Morgunblaðið - 17.09.2012, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.09.2012, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 261. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Vaknaði ekki þrátt fyrir grát 2. Sprenging í fjölbýlishúsi 3. Sveinn Andri og Kristrún Ösp… 4. Ekki vitað hvað gerðist »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Bítlamyndin Magical Mystery Tour frá 1967 með nýjum viðtölum og áður óbirtu myndefni verður sýnd í Há- skólabíói miðvikudaginn 26. sept- ember. Aðeins verður ein sýning og hefst hún klukkan 20.00. AFP Magical Mystery Tour í Háskólabíói  Kira Kira eða Kristín Björk Kristjánsdóttir verður með út- gáfutónleika vegna plötunnar Feathermagnetik í Hörpu 29. sept- ember og eru þeir hluti af kvik- myndahátíðinni RIFF. Með henni leika Skúli Sverrisson, Úlfur Hansson og Pétur Hallgrímsson við kvikun (animation) Söru Gunnarsdóttur. Útgáfutónleikar Kira Kira hluti af RIFF  Uppselt er á útgáfutónleika Ás- geirs Trausta og hljómsveitar á Fakt- orý þriðjudaginn 18. september. Af því tilefni verða aukatónleikar haldnir á sama stað í kvöld. Miða- sala á þá tónleika er hafin á miði.is. Hljómsveitin Eldar kemur einnig fram á tón- leikunum. Aukatónleikar Ásgeirs Trausta Á þriðjudag Norðvestan 10-18 m/s, hvassast við norðaust- urströndina, en mun hægari vindur V-lands. Yfirleitt léttskýjað á S- og V-landi, en skúrir eða slydduél NA-lands. Hiti 1 til 10 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning á N- og NA-landi, en slydda eða snjókoma í innsveitum. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt í öðr- um landshlutum. Hiti 0 til 10 stig, hlýjast syðst. VEÐUR Grindvíkingar, undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, leika í 1. deildinni á næstu leiktíð. Grindvíkingar sóttu Eyja- menn heim í Pepsideildinni í gær þar sem þeir töpuðu, 2:1, og þar með er ljóst að Suðurnesjaliðið er fallið úr deildinni. Eyjamenn eru hins vegar í bullandi bar- áttu um Evrópusæti en þrjár umferðir eru eftir af Pepsideildinni. »3 Grindvíkingar féllu í Eyjum Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu vann afar sannfærandi sigur á N-Írum í undankeppni EM og nægir þar með jafntefli í lokaumferðinni gegn Norð- mönnum á Ulle- vaalleikvang- inum í Osló á miðviku- daginn til að tryggja sér far- seðilinn á EM í Svíþjóð á næsta ári. »2 Stelpurnar einu skrefi frá EM-sætinu Það var stór stund hjá knatt- spyrnuliði Víkings Ólafsvík í gær en þá tryggði liðið sér sæti í efstu deild í knattspyrnu karla í fyrsta skipti í sögu félagsins. Víkingar gerðu það með glæsibrag en þeir skelltu KA-mönnum á Akureyr- arvelli, 4:0, og fylgja þar með Þórsurum upp í deild þeirra bestu. »7 Víkingur Ólafsvík verð- ur í deild þeirra bestu ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á María Ólafsdóttir maria@mbl.is Daninn Rikke Poulsen útskrifaðist með háa 1. einkunn úr BS-námi í lífefnafræði frá Háskóla Íslands nú í vor. Lokaeinkunn Rikke var 8,8 en hún var ein af fimm nem- endum sem í ár hlutu viðurkenn- ingu úr verðlaunasjóði Guðmundar P. Bjarnasonar frá Akranesi. Hlaut Rikke 500 þúsund krónur úr sjóðnum. „Það er frábært að fá svona stuðning sem námsmaður og í fyrsta