Morgunblaðið - 17.09.2012, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2012
✝ GunnlaugurElísson fæddist
í Laxárdal í Bæj-
arhreppi í Stranda-
sýslu 9. mars 1928.
Hann lést 6. sept-
ember 2012.
Foreldrar hans
voru Guðrún Ben-
ónýsdóttir hús-
móðir og Elís
Bergur Þor-
steinsson bóndi og
var hann fjórða barn þeirra
hjóna.
Systkini hans eru Sigríður, f.
1922, d. 1997, Benóný, f. 1923,
d. 1997, kona hans Þóra Egg-
ertsdóttir, f. 1926, Þorsteinn, f.
1925, kona hans Ingibjörg Sig-
urðardóttir, f. 1933, d. 2008,
Víglundur, f. 1929, kona hans
Unnur Sæmundsdóttir, f. 1936,
d. 1995, Ragnar, f. 1931, kona
hans Unnur Jóhannsdóttir, f.
1935, Anna Kristín, f. 1937,
maki hennar Þórarinn Þor-
valdsson, f. 1934.
Gunnlaugur ólst upp í Lax-
árdal. Hann stundaði nám í tvo
vetur við Héraðsskólann á
Reykjum og í fram-
haldi við Mennta-
skólann á Ak-
ureyri. Gunnlaugur
útskrifaðist sem
stúdent frá MA
1950 og fór beint
þaðan í nám í efna-
fræði við Kaup-
mannarhafnarhá-
skóla þaðan sem
hann útskrifaðist
sem efnafræðingur
1956. Eftir nám vann hann
lengst af sem efnafræðingur
hjá Iðntæknistofnun (áður
Rannsóknarstofnun iðnaðarins)
og sem stundakennari við Há-
skóla Íslands. Gunnlaugur var
virtur fræðimaður í sinni
starfsgrein og skrifaði lærðar
greinar. Gunnlaugur hugsaði
vel um aldraða foreldra sína og
eldri systur síðustu ár þeirra.
Sjálfur var Gunnlaugur lengst
af heilsuhraustur og vann fram
yfir sjötugt.
Útför Gunnlaugs fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 17. sept-
ember 2012, og hefst athöfnin
kl. 15.
Ferð þín er hafin.
Fjarlægjast heimatún.
Nú fylgir þú vötnum
sem falla til nýrra staða.
Og sjónhringar nýir
sindra þér fyrir augum.
(Hannes Pétursson.)
Gunnlaugur Elísson, bróðir,
mágur og frændi, lést fimmtu-
daginn 6. september sl. Við fjöl-
skyldan kveðjum hann nú með
þökk fyrir allar góðu og gefandi
samverustundirnar. Bæði hér í
Reykjavík eftir að við fluttum
suður og ekki síður í árlegum
heimsóknum hans í heimahagana
í Laxárdal.
Við kveðjum nú Gulla með
söknuði, einstaklega trúan og
tryggan vin, hæverskan og hæg-
látan, kíminn og barngóðan.
Svo hvíl þig vinur, hvíld er góð,
vor hjörtu blessa þína slóð
og Laxárdalur þrýstir þér
í þægum friði að brjósti sér.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Þökk fyrir allt.
Ragnar, Unnur og fjölskylda.
Í dag kveðjum við góðan mann
og elskulegan frænda. Gulli
frændi gerði aldrei miklar kröfur
til samfélagsins sem hann gerði
þó mikið fyrir og er fátækara eftir
hans fráfall. Gulli frændi var há-
menntaður maður, efnafræðing-
ur, vísindamaður og kennari góð-
ur. Hann var ekkert mikið að
flíka þekkingu sinni né tjá sig um
dægurmál samtímans nema þeg-
ar eftir því var leitað. Þá miðlaði
hann ötullega úr viskubrunni sín-
um þannig að jafnvel ég gat skilið.
