Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 41

Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 41
Kristján Albertson: Tveir dansar ★ SPÁNSKUR DANS Fand’ngo Líðandi barst hún fram á danssvið næturskálans, inn í ljóshringinn, grönn, með brennandi þótta í sinni mjúklátu reisn; eldrautt blóm í tinnu- svörtu hári; dimmrauðar varir og blikdökk augu; rautt sjal þéttvafið um brjóst 02 herðar og kögrið flaksandi um mjaðmirnar; í svörtum síðum kjól, pilsið flugvítt frá hnjám, og faldað tyrkjatrafi, sem fossar eins og koldimmt brim um fæturna. Kastanétturnar titra í höndum hennar, með hvíslandi, eggjandi skell- um. Hún lygnir augum með brosi, hallar höfðinu aftur; hinir sólbrúnu armar breiðast út, hrökkva saman, bugðast yfir herðunum eins og grann- ir logar í logni, og líkami hennar ólgar, í mótþróafullri vímu. Svo réttir hún sig, snöggt; augun skjóta gneistum, eins og ósýnileg snerting hafi farið eldi um taugarnar. Og hún kastar sér út í dansinn, í löngum bylgjandi sporum, í stórum, léttum sveigum, í gleymskufull- um unaði. Hinn lági heiti leikur tónanna verður að ljúfum bruna í æð- um hennar, hún hægir svifið, stanzar, hendist fram að nýju, sveigir sig, réttir sig, þyngir sig, léttir sig, ýmist í samræmi við undirleikinn, eða eftir skyndilegu valdboði ofsafengins innra hljóðfalls. Og hvort sem arm- ar hennar blakta sem blossar frá báli í stormi, eða líkami hennar þýtur og freyðir eins og iða undir fossi, eða kyrnst svo að hver vöðvi virðist hvílast, nema mjaðmirnar sem hrynja í dansinum, laugaðar hinu dimm- rauða fljótandi kögri, — hver svipur sem vöxtur hennar tekur, hver hreyf- ing, sem um hann sendist, er hending í voldugum óði, um allt sem bloð- ið þráir, hinnstu fullfróun sólareldsins í æðum mannanna. Svo steypist danslagið inn í annað máttugra tema, verður að breið- um flugstraumi, þungri ólgandi sólglampamóðu, — og glymur kasta- néttanna að hófaskellum og svipuhvellum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.