Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 13

Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 13
MENNING OG VARNIR II Gera þeir sér ljóst, hverjar skyldur þessi stefna leggur þeim á herðar? Það virðist fjarri því, að svo sé. Allt þjóðlífið er að verða gegnsýrt af þeim tví- skinnungi og ótta, sem varnarsamningurinn hefur haft í för með sér. Þeir flokkar, sem að honum stóðu, hafa ekki haft þrek til þess að fylgja fram stefnu sinni til enda, heldur liafa ýmsir forustumenn þeirra reynt að skjótast undan ábyrgðinni og jafnvel að gera sér mat úr þeim vandamálum, sem dvöl hersins hefur haft í för með sér. V Þeirri skoðun hefur verið haldið fram í þessari grein, að íslendingar þurfi ekki að óttast, að erlend múgmenning eða áhrif erlendrar hersetu verði menningn þeirra að falli, ef rétt er á haldið. En þeir verð'a að varast að gera of mikið úr hættunum eða að draga sig inn í skel gamallar einangr- uriar. Ef áslenzk þjóð á að lifa í heimi framtíðarinnar verður hún að taka á sig storma utanaðkomandi áhrifa: duga eða drepast. Tslendingar koma ekki sigri hrósandi úr þeirri raun, nema þeir ráði fram úr þeirn vanda, hvernig slík smáþjóð fær lifað frjáls í heimi stórvelda og geigvænlegra vopna, án þess að verða leppur annarra og nn þess að glata sjálfsvirðingu sinni með því að varpa frá sér allri ábyrgð. Þátttaka Tslend- >nga í Atlantshafsbandalaginu er prófsteinn á það, hvort þeir eru menn til þess að taka á sig þær kvaðir, sem samvinna við aðrar þjóðir leggur þeim á herðar, og gera það með fullri einurð, án óheilinda eða undirlægjuháttar. Sú þjóð', sem gengur til slíkrar samvinnu án þess að hugur fylgi máli, hefur sannarlega selt sálu Isína, og fyrr eða síðar hlýtur sú synd að verða henni dýr. Með aðild sinni að Atlantshafsbandalaginu og öðrum stofnunum, sem vinna að því að efla og styrkja hinn frjálsa heim, hafa Islendingar tekið skýra afstöðu í átökum heimsstjórnmálanna, en þeir hafa líka tekið sér skyldur á herðar. Þeir eru ekki lengur einangruð smáþjóð, heldur hluti af stærri heild lýðræðisþjóða, og hljóta því að beygja sig að nokkru undir sameiginlegan vilja bandamanna sinna. Þróun þessarar aldar hefur leitt í ljós, að friðnum í heiminum verður aldrei borgið nema einhverjar hömlur verði lagðar á sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki reynzt þess megnugar að halda binum andstæðu öflum heimsins í skefjum, og þjóðirnar hafa því klofnað 1 tvær andstæðar fylkingar. Annarri er haldið saman af hernaðannætti Rússa og járnaga hins alþjóðlega kommúnisma. Hinum megin stendur niiklu sundurleitari flokkur undir forustu Bandaríkjanna og stórvelda Vest u r-Evrópu. Samtök hinna vestrænu þjóða eru reist á sameiginlegum hugsjónum, on ekki á valdboði. Þau gera því þá kröfu til hvers og eins af þátttöku- ríkjunum, að þau leggi sjálf á sig þær hömlur, sem eru nauðsynlegar til þoss að samtökin geti náð tilgangi sínum. Af þessum sökum skiptir hin siðferðislega hlið málsins svo miklu máli. Það þarf gagnkvæma virðingu °S traust allra þeirra, er þátt taka í samtökunum, ef þau eiga að geta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.