldið runnið. Það er hneigð hans til fræði- mennsku, rannsókna, vísinda. Hefði Þórbergur á unga aldri átt kost á lang- skólanámi, er ekkert líklegra en að hann hefði gerzt vísindamaður á einu sviði eða öðru. En myndum við þá hafa farið á mis við þá ánægju, sem hinn snjalli og skemmtilegi rithöfundur hefur veitt okkur? Og myndum við hafa grætt á þeim skiptum? I bókum sínum hefur Þórbergur víðar en á einum stað lýst þessari ástríðu sinni til rannsókna og tilrauna þegar á barnsaldri. Hann fékkst við alls konar mælingar, gerði veðurathuganir, fann upp áhald til að mæla veðurhæð, eyddi mikilli orku í að smíða sér tímamæli, þar sem hann hafði ekki efni á að eign- ast klukku. Hann braut heilann um eðlisfræði, sökkti sér niður í uppfinning- ar og fann stærðfræðisetningu Pýþagórasar, þegar hann var þrettán ára. Ekki ólaglega af sér vikið! Enda bætir hann við: „Eftir það datt engum í hug, að ég væri með öllum mjalla“. Og því fer fjarri, að þessi hneigð hafi elzt af honum með árunum, þó nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.