Morgunblaðið - 25.09.2012, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2012
✝ Fanney Hjart-ardóttir fædd-
ist á Vaðli í Vestur-
Barðastrand-
arsýslu 18. febrúar
1919. Hún lést í
Víðihlíð, hjúkr-
unardeild Heil-
brigðisstofnunar
Suðurnesja, hinn
17. september síð-
astliðinn.
Foreldrar henn-
ar voru Gísli Hjörtur Lárusson,
bóndi í Neðri-Rauðsdal í Barða-
strandarhr. f. á Berjadalsá í
Snæfjallahreppi 6. ágúst 1894,
d. 18. júlí 1964, og Bjarnfríður
Jóna Bjarnadóttir, húsmóðir f.
á Siglunesi í Barðastrandarhr.
1. des. 1892, d. 4. febr. 1979.
Systkini Fanneyjar eru Sigrún
Lilja, f. 17. maí 1915, d. 7. mars,
1999; Halldóra, f. 7. okt. 1916,
Keflavík 1. nóv. 1892, d. 7. nóv.
1976. Börn: 1) Karl Taylor, f.
29. des. 1943, k. Ása Skúladótt-
ir. Börn: Karl Taylor, f. 1964, d.
1964, Anna, f. 1968, og Jón
Fannar, f. 1976. 2) Eðvarð Tay-
lor Jónsson, f. 29. des. 1943. K.1
Steinunn Ólafsdóttir. Barn:
Knútur Steinar, f. 1970, d. 2000.
K. 2 Ólafía K. Ólafsdóttir. Börn:
Eskil Daði, f. 1977, Ólafur
Böðvar, f. 1980, Jakob Regin, f.
1983, Dagur Nabíl, f. 1982, d.
1982, Dagbjartur Ágúst, f.
1988, og Linda Rós, f. 1989. 3)
Sigurborg, f. 7. des. 1948, d. 15
janúar 2002, m. Ægir Guð-
laugsson. Þau slitu samvistum.
Börn: Stefán Hannes, f. 1967,
og Jón, f. 1969, d. 3. janúar
2007. 4) Bjarnfríður Jóna, f. 7.
des. 1948, m. Pétur Vilbergs-
son. Börn: Fanney, f. 1967, Elí-
as Þór, f. 1971, Hulda, f. 1977,
og Eygló, f. 1977. Lang-
ömmubörnin voru 25 og
langalangömmubörnin tvö
Útförin fer fram að Ytri-
Njarðvíkurkirkju í dag, 25.
september 2012, og hefst at-
höfnin kl. 13.
d. 26. desember
2010; Sigríður, f. 6.
ágúst 1921, d. 12.
des. 1987; Jónína,
f. 8. des. 1923;
Inga, f. 19. jan.
1925 d. 2. apríl
2008; Reynir, f. 30.
júlí 1926, d. 7. jan-
úar 2009; Sigvaldi,
f. 23. sept. 1928;
Lára, f. 24. apríl
1930; Kristjana, f.
16. júlí 1931; og Björg, f. 8.
ágúst 1937, d. 6. maí 2012.
Fanney giftist 1. nóvember
1947 Jóni Benjamínssyni Hann-
essyni frá Keflavík f. 3. apríl
1920, d. 29. maí 2009. Foreldrar
hans voru: Hannes Jónsson,
verkamaður og hagyrðingur, f.
í Svartárdal í Húnavatnssýslu 1.
júlí 1882, d. 17. júní 1960, og
Sigurborg Sigurðardóttir, f. í
Móðir okkar elskuleg andað-
ist á hjúkrunar- og dvalarheim-
ilinu Víðihlíð í Grindavík á ní-
tugasta og fjórða aldursári eftir
alllanga sjúkdómslegu. Með
henni er gengin góð og grand-
vör alþýðukona sem vann sitt á
tíðum erfiða dagsverk af stakri
natni og trúmennsku.
Mamma var af þeirri kynslóð
sem lifði meiri umskipti á hög-
um lands og þjóðar en nokkur
önnur kynslóð Íslendinga. Hún
ólst upp á bláfátæku og barn-
mörgu sveitaheimili, Neðri-
Rauðsdal á Barðaströnd. Þótt
ekki væri ríkidæmið á þeim bæ
var þar eindrægni, samlyndi og
foreldrahlýja sem bætti upp
skortinn og varð heilladrjúgt
veganesti þeim ellefu börnum
sem þar komust til manns. Lífs-
baráttan var oft óvægin og allir
á bænum urðu að taka þátt í
hversdagsstritinu strax á barns-
aldri.
