Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 52
Viðtal 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. 09. 2012 vinnuafl í pappírsverksmiðju sem hafði mikil- vægt hlutverk í iðnframleiðslu landsins. Í þriðju búðunum var mikil matvælaframleiðsla á stórum búum sem reist voru á steppunni með vinnuafli fanga. Þessar búðir hurfu ekki allar með Gúlaginu. Fólk gerir sér kannski almennt ekki grein fyrir því að þótt Gúlagið hafi verið lagt niður sem slíkt árið 1960 starfar fanga- búðakerfið á svipaðan hátt og það gerði í Sovétríkjunum þó að fangarnir séu sjaldnast í búðum af pólitískum ástæðum.“ Dánarorsökin húðkröm Vera var ekki handtekin árið 1938 vegna þess að hún væri sjálf ákærð fyrir gagnbyltingar- starfsemi, heldur sökum þess að formlega var hún enn gift, Abram Rozenblum sem dæmdur hafði verið af pólitískum ástæðum sem föður- landssvikari. Því hjónabandi var hins vegar lokið og þau höfðu ekki búið saman frá því áð- ur en hún kynntist Benjamín. „Vera var í hópi kvenna sem voru handteknar á tímabilinu frá í byrjun ágúst 1937 og fram í október 1938. Þeim er lýst í tilskipunum yfirvalda sem fjöl- skyldumeðlimum föðurlandssvikara,“ en í flestum tilfellum var um að ræða konur manna sem höfðu verið sakaðir um undirróðursstarfsemi gegn stjórnvöldum og verið teknir af lífi. Fangelsisvist Veru hefst í Moskvu en þaðan eru þær Erla Sólveig fluttar í Temlag- búðirnar í Mordóvíu. Dóttirin hverfur af fang- elsisskrám móður sinnar þegar Vera er flutt í næstu búðir, Segezhlag í Karelíu, en hún kemst ekki lífs af úr þriðju búðunum, í Kas- akstan. Karlag, eins og búðirnar voru nefndar, voru hreint helvíti í stríðinu. Á árunum 1942 til 1944 er dán- artíðni fanga allt að þriðjungur. Hörg- ulsjúkdómar urðu mörgum að aldurtila, þar á meðal Veru, sem samkvæmt dán- arvottorði dó úr húð- kröm snemma árs 1943. Það má segja að aðalpersónurnar í bókinni séu fimm: Vera, barnið hennar, Halldór Lax- ness, Eymundur Magnússon, sem var ytra í iðnmámi á árunum 1934-1937 og varð náinn vinur Veru, og svo Benjamín Eiríksson. Það er þó Halldór Laxness og frásögn hans af handtöku hennar í Skáldatíma árið 1963 sem verður til þess að Vera verður þjóðfræg á Ís- landi en viðbrögðin við frásögn rithöfundarins urðu þó kannski harðari en Halldór ætlaði, og breyttu ímynd hans. „Tilfellið er að um leið og maður fer að skoða sögu Veru Hertzsch þá er Halldór alltaf nálægur, það er erfitt að losna við hann. Þótt kaflinn um Veru sé aðeins stuttur kafli í minningabók hans, Skáldatíma, þá varpar hann persónulegu ljósi á Halldór sem önnur skrif hans um Sovétríkin gera miklu síður. Ætlun mín er ekki að draga Hall- dór niður í svaðið en ekki heldur hefja hann upp til skýjanna. Staðreyndin er sú að um- fjöllun um hann, til dæmis í ævisögum sem ritaðar hafa verið, þróast alltaf í þá átt að verja málstað hans.