Hann er einn af fáum sem hafa
fengið að fara út í Surtsey og
skrifaði lærðar greinar um þá
merku eyju og fleiri mál. Gulli
frændi fylgdist vel með nýjung-
um og tækniframförum. Sem
unglingur skrapp ég oft til hans
til að horfa á tónlistarmyndbönd
þar sem hann var sá fyrsti í fjöl-
skyldunni til að kaupa sér mynd-
bandstæki. Hann tileinkaði sér að
nota netið og hafði gaman af ljós-
myndun. Þökk sé honum, skann-
anum hans og ljósmyndaprentara
eru til fleiri myndir af afa og
ömmu en ella hefði verið. Síðari
árin voru það ekki bara vísindin
sem hann hafði áhuga á heldur
fannst honum fátt skemmtilegra
en góður krimmi og spennandi
fótboltaleikur. Að öðru leyti var
hann einstaklega nægjusamur
maður sem að ekki notaði bílinn
ef einhver möguleiki var að ganga
eða eyddi nokkurn tímann um
efni fram. Lífstíll sem margir
mættu taka sér til fyrirmyndar.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Við erum þakklát fyrir að hafa
átt þig sem frænda og minning
um góðan mann mun áfram lifa.
Sigríður Gróa (Sigga Gróa),
Axel, Anna Björk
og Thelma Rún.
Ljóslifandi er minningin um
Gulla föðurbróður okkar þar sem
hann liggur í sófanum í stofunni
hjá okkur með bók í hendi. Lengi
vel kom hann á æskuheimili okk-
ar á Akranesi um miðjan að-
fangadag og varði með okkur jól-
unum. Hann var aufúsugestur og
okkur þótti vænt um þennan góð-
lega frænda okkar. Auðvitað kom
hann færandi hendi með jóla-
pakka handa okkur, í þeim voru
eigulegir hlutir eins og bækur
eða spil og svo fékk heimasætan
alltaf silfurskeið með jólamunstri
sem aldeilis er fjársjóður að eiga í
dag. Fastir liðir og einn af há-
punktunum á jólunum var þegar
Gulli dró fram dýrindis Andrésar
Andar blöð og las fyrir okkur.
Þau voru á dönsku og hann þýddi
jafnóðum textann og útskýrði
fyrir okkur innihaldið. Þetta voru
sannkallaðar gæðastundir. Síðar
höguðu aðstæður því að Gulli
varði jólunum með Siggu systur
sinni og afa okkar og ömmu. Það
varð breyting á jólahaldinu hjá
okkur og eftirsjá að samverunni
við frænda. Gulla var annt um
okkur frændsystkini sín, hann
fylgdist með okkur og því sem við
tókum okkur fyrir hendur þó
samskiptin hafi ekki verið tíð.
Fyrir það erum við þakklát og við
kveðjum þennan góða mann með
sorg í brjósti.
Sæmundur, Elís Rúnar,
Aðalsteinn og Jónína Halla
Víglundsbörn.
Við fráfall Gunnlaugs frænda
míns leitar hugurinn til bernsku-
áranna. Við bræðrasynirnir vor-
um aldrei leikfélagar eða saman í
barnaskóla því aldursmunur var
mikill. En Gunnlaugur er mér
minnisstæður þegar hann var lít-
ill drengur sem mikill fjörkálfur.
Mikið og gott samband var á
milli heimila okkar, Laxárdals og
Hlaðhamars. Margar sendiferðir
fór ég að Laxárdal. Þó að ekki
væri nema um röskan korters-
gang að ræða var alltaf boðið í
bæinn og bornar fram veitingar.
Leiðir okkar Gunnlaugs lágu
löngu síðar saman í nokkur sum-
ur í vegavinnu. Ljúfar minningar
á ég um frænda minn frá þeim
tíma. Hann var mjög vandvirkur
og samviskusamur starfsmaður
og góður félagi. Að sjálfsögðu
sváfu allir í tjöldum. Oft var glatt
á hjalla á kvöldin. Gunnlaugur
var þá gjarnan kíminn og lét ekki
sitt eftir liggja í græskulausu
gamni. Góður félagsandi er ómet-
anlegur á hverjum vinnustað. Á
þessum árum var Gunnlaugur í
Menntaskólanum á Akureyri.
