Morgunblaðið - 17.09.2012, Side 8

Morgunblaðið - 17.09.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012 Fyrr á árinu útskýrði Einar ÖrnBenediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, að hann væri aðeins borgarfulltrúi á milli níu á morgn- ana og fimm síðdeg- is og þess vegna þyrfti hann ekki að fara að siðareglum borgarinnar á öðr- um tímum dags.    Með þessarióvenjulegu röksemdafærslu var að hans mati greið leið í boðsferð til Parísar sem hefði ekki verið innan fyrrgreindra tíma- marka.    Annar borgarfulltrúi Bestaflokksins, Óttarr Proppé, er ekki síður óviss en Einar Örn um það hvenær hann er borgarfulltrúi og olli það misskilningi á dögunum.    Þegar blaðamaður hringdi í hanngerði hann að eigin sögn „þau mistök að gleyma því að blaðamað- urinn væri að tala við mig sem borg- arfulltrúa meirihlutans í borginni“.    Vissulega getur verið snúið fyrirmargbrotna menn að vita hvers vegna blaðamaður hringir í þá og ræðir atvinnuástandið í borginni.    Ekki var síður líklegt að blaða-maður væri að hringja til að fá álit tónlistarmannsins, handritshöf- undarins eða leikarans Óttars Proppé á stöðu og þróun atvinnu- mála í borginni.    Þess vegna er mjög trúlegt aðþegar Óttarr hallmælti árangri yfirvalda í atvinnumálum hafi hann í raun ekki verið að hallmæla árangri yfirvalda heldur verið að tala um eitthvað allt annað. Óttarr Proppé Hvenær er ég ég og hvenær ekki ég? STAKSTEINAR Einar Örn Benediktsson Veður víða um heim 16.9., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 6 alskýjað Akureyri 4 rigning Kirkjubæjarkl. 7 léttskýjað Vestmannaeyjar 8 heiðskírt Nuuk 5 skýjað Þórshöfn 10 léttskýjað Ósló 13 léttskýjað Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 16 heiðskírt Helsinki 13 léttskýjað Lúxemborg 21 heiðskírt Brussel 21 léttskýjað Dublin 15 skýjað Glasgow 13 léttskýjað London 17 léttskýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 20 léttskýjað Berlín 21 heiðskírt Vín 18 léttskýjað Moskva 12 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 23 skýjað Winnipeg 12 skýjað Montreal 15 léttskýjað New York 21 léttskýjað Chicago 22 skýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:59 19:47 ÍSAFJÖRÐUR 7:01 19:54 SIGLUFJÖRÐUR 6:44 19:37 DJÚPIVOGUR 6:27 19:17 Spriklandi fiskbúð Veitingastaður / verslun Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is María Ólafsdóttir maria@mbl.is 17 þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar- flokksins og Hreyfingarinnar eru flutningsmenn frumvarps til stjórnarskipunarlaga sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Pétur H. Blöndal Sjálfstæð- isflokki er fyrsti flutningsmaður. Frumvarpið, sem fjallar um hvernig stjórnar- skrá verði breytt, hefur áður verið lagt fram en er nú lagt fram með breytingum. Þar er nú gert ráð fyrir að 40 þingmenn þurfi að samþykkja breyt- inguna í stað 2/3 þingmanna áður. Þá er gert ráð fyrir að helmingur atkvæðisbærra kjósenda þurfi að samþykkja breytinguna þannig að hún taki gildi. Í greinargerð kemur fram að það sé skoðun flutningsmanna að breytingar á stjórnarskrá eða ný stjórnarskrá eigi að njóta mikillar samstöðu meðal alþingismanna og ekki síður meðal þjóð- arinnar sem grundvallarlög samfélagsins. Benda flutningsmenn á að mjög litlar kröfur séu nú gerð- ar til samstöðu á Alþingi, einfaldur meirihluti nægi. Þá telja þeir að þjóðin eigi að greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingar beint og bindandi og setja sér þannig sína stjórnarskrá. Telja flutnings- menn það horfa undarlega við að fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá verði ekki bornar undir þjóðina. Þjóðin komi beint að breytingum Frumvarpið » Breytingar á stjórnarskrá eða ný stjórn- arskrá eigi að njóta mikillar samstöðu meðal alþingismanna. » 40 þingmenn þurfi að samþykkja breyt- inguna og helmingur kosningabærra manna » Flutningsmennirnir telja það horfa und- arlega við að fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá verði ekki bornar undir þjóðina. „Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk er eft- irsóttir starfskraftar. Læknar koma seinna heim úr sérnámi en áður var vegna kjara og margir okkar hafa farið úr landi,“ segir Ómar Sigurvin, formaður Félags almennra lækna. Félaginu er misboðið vegna þeirrar ákvörðunar velferðarráðherra að hækka laun forstjóra Landspítalans. Í félaginu eru um 200 læknar, sem eru með lækningaleyfi en eru ekki með sérfræðiréttindi. Þetta eru 15- 20% af öllum læknum á landinu. Fé- lagið hélt aðalfund fyrir helgi og sendi frá sér ályktun þar sem því er fagnað að velferðarráðherra hafi átt- að sig á samkeppnisstöðu íslenskra heilbrigðisstétta og launi vel unnin störf. Um leið segja félagsmenn sér mis- boðið vegna þess að gengið sé fram hjá öllu því starfsfólki sem hefur tek- ist á við aukið álag og skert kjör. „Það er forkastanlegt að hækka einungis laun eins manns,“ segir í yf- irlýsingunni. Spurður hvort þar sé átt við hækkun á launum forstjóra Landspítalans segir Ómar svo vera. Mikið álag á læknum Hann segir mikið álag vera á læknum. „Margar heilbrigðisstofn- anir eru undirmannaðar og mönn- unarþörf er illa skilgreind. Að auki fá læknar ekki nauðsynlegan aðlög- unartíma þegar þeir hefja störf á sjúkahúsunum. Það getur hreinlega ógnað öryggi sjúklinga.“ Forkastan- leg hækkun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.