“ Erfitt að afgreiða viðhorf Laxness Jón segir að sér þyki tilgangslaust að móral- ísera um Halldór Laxness. „En ef þú spyrð mig hvernig Halldór komi mér fyrir sjónir þá má segja að Halldór fylgi því sem tíska menntamannanna krefst hverju sinni. Tískan er alls staðar, sama hvort við erum að tala um klæðaburð, bíla eða viðhorf. Ég er ekki með þessu að segja að Halldór sé yfirborðs- kenndur maður, alls ekki, en hann er næmur á umhverfi sitt, kannski næmari en flestir Ég held að Halldór stjórnist ef til vill meira af straumum samtímans en umfjöllun um hann gefur iðulega til kynna. En þegar um Sovét- ríkin og Stalín er að ræða örlar vissulega á viðhorfum sem erfiðara er að nálgast nú í dag. Á þessum tíma voru margir menntamenn reiðubúnir til að líta svo á að grimmd og of- beldi væri nauðsynlegur hluti þess að ná árangri í átt að framförum. Þess vegna finnst þeim ekkert tiltökumál þótt fólk sé fangelsað vegna stjórnmálaskoðana sinna eða jafnvel tekið af lífi. Það eru athugasemdir í Gerska ævintýrinu sem Halldór skrifaði sem eru mjög afhjúpandi hvað þetta varðar, og hvað sem líður straumum og stefnum hverju sinni, þá er erfiðara að afgreiða slík viðhorf sem eðlileg sjónarmið tímabilsins.“ Eitt þeirra dæma sem Jón vísar til í bók sinni eru Moskvuréttarhöldin svokölluðu, en það voru opinber réttarhöld, þrenn að tölu, sem haldin voru yfir háttsettum leiðtogum rússneska kommúnistaflokksins. Halldór fylgdist með einum þeirra vorið 1938. „Hall- dór er hugsanlega sannfærður um að þeir sem verið er að sækja til saka hafi unnið með fasistum, ætlað að ræna völdum eða eins og þeir voru sakaðir um en í rauninni finnst hon- um það ekki skipta öllu máli. Það sem skiptir máli er – eins og hann orðar það – barátta höfuðafla. Hann sér Stalín fyrst og fremst sem fulltrúa þeirrar hugmyndafræði sem er að fara með sigur af hólmi. Og það réttlætir næstum allt. Þó að heimurinn sé ekki fullkom- inn í dag frekar en þá má kannski segja að tilfinningin fyrir persónulegri ábyrgð er rík- ari. Það er erfitt að ímynda sér að þekktir rit- höfundar og menntamenn geti yppt öxlum yfir ofbeldi og manndrápum. Þetta sjáum við til dæmis í umræðunni um terrorisma. Að ein- hverju leyti hefur umræða um leyfileg tæki framframa því þroskast.“ En hvað sem Halldóri Laxness líður var markmiðið að skrifa bók um Veru Hertzsch og óblíð örlög hennar í Gúlaginu. „Allir Ís- lendingarnir sem tengdust henni voru vel þekktir innan íslensku sósíalistahreyfingar- innar. En hún var bara ein í hópi milljóna fórnarlamba þessara tíma. Það tengir hana við okkur að dóttir hennar á íslenskan föður og er því eina íslenska fórnarlamb Gúlagsins. Mig langaði því ekki síður að opna þennan veruleika tuttugustu aldarinnar fyrir íslensk- um lesendum.“ Vera Hertzsch árið 1936. * Ég hafði fangabúða-gögn hennar, sem eru50-60 blaðsíður sem lýsa vist hennar í einstökum fangabúðum É g var reyndar erlendis þegar það gerist að afi fær bréfið um að afdrif Veru séu ljós. Þetta virkaði samt þannig á mig að þetta hefði reynst honum ofviða því aðeins nokkrum dögum eftir að hann tekur við bréfinu fær hann heilablóðfall. Hann deyr svo einum átta dög- um síðar. Það síðasta sem hann sagði við mig áður en hann dó var: „Ég er búinn að fá nóg.