Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 35

Helgafell - 01.11.1954, Blaðsíða 35
ÞÖRBERGUR ÞORÐARSON 33 finna, hverra helzta íþrótt er að rangfæra orð sér vitrari manna. Um þá segir Þórbergur á einum stað, að þeir hafi enga dímensjón aðra en lygina). Þegar svo verkinu var lokið, hafði söguritarinn hvað eftir annað orð á því, að nú væri hann eins og strandað skip eða reiðalaust flak, sem ræki fyr- ir vindum og straumum eins og verkasi vildi, og að hann vissi naumasí, hvað hann ætti af sér að gera. Svo mjög saknaði hann samstarfsins við sögumann sinn og meistara. Og að séra Árna láínum mælir hann eftir þennan samverka- mann sinn meðal annars á þessa leið: „Og þegar hann er dáinn, þá kann enginn lengur að segja frá á Islandi. Þá er enginn skemmtilegur maður lengur á Islandi. Þá er enginn frumlegur maður lengur til á Islandi. Og þá er enginn til á Islandi, sem tekur á móti manni í forstofunni með þessari náttúrlegu hýru og segir: „Elsku vinur! Eg hef verið að hugsa um það í morgun, hvað það er einkennilegt, þegar draugar gera almættisverk“. Hvernig fer maður hér eftir að lifa í landi, þar sem allir hugsa eins og lélegt dagblað og engum dettur í hug, að draugur geti gert al- mættisverk?“ Mér er spurn: Hefur nokkur íslenzkur prestur haldið hjartnæmari eða snjallari minningarræðu um látinn vin? Og varðinn, sem Þórbergur hefur reisí þessum vini sínum með því að færa í búning æviminningar hans, á lengi að standa. Saga Árna prófasís Þórarins- sonar er algerlega einstætt verk í íslenzkum bókmenntum. Það er kannski áhættusamt að spá nokkru um það, hvað af því, sem ritað er í dag, verði les- ið eftir eina öld eða tvær. En það hygg ég vera muni spá margra viturra manna, að þetta verk verði lengi lesið, svo framarlega sem íslenzk þjóðarvitund verði ekki þurrkuð út með einni vítissprengju eða kaffærð í hringiðu erlendra áhrifa- strauma á næstu áratugum. 11 Það var aldrei ætlunin með þessu rabbi að fara að telja upp öll rit Þór- bergs, leggja dóm á þau hvert fyrir sig eða freista að ákvarða honum stað, í íslenzkum bókmenntum. Það verður hlutverk bókmenntafræðinga, en ekki get ég efast um, að hann muni hljóta veglegt og virðulegí sæti á rithöfunda- þingi. Fyrsti áfanginn á ferli hans var Bréf íil Láru, en með þeirri bók ávann hann sér þjóðfrægð samtímis því sem hann varð til að leysa úr álögum blund- andi snilligáfur, losa um hömlur hátíðlegrar alvöru, slíta fjötra sljórrar vana- hugsunar og segja steinrunnum og forheimskandi hleypidómum stríð á hend- ur. Að þessu hefur þegar verið vikið. Aftur á móti hafa ekki enn verið nefnd þau rit Þórbergs, sem með nokkrnm rétti mega teljast höfuðrit hans, en það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.