Hinn gáskafulli Keli okkar (Þor-
kell Sakaríasson) kallaði hann því
„Menntó“.
Gunnlaugur var góður náms-
maður, sérstaklega mun stærð-
fræðin hafa verið honum hugleik-
in. Ég minnist þess að árið sem
hann tók stúdentspróf hafði hann
oft orð á því að prófið í stærð-
fræði hefði verið alltof létt. Það
er sjaldgæft að kvartað sé yfir
ofléttum prófum.
Eftir stúdentspróf fór Gunn-
laugur til Kaupmannahafnar og
lagði stund á efnafræði. Þeirri
fræðigrein helgaði hann líf sitt,
vann alla tíð við efnafræðirann-
sóknir og kennslu við Háskóla Ís-
lands.
Með Gunnlaugi efnafræðingi
eigum við að baki að sjá traustum
og góðum manni. Öll hans fram-
koma einkenndist af hógværð og
lítillæti.
Ég kveð frænda minn með
virðingu og þökk fyrir gamlar og
góðar samverustundir.
Systkinum og öðru venslafólki
sendi ég samúðarkveðjur.
Þorsteinn Ólafsson.
Við fráfall góðs vinnufélaga
um árabil sækja minningarnar að
og Gunnlaugur á svo sannarlega
sinn hluta af þeim.
Gunnlaugur var efnafræðingur
hjá Atvinnudeild Háskóla Ís-
lands, iðnaðardeild, frá 1956-1965
en þá tók Rannsóknastofnun iðn-
aðarins við starfsemi iðnaðar-
deildar og vann hann þar áfram
frá 1965-1967 og 1969-1978. Þá
tók Iðntæknistofnun Íslands við
starfseminni, eftir sameiningu við
Iðnþróunarstofnun Íslands, og
þar starfaði Gunnlaugur áfram til
ársloka 1997 er hann lét af störf-
um sökum aldurs. Frá 2007 tók
Nýsköpunarmiðstöð Íslands við
starfsemi Iðntæknistofnunar Ís-
lands eftir sameiningu við Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðar-
ins. Má því segja að nánast öll
starfsævi Gunnlaugs hafi verið
innan okkar stofnunar.
Ég tel mig heppna að hafa átt
Gunnlaug sem vinnufélaga og
ágætan vin áratugum saman.
Hann var mikill nákvæmnismað-
ur en stundum nokkuð formfast-
ur og lét lítið fyrir sér fara en var
að sama skapi glaðlyndur, glett-
inn og skemmtilegur félagi með
mikinn húmor og svolítill stríðn-
ispúki stundum. Innan félaga-
hópsins lét hann ósjaldan falla
einhver gullkorn þegar hann
sagði frá. Hann var alla tíð mikill
göngumaður hvort sem var á
ferðalögum upp til fjalla eða hér
innanbæjar. Margra samveru-
stunda er að minnast frá árum áð-
ur þegar starfsmenn tóku sig
saman um að gera eitthvað
skemmtilegt. Hann var líka góður
bridsspilari og spiluðum við
vinnufélagarnir gjarnan brids í
matar- og kaffitímum og þar átti
Gunnlaugur sitt fasta sæti. Var
oft kátt á hjalla við spilaborðið.
Eftir að hann lét af störfum leit
hann stöku sinnum við, fékk sér
kaffi með okkur og tók nokkur
spil en ferðunum fækkaði með ár-
unum.
Við þökkum Gunnlaugi fyrir
ánægjulega samfylgd. Blessuð sé
minning þín.
F.h. samstarfsfélaga hjá Ný-
sköpunarmiðstöð Íslands,
Sigríður Halldórsdóttir.
Gunnlaugur
Elísson
Haustið er komið til að vera
og veturinn nálgast. Ekki bara
haustið og veturinn sem dagatal-
ið afmarkar, heldur líka í hugum
okkar sem kveðjum hana Hönnu
nú. Veröldin verður fátækari án
hennar.
