Morgunblaðið - 17.09.2012, Síða 12

Morgunblaðið - 17.09.2012, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012 H a u ku r 0 9 b .1 1 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Haukur Halldórsson hdl. haukur@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með matvæli. Ársvelta um 300 mkr. • Allt að 100% hlutur í rótgrónu fyrirtæki með einkennisfatnað. Góð afkoma og vaxtamöguleikar. • Innflutningsfyrirtæki með tæknivörur á vaxandi markaði. Ársvelta 60 mkr. og yfir 100% álagning. • Lítil en rótgróin bókaútgáfa sem sérhæfir sig á ákveðnu sviði. Stöðug velta allt árið. • Meðeigandi óskast að innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í loftkælingu. Viðkomandi þarf að mikla þekkingu á þessu sviði og hafa stjórnunarhæfileika. Fyrirtækið er mjög arðbært og mun skila eigendum góðri ávöxtun. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki með vinsæla fjárfestingavöru fyrir heimili. Stærsta fyrirtækið á þessu sviði og hefur verið með stöðuga veltu (um 130 mkr.) síðustu árin. Góður hagnaður og hagstæðar skuldir sem hægt er að yfirtaka. • Óvenjulegt matvælafyrirtæki í smásölugeiranum sem hægt er að þróa mjög skemmtilega. Ársvelta 150 mkr., stöðugt vaxandi frá 2004. EBITDA 24 mkr. sem auðvelt er að auka í 40 mkr. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Réttað var í mörgum sveitum landsins um helgina og því víða mikill atgangur þegar bændur og búalið drógu fé sitt í dilka. Eftir umhleypinga í veðri í síð- ustu viku fyrir norðan virðist sem víð- ast hvar hafi viðrað ágætlega nú um helgina þegar fé kom af fjalli. Samein- uðust kynslóðir við það verk að finna fé sitt í vænum hópi sauðfjár. Í Hrunaréttum í Hrunamanna- hreppi var margt um manninn og hátt á sjötta þúsund fjár komið til rétta. Lentu fjallmenn í miklu illviðri í Kerl- ingarfjöllum og nágrenni en með mikl- um dugnaði og skipulagi tókst að smala svæði á einum degi sem venju- laga er smalað á tveim dögum og kom því ekki til að fresta þyrfti réttunum. Í Hraunsrétt í Aðaldal var fjöldi fólks samankominn til þess að draga það fé í dilka sem verið hafði úti í hretinu á Þeistareykjum á dögunum. Yfir þrjú þúsund fjár voru í réttinni og töldu margir að unnist hefði varnarsigur í þessum erfiðleikum, en leitum á Þeistareykjum er þó ekki lokið. Í Tungnaréttum í Bláskógabyggð og Skeiðaréttum í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi var einnig margt um manninn um helgina. Fé rekið af fjalli og dregið í dilka  Víða réttað í sveitum landsins um helgina Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjárhaf Skeiðarétt er afrétt Flóa- og Skeiðamanna og var þar margt um mann og fé um helgina enda gjarnan margir sem vilja fylgjast með réttum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bóndi Markús á Vorsabæjarhóli. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Í réttum Margrét Hauksdóttir, Gísli Guðmundsson og Guðni Ágústsson. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Mannfjöldi Í Hrunaréttum var margmenni eins og víðar. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Vinafundir Anna María í Haukholtum ásamt forystusauðnum Laufa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.