Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 47
LlSTlR
45
skeikar hvergi frá viðurkenndum lög-
málum síns tíma og atburðarásin er
rökvís, hófsamleg og hávaðalaus.
Boðskapur leiksins er einnig athyglis-
verður og sjálfsagt sígildur, en hvorki
hann né gerð leikritsins hefur til að
bera þann nýstárleik, sem þröngvi
áhorfendum til að líta sjálfa sig eða
veröldina í óvæntu ljósi.
Hið sálfræðilega drama leikritsins
leggur meginþunga sinn á herðar og
hjarta Guðbjargar Þorbjarnardóttur,
sem þar er orðin Catharine Sloper,
hin unga læknisdóttir, sem tærist upp,
bæld og mannfælin, í skugga löngu
látinnar móður sinnar. Hlutverk þetta
er hið vandasamasta, en ungfrúin
veldur því með afburðum, enda er
hún löngu komin í hóp okkar ágæt-
ustu og geðfelldustu leikenda. Sigur
hennar að þessu sinni er því eftir-
tektarverðari sem leikstjórinn gerði
henni örðugra fyrir en efni stóðu til
með andlitsgervi, er gersamlega
breiddi yfir allan persónuleika. Slík
meðferð á sér vitanlega stoð í leik-
ritinu, en fyrr má rota en dauðrota.
Annað stærsta hlutverkið, Sloper
læknir, varð minnistætt og heilsteypt
í meðferð Þorst. O. Stephensen, og
hefði leikur h ans sómt hvað'a leikhúsi
í heiminum sem væri. Slíkt eru reynd-
ar engar fréttir um þennan ágæta og
þrautreynda leikara, en hitt telst til
meiri nýlundu að þarna kom fram í
þriðja stærsta hlutverkinu kornungur
leikari, Benedikt Arnason, sem er ný-
kominn heim frá leiklistarnámi í Eng-
kmdi. Áður hefur hann aðeins komið
hér á svið í menntaskólaleik og vakti
þá athygli. Að þessu sinni túlkaði
hann erfitt hlutverk af íþrótt og glæsi-
leik, og er ástæða til að bjóða hann
velkominn í hóp íslenzkra leikara.
Onnur hlutverk í sýningunni voru
flest lítils háttar og er þarílaust að
telja þau upp. Geta má þó þess, að
leikur Helgu Valtýsdóttur var fágað-
ur og yfirlætislaus og Hólmfríður
Pálsdóttir sýndi að vanda skemmti-
leg tilþrif. Hin mikla leikgleði hennar
er einatt smitandi, en á það því mið-
ur til að taka af henni stjórnina. —
Allur sviðbúnaður var lýtalaus og
virðulegur eins og leikritinu hæfði, og
þó að nokkuð þungt væri yfir sýning-
unni á köflum, sem leikendur og leik-
stjóri áttu minnsta sök á, tóku áhorf-
endur sýningunni hið bezta. Vinsæld-
um Leikfélagsins var enn einu sinni
borgið, og er þá yfirleitt nokkur
ástæða til að kvarta?
II.
Sitthvað í undirtektum almennings
við Silfurtunglið, fyrstu nýsýningu
Þjóðleikhússins á þessu starfsári, hef-
ur gert það Ijósara en áður, að til
muni vera álitlegur hópur manna, er
bíður þess með nokkurri óþreyju að
Halldór Kiljan Laxness gefi gagn-
rýnendum höggstað á sér, og kann
jafnvel illa að dylja feginleik sinn, ef
þannig tekst til. Því miður er líklega
að finna í þessum hópi einu mennina,-
sem ekki urðu fyrir nokkrum von-
brigðum af leikritinu.
Þarflauot er að rekja hér gang Silf-
urtunglsins, svo mjög sem það hefur
verið rætt. Það er að verulegum hluta
skopleikrit í farsastíl, en að öðrum
þræði tragedía, að minnsta kosti hvað
viðfangsefnið snertir. Höfundinum
hefur þó ekki tekizt að samhæfa þetta
tvennt, og fyrir þá sök stelur skopið
og tragedían hvort frá öðru í stað
þess að skapa atburðarásinni einn
þráð og einn farveg. Leikritin verða
raunverulega tvenn og höfundurinn
gefur meira að segja að niðurlagi leik-