Rétt rúmlega tvítug hleypti
mamma heimdraganum og hélt
til borgarinnar þar sem allt ið-
aði af lífi og fjöri. Í fyrstu bjó
hún hjá Sigrúnu systur sinni og
Gunnari Jónssyni manni hennar
á Lindargötunni og vann meðal
annars í Kexverksmiðjunni Esju
og Hótel Borg. Gestkvæmt var
á hótelinu á stríðsárunum og
heimsborgarabragur að færast
yfir höfuðborgina. Meðan hún
starfaði á hótelinu kynntist hún
geðþekkum sveitapilti frá Ten-
nessee sem hingað var kominn
með ameríska hernum. Með
þeim tókust kærleikar en tím-
arnir voru viðsjárverðir og um
samband þeirra fór eins og seg-
ir í kvæðinu „þeim var ekki
skapað nema skilja“. Pilturinn
ungi var sendur til vígstöðvanna
í Evrópu í maí 1943 og örlögin
höguðu því þannig til að hann
komst ekki aftur til Íslands til
að sækja heitkonu sína. Í des-
ember sama ár ól mamma tví-
burana, syni sína tvo sem hún af
trygglyndi sínu gaf nafn föð-
urins. Nú fóru í hönd erfiðir
tímar hjá mömmu en hún naut
dyggrar aðstoðar foreldra sinna
á Barðaströnd og Sigvalda bróð-
ur síns. Hún fór vestur með
strákana sína nýfædda til for-
eldra sinna á Barðaströnd og
flutti síðan suður með þeim aft-
ur 1946 þegar Hjörtur faðir
hennar þurfti að hverfa frá bú-
skap. Þá kynntist hún Jóni
Hannessyni, miklum mann-
kostamanni sem síðar varð eig-
inmaður hennar. Með honum
átti hún tvíburana Bjarnfríði og
Sigurborgu, en Sigurborg lést
langt fyrir aldur fram af ill-
vígum sjúkdómi. Jón lést árið
2009 og þá hafði mamma unað
samvistum við hann í blíðu og
stríðu í 62 ár.
Mamma var þriðja í röð ell-
efu systkina, níu systra og
tveggja bræðra. Systkinin komu
saman reglulega og mamma
hlakkaði alltaf mikið til sam-
fundanna. Þar var mikið spjall-
að og hlegið, systkinin ferðuðust
saman utanlands og innan og
komu saman um allar verslun-
armannahelgar. Fyrir nokkrum
árum tóku þau sig til og héldu
saman á æskuslóðirnar, fóru
víða um sveitir og yljuðu sér við
ljúfar minningar um æskuna og
uppvöxtinn.
Mömmu var lýst sem glað-
lyndri og glettinni stúlku með
ríka þjónustulund sem öllum
vildi vel. Við minnumst hennar
sem hæglátrar og hógværrar
konu. Hún var fremur hlédræg
en þó alls ekki fáskiptin heldur
full umhyggju og forvitni um
hagi sinna nánustu allt fram í
andlátið. Guð blessi minningu
hennar.
Karl Taylor,
Eðvarð Taylor Jónsson,
Bjarnfríður J. Jónsdóttir.
Ég man fyrst eftir ömmu og
afa á Garðaveginum í Keflavík
og þar var ég oft í heimsókn hjá
þeim, man eftir að hafa fengið
að gista þar einu sinni og þótti
mjög vænt um það. Svo fluttu
þau á Kirkjuveginn og þangað
kom ég stundum með vinkonur
með mér þegar ég var í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja, allir
voru velkomnir. Ég fór ekki til
Keflavíkur öðruvísi en að koma
við hjá ömmu og afa, og seinna
bara ömmu, í leiðinni. Hún tók
alltaf vel á móti mér og þótti
vænt um að fá gesti í heimsókn,
fá fréttir af öllum hvort sem það
voru fjölskyldumeðlimir eða vin-
ir mínir og kunningjar.
Ófáar voru líka ferðirnar í
bústaðinn á Kirkjubæjar-
klaustri, þar kenndi amma mér
að spila rommí og leggja kapal.
Einhvern tímann fór ég líka
með ömmu að hitta systkini
hennar í bústaðnum hjá Sig-
valda og Lillu við Gíslholtsvatn
um verslunarmannahelgi, þá
sátu þau öll saman að hlusta á
brekkusönginn í útvarpinu. Hún
hélt góðu sambandi við systkini
sín og þótti mjög vænt um sím-
tölin frá þeim þegar hún var
komin á hjúkrunarheimili og
ekki í standi til að heimsækja
þau.