Ég kynntist Hönnu fyrir
margt löngu þegar Kristín dóttir
hennar passaði elsta drenginn
minn. Hanna fullvissaði mig um
að Kristín væri barngóð og
traust og það reyndist alveg
rétt. Mig grunar nú reyndar að
stundum hafi stelpuskarinn sem
fylgdi Kristínu og krakkaang-
arnir sem þær voru að passa
lent öll inni hjá Hönnu og hún
hafi gefið þeim öllum eitthvað
heimabakað að borða áður en
þau fóru út aftur. Þannig var
Hanna. Gestrisnin einkenndi
hana og það tók hana aðeins
nokkrar mínútur að leggja
heimabakaðar kleinur og kökur
á borð ef maður kom í heimsókn.
Hanna var ein af þeim sem
vinna sín verk í hljóði. Hún var
alltaf til staðar fyrir þá sem
þurftu þess með og hugsaði allt-
af síðast um sjálfa sig. Þarfir
annarra voru mikilvægari en
hennar og það átti jafnt við
heima og heiman. Hún vann í
mörg ár verslunarstörf í versl-
Hanna Jónsdóttir
✝ Hanna Jóns-dóttir fæddist
á Kálfsstöðum í
Vestur-Landeyjum
21. júlí 1934. Hún
lést á Líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 3. sept-
ember 2012.
Útför Hönnu fór
fram frá Laug-
arneskirkju 14.
september 2012.
uninni Allt í Breið-
holti. Í gegnum þá
vinnu kynntist hún
fjölda kvenna, barna
og karla sem muna
eftir henni fyrir ein-
staka vinsemd, þol-
inmæði og þjónustu-
lund. Alltaf var hún
tilbúin að aðstoða
viðskiptavinina og
alltaf tilbúin að taka
þátt í hverju því
sem mögulega gat orðið til þess
að verslunin gengi betur. Þekk-
ing Hönnu á handavinnu,
saumaskap og prjóni kom sér
vel þegar viðskiptavinir komu
með eitthvert handverk sem
hafði farið úrskeiðis. Henni
dugði að fara höndum um stykk-
ið og á einhvern undraverðan
hátt passaði allt þegar hún hafði
farið höndum um það.
Það væri hægt að skrifa heila
bók um öll verkin hennar
Hönnu, allt sem hún gerði án
þess að mikið bæri á. Hanna er
persónugervingur hinnar ís-
lensku húsmóður, eiginkonu og
móður. Konunnar sem svo lítið
ber á en gegnir svo mikilsverðu
hlutverki. Henni fannst óþarfi að
hafa orð á allri þeirri vinnu
heima og heima. „Maður bara
gerir það sem þarf að gera“,
sagði hún og lét þar við sitja.
Hanna tók veikindum sínum
af sömu rósemi og æðruleysi og
öllu öðru. „Þetta fer einhvern
veginn,“ sagði hún á sinn hæg-
láta máta.
Ég votta eiginmanni, börnum,
barnabörnum og öðrum ættingj-
um Hönnu einlæga samúð mína.
Missir ykkar er mikill en minn-
ing um afburðakonu lifir í huga
okkar allra.
Vigdís Stefánsdóttir.
Ég trúi á framhaldslíf og veit
að Hönnu líður vel núna. Hún er
búin að hitta ástvini sína sem á
undan eru farnir. Svona er lífs-
hlaupið okkar, við fæðumst og
deyjum. Það er það eina sem við
göngum að vísu, þó enginn sé
kannski ekki alveg tilbúinn í
ferðina til Sumarlandsins.
Elsku Hanna er fallin frá eftir
langa og hetjulega baráttu við
ókindina sem marga tekur.
Kynni okkar Hönnu hófust er
börnin okkar felldu hugi saman.
Stína og Óli eignuðust þrjú ynd-
isleg börn. Þó þau bæru ekki
gæfu til að ganga saman lífs-
brautina, rofnaði aldrei samband
mitt við Hönnu og Júlíus. Það
efldist frekar með tímanum. Þau
hjónin tóku mikinn þátt í upp-
eldi á barnabörnunum, það var
gott að hafa athvarf hjá afa og
ömmu. Hanna var mikil húsmóð-
ir, mamma, amma og eiginkona.