“ En hann talaði aldrei um Veru, barnið eða lífið úti í Rúss- landi við okkur nema aðeins undir lok ævinnar. Hann sagði frá því kvöldið áður en hann giftist ömmu að hann ætti barn í Rússlandi og svo giftu þau sig en annars var þetta aldrei rætt,“ segir Árný M. Eiríksdóttir íslensku- og líffræðikennari, elsta barnabarn Benjamíns Eiríkssonar. Árný og frændi hennar, Benjamín Árnason tón- listarmaður, muna eftir afa sínum sem atorkusöm- um manni og segja hann hafa verið mikinn afa. „Við minnumst Benjamíns sem frábærs afa og skemmti- legs einstaklings. Hann var barngóður og með sitt síða skegg og hár héldu margir krakkar að hann væri jólasveinn. Hann var léttur á sér og maður hálfhljóp á eftir honum en þau amma, Kristbjörg Einarsdóttir, bjuggu á Bárugötu alveg frá því að þau komu frá Bandaríkjunum,“ segir Árný. Benjamín segist stundum hafa fengið Don Kíkóta- tilfinningu þegar hann hlustaði á afa sinn tala um hvernig tíminn var þegar hann kom sem doktor í hagfræði hingað til lands og varð bankastjóri Fram- kvæmdabankans. „Þetta var þessi tilfinning að hann hefði verið að berjast við vindmyllur þegar hann kom til landsins. Hann kom með svo gríðarlega mikla menntun á þessu sviði inn í svo rosalega fá- frótt samfélag. Landið var nýkomið með sjálfstæði og hafði hálfpartinn enn þær hugmyndir að verslun væri einokunarstarfsemi. Það var einfaldlega ekki til hagfræði á Íslandi.“ Eftir því var tekið í þjóðfélaginu þegar Benjamín Eiríksson hætti sem bankastjóri Framkvæmdabank- ans árið 1965. Benjamín greindist á þeim árum andlega veikur, með geðklofa. „Afi var mjög hepp- inn að veikjast seint á æviskeiðinu, á sextugsaldri, og síðustu árin voru mun betri því sjúkdómurinn eltist af honum. Hins vegar eru líka til þjóðsögur af þessum árum. Sem barn var manni einfaldlega sagt að taka ekki allt bókstaflega sem afi var að tala um þegar hann fór að tala um vitranirnar sem hann fékk. Ég vissi til dæmis ekki að afi væri öðruvísi en aðrir þegar ég var yngri. Og hvað veit maður, kannski fékk hann vitranir,“ segir Benjamín. Árný efast ekki um að það sem gekk á í lífi afa hennar hafi haft áhrif á það að hann veiktist skyndilega. Álagið hafi verið mikið ekki síðst vinnulega og veik- indin gert vart við sig á miklum álagspunkti. „Það er líka eitt sem maður skilur vel en hann passaði alltaf mjög vel upp á ömmu okkar. Hún mátti helst aldrei fara neitt ein og ef hún fór eitt- hvað fór hann með henni. Auðvitað vorum við hins vegar á bandi ömmu og það má ekki gleyma því að í okkar huga var Vera fyrri konan hans. Þannig að kannski var maður síður að hugsa út en vissulega man maður stemninguna í kringum það þegar farið var „út að leita“. Ég man það líka að ég hugsaði sem barn að það gæti verið spennandi að eiga frænku í Rússlandi og kannski myndi mað- ur hitta hana einhvern tíma,“ segir Árný. „Þegar maður eltist skildi maður að þetta var ekki einhver ævintýrasaga sem afi hafði átt,“ bætir Benjamín við. „Það sem afi skilur eftir sig hjá okkur er að hann kenndi okkur að vera sjálfstæð, þora að fara á móti straumnum og standa með sjálfum okkur. Það væri allt í lagi að vera svolítið skrýtinn og það er því alls ekkert áhyggjuefni hjá okkur í dag,“ segir Árný. Afi fékk nóg Árný M. Eiríksdóttir og Benjamín Árnason eru barnabörn Benjamíns Eiríkssonar. Morgunblaðið/Golli BENJAMÍN EIRÍKSSON VAR NÁINN BARNABÖRNUM SÍNUM EN ÁRNÝ M. EIRÍKSDÓTTIR OG BENJAMÍN ÁRNASON ERU ÞEIRRA Á MEÐAL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.