Við fórum saman til New-
castle í Englandi eitt haustið,
amma, mamma, Bogga heitin,
ég og Hulda systir. Þar
skemmtum við okkur konung-
lega í búðarápi og er ein ferðin
á kínverskan veitingastað mér
mjög minnisstæð þar sem við
misskildum þjóninn og enduðum
með mörg box af mat heima á
hótelherberginu.
Það voru nokkrar tilviljanir
sem tengdu okkur enn meira,
eins og þegar ég réð mig í sveit
á Haga á Barðaströnd en amma
hafði unnið þar þegar hún var
unglingur, og þegar ég fékk
vinnu með skóla á Hótel Borg,
þá sagði hún mér að hún hefði
unnið þar líka. Þegar hún flutti í
Víðihlíð var ég að vinna þar í
sumarvinnu og gat kíkt til henn-
ar á hverjum degi, ég held að
henni hafi líka þótt gott að hafa
andlit þarna sem hún þekkti.
Ég hef reynt að fara reglu-
lega í heimsókn til hennar og þá
með eitthvert góðgæti með mér,
sérstaklega þegar ég vissi að
það var fiskur í matinn í Víðihlíð
eða eitthvað annað sem hún var
lítt hrifin af. Núna síðustu mán-
uðina hef ég fundið meira og
meira hvað henni þótti vænt um
að fá fólk í heimsókn og ég fékk
alltaf þétt faðmlag frá henni
þegar ég kvaddi hana.
Ef ég ætti að lýsa ömmu
minni þá myndi ég líkja henni
við engjarósina sem ég fann
einu sinni staka í mýri, amma
var einstök og falleg persóna
sem átti engan sinn líka.
Elsku amma, ég kveð þig
með söknuði en veit jafnframt
að það eru góðar sálir sem taka
á móti þér, sálir sem þú hefur
elskað og saknað.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Kær kveðja.
Þín
Eygló.
Fanney
Hjartardóttir
Fleiri minningargreinar
um Fanneyu Hjart-
ardóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Snyrting
Babaria-snyrtivörur loksins á
Íslandi.
Babaria er fjölbreytt vörulína sem er
unnin úr náttúrulegum hráefnum og
hentar þörfum allrar fjölskyldunnar
fyrir alla daglega umhirðu húðar.
Vörurnar fást í netversluninni
www.babaria.is
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Kaupi silfur
Vantar silfur til bæðslu og endur-
vinnslu.
Fannar verðlaunagripir.
Smiðjuvegi 6, rauð gata,
Kópavogi. fannar@fannar.is
s. 551-6488
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bókhald
Þarftu aðstoð við reksturinn ?
Við aðstoðum þig við:
bókhaldið,
launaútreikninga,
virðisaukaskattsuppgjör,
gerð ársreikninga,
skattframtalið,
samskipti við RSK.
Ókeypis kynningartími.
Rekstur og skattskil s.f.
Suðurlandsbraut 16.
Til sölu
TILBOÐ - TILBOÐ -TILBOÐ
Dömuskór úr leðri, stakar stærðir
- Tilboðsverð: 3.500.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Gisting
Sveitasetrin
Kjós og Grímsá
Hópefli - hvatarferðir,
fundir - veislur.
Hentugt fyrir stóra
sem smáa hópa
Nánari upplýsingar
Júlíus
s. 892-9263
www.hreggnasi.is
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Nú geta allir fengið iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BERNHARÐ GUÐNASON
frá Berserkseyri,
Grettisgötu 20A,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn
20. september.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykja-
vík föstudaginn 28. september kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Hrönn Bernharðsdóttir, Gunnar Leví Haraldsson,
Hjörleifur G. Bernharðsson, Hugrún Þorsteinsdóttir,
Ágústa G. Bernharðsdóttir, Hákon A. Sigurbergsson,
Bernharð M. Bernharðsson
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og besti vinur,
ÓLÖF HÓLMFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Fríða Sigurðard.,
Hörgshlíð 8,
lést sunnudaginn 16. september.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 28. september
kl. 13.00.
Þór Gunnarsson, Sigrún Ása Sturludóttir,
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Harpa Másdóttir,
Embla Þórsdóttir, Klaus Wallberg Andreasson,
Sturla Þórsson,
Guðlaug Ýr Þórsdóttir, Magnús Már Guðjónsson,
Askur Wallberg Klausson,
Ísabella Ýr Klausdóttir.
✝
Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu
við andlát og útför eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
GUNNARS HELGASONAR
húsgagnabólstrara,
Lautarsmára 1,
áður Laugateigi 8.
Guðbjörg Þórarinsdóttir,
Helgi Gunnarsson, Linda Ósk Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.