Það var augljóst að Hrísateigur
var annað heimili barna-
barnanna. Hanna lifnaði öll við
þegar þau komu í heimsókn, það
var komið með kræsingar og
hugsað um að börnin nærðust
vel.
Eftir að Hanna greindist með
þennan vágest var hún ákveðin í
því að sigra og stóð alltaf upp á
hverju sem gekk og var ekki að
kvarta. Ástvinur minn var á
þessum tíma að berjast við sama
óvin, ávallt spurði Hanna um
hans líðan og fylgdist vel með.
Umhyggja fyrir öðrum var svo
stór partur af Hönnu. Ég hugsa
um það með gleði og söknuði
þegar mér var boðið í mat á
hvítasunnudag. Hanna var þá
sárlasin en samt ekki að velta
sér upp úr því. Þetta var falleg
og góð stund.
Mér er efst í huga þakklæti til
Hönnu fyrir það hvað hún hugs-
aði vel um barnabörnin okkar.
Allir áttu griðastað á Hrísateig.
Hanna ömmubarn hafði sérstakt
herbergi til að læra. Hanna
amma var svo stolt af nöfnu
sinni þegar hún útskrifaðist úr
menntaskóla í vor með glæsi-
brag. Við áttum oft gott spjall er
ég sat við rúmið hjá Hönnu. Ég
sat og hélt í höndina á henni eft-
ir að hún fékk að vita að hún
væri að fara á líknardeild. Hún
var svo æðrulaus. Ég sagði
henni hvað það hefði verið mikil
Guðsgjöf að barnabörnin hefðu
átt hana Hönnu ömmu sína að,
stundum hlaut það að hafa verið
erfitt. Það var nú annað, sagði
Hanna, hún var svo þakklát fyr-
ir umganginn, þá lifnaði yfir
heimilinu og þau hjónin yngdust
bara við það. Hanna var einstök
kona og ég er þakklát fyrir að
hafa kynnst henni.
Elsku Hanna, ég skal reyna
að hugsa vel um börnin okkar þó
ég komi aldrei í þinn stað.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Júlíus, Gréta, Jón,
Siggi og Stína mín, ég sendi
ykkur tengdabörnum, barna-
börnum og öðrum ættingjum
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Vertu Guði falin, Hanna mín,
við hittumst í Sumarlandinu
þegar þar að kemur.
Aðalheiður Árnadóttir.
Elsku bróðir
ekki bjóst ég við að
kveðja þig svona
fljótt en maður veit
ekki hvenær lífs-
hlaupið endar. Margar góðar
stundir rifjast upp hjá mér frá
fyrri árum, þú varst alltaf mjög
góður við mig og man ég eftir
því hvað mamma talaði oft um
hvað þú hafir verið þolinmóður
við að rugga mér í vagninum á
svölunum í Fellsmúlanum, strax
byrjaður að passa mig. Þegar ég
komst á unglingsárin varst þú
oftar en ekki langt undan og
hafðir auga með systur þinni
sem ég var nú oft ekki mjög
ánægð með. Mjög margar og
góðar stundir áttum við saman í
Albert Pálsson
✝ Albert Pálssonfæddist 12. júlí
1962. Hann lést 21.
ágúst 2012.
Útför Alberts fór
fram 30. ágúst
2012.
Kaupmannahöfn
þegar þú bjóst þar,
koma þær mjög
upp í huga minn á
þessum erfiðu tím-
um.
Nákvæmni þín í
öllu sem þú tókst
þér fyrir hendur
var ótrúleg. Þú skil-
aðir aldrei neinu frá
þér nema það væri
alveg fullkomið og
voru þeir heppnir sem þú tókst
að þér að smíða fyrir, ekki var
hægt að hugsa sér betri fag-
mann.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Elsku mamma, pabbi, Anton
Emil og Benedikt Aron, hugur
minn er hjá ykkur.
Þín systir,
Hildur.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Minningargreinar