skipti sem það hefur borgað sig fjárhagslega að vera duglegur við námið,“ segir Rikke sem hóf nám við Háskóla Íslands árið 2009. Áskorun felst í því að hefja nám á nýju tungumáli en Rikke segir kennara sína hafa reynst sér vel. Eins þyki sér Íslendingar góð- ir í því að búa til ný orð og ís- lensku orðin í lífefnafræðinni hafi því flest reynst rökrétt og hægt að giska á hvað þau þýddu. Meistaranám í Danmörku Rikke talar góða íslensku en hún á íslenskan kærasta sem hún segir að hafi verið duglegur að tala við sig íslensku. Hún hóf að læra íslensku vorið 2009 en settist þá um haustið á skólabekk og sótti nokkra íslenskukúrsa í Háskóla Íslands til að læra grunninn í mál- inu. Hún segir íslenskuna hafa verið erfiða til að byrja með en málfærnin hafi komið smám sam- an. Rikke hefur nú hafið meist- aranám í umhverfisefnafræði og heilbrigðisfræði í Danmörku. Í framhaldi af því stefnir hún á doktorsnám og langar í framtíð- inni að fást við rannsóknir. „Þetta er svolítið eins og að vera í eldhúsi þar sem maður prófar sig áfram við að blanda saman hlutum nema þetta er meira spennandi þar sem hlutir geta sprungið og slíkt. Ég hef lent í slíku af og til,“ segir Rikke í létt- um dúr. Spilar öðru hvoru á trompet Í lokaverkefni sínu kannaði Rikke hvaða áhrif flúor sem fer út í jarðveginn eftir eldgos hefur á umhverfið og lífríkið og þá sér- staklega örverur í jarðvegi. Hún segist gjarnan vilja nýta nám sitt frekar á þennan hátt í framtíðinni með því að færa vísindin meira inn í daglegt líf fólks. T.a.m. með því að skoða áhrif ýmissa efna á matinn sem fólk neytir. Þá um- ræðu mætti auka hér á landi og sér Rikke jafnvel fyrir sér að geta tekið þátt í slíku hérlendis í fram- tíðinni. Rikke hefur lítinn tíma af- lögu fyrir utan námið en hún spil- ar þó öðru hvoru á trompet og lék í Lúðrasveitinni Svani meðfram náminu. „Það er gaman að hafa eitthvað annað að gera með náminu. Það er alltaf smáheppni að verða hæst en ég held að ég sé góð í að vinna mikið og reyni að gera mitt besta,“ segir Rikke. Í líkingu við tilrauna- eldhús  Rikke Poulsen útskrifaðist með 8,8 úr BS-námi í lífefnafræði Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Lífefnafræðingur Hin danska Rikke Poulsen stefnir á doktorsnám og langar í framtíðinni að fást við frekari rannsóknir á sínu sviði. Verðlaunasjóður Guðmundar P. Bjarnasonar frá Akranesi var stofnaður árið 2000 með rausnarlegri gjöf Guðmundar. Tilgangur sjóðsins er að verðlauna efnilega útskriftarnemendur í eðlisfræði og efnafræði við Há- skóla Íslands. Verðlaunin miðast við BS-nemendur í eðlisfræði, efnafræði og lífefnafræði. Guðmundur fæddist á Sýruparti á Akranesi 1909 og átti þess ekki kost að stunda háskólanám en starfaði sem netagerðarmaður og fiskmatsmaður á Akranesi. Verðlaunahafar í ár voru Tómas Örn Ros- dahl, Kristinn Kristinsson og Sveinbjörn Finnsson, allir úr eðlisfræði, sem útskrifuðust með ágætiseinkunn. Hlutu þeir hver um sig eina millj- ón króna en auk Rikke hlaut einnig verðlaun Sara Björg Sigurðardóttir sem útskrifaðist úr efnafræði með háa 1. einkunn og hlaut hún 500 þús- und. Fimm nemendur verðlaunaðir VERÐLAUNASJÓÐUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.