Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 36

Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 36
34 HELGAFELL eru Islenzkur aðall og Ofvitinn. Mætti segja mér, að það kynni að vefjast fyrir bókmenntafræðingum, til hvaða greinar bókmennta þessar bækur ætti að flokka. Gildir það að vísu um fleira, er Þórbergur hefur skrifað, því hann er nú einu sinni sá höfundur, sem ekki verður auðveldlega markaður bás. Að efni til eru þessar bækur kaflar úr æviminningum höfundarins, en að formi standa þær mjög nálægí skáldsögunni og nær miklu en önnur rit þessa höf- undar. En í hvaða skúffu sem þær kynnu að lenda áður lýkur, þá breytir það engu um þá staðreynd, að þær eru frábær listaverk, einkum hin fyrrnefnda. Að minni hyggju hefur ferskari bók eða skemmtilegri aldrei verið skrifuð á Islandi. Maður heyrir því stundum haldið fram, að Þórbergur sé fremur afkasta- smár rithöfundur. Nú er því engan veginn svo farið, að hann sé í hópi þeirra, sem rubba upp bók — eða jafnvel tveim — þrem á hverju ári. Slíkt leyfir ekki hin frámunalega vandvirkni hans. Þó er sannleikurinn sá, að hann hefur skrifað feiknin öll um dagana. Auk bókanna, sem þegar eru orðnar rúmlega tveir tugir binda, liggur eftir hann aragrúi ritgerða og greina, dreifðar víðs vegar í tímaritum og blöðum. Fyrir nokkrum árum tók ég mig til og rannsak- aði, hvað eftir hann fyndist í aðeins einu blaði um nokkurt árabil. Arangur- inn varð sannast sagt ótrúlegur. Því miður hef ég ekki á takteinum nákvæma tölu þeirra greina, sem ég fann í þessu eina blaði, en ef mig misminnir ekki, slagaði hún hátt upp í hundraðið og sumar greinanna langar. Er það mjög að harma, að enginn útgefandi skuli taka sér fyrir hendur að safna ritgerðum Þórbergs og gefa þær út, að minnsta kosti í ríflegu úrvali, en helzt allar. An efa yrði slíkt safn nokkur væn bindi. En einmitt í þessum ritsmíðum er að finna margt af því djarfasta og snjallasta, sem þessi höfundur hefur fest á pappír. 12 Það leikur ekki framar á tveim tungum, að Þórbergur er ritsnjall maður með afbrigðum. Þar eigum við engan honum fremri. Engum er íslenzk tunga eftirlátari en honum. Þegar honum tekst upp, kemst hann mjög nálægt því að uppfylla þá kröfu Gorkis til rithöfundarins, að hver setning eigi að syngja og glitra. Og hvenær teksí Þórbergi ekki upp? Hjá honum virðist mér líka ritlistargáfan upprunalegri, mér liggur við að segja áskapaðri, en hjá nokkr- um öðrum íslenzkum höfundi. Það myndi reynast harla erfitt verkefni, ef manni væri uppálagt að benda á einhvern rithöfund, sem Þórbergur hefði lært af eða orðið fyrir áhrifum af, eftir að hann nær fullum þroska. Sem rithöfundur er hann algerlega sjálfstæður. Það getur verið, að hann sæki eitthvað af tungutaki sínu til alþýðunnar í Suðursveit, en hann sækir það ekki til neins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.