Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 57
* Þá er það víst að bestu blómin gróaí brjóstum sem að geta fundið til.Jónas Hallgrímsson - „Vísur Íslendinga“
Ung kona hittir dularfullan og einstaklega mynd-
arlegan mann sem býr yfir myrku leyndarmáli.
Hann hefur þau áhrif á hana að hún roðnar og
kiknar í hnjánum í návist hans. Hann kynnir
henni Rauða herbergi sársaukans þar sem svip-
ur, handjárn og annað dót kemur mjög við sögu.
Nokkur textabrot gefa góða mynd af því
hvers konar bók er um að ræða og í hvaða stíl
hún er skrifuð:
- „Hjartað er næstum að kæfa mig –
vegna þess að það er í hálsinum á mér
að reyna að flýja út um munninn.“
- „Maginn í mér steypist í kollhnís – hann þráir mig … á undarlegan
hátt, það er satt en þessi fallegi, einkennilegi, kinký maður þráir mig.“
- „Ég sundrast við orð hans, spring utan um hann þegar ég næ há-
punktinum og splundrast í milljón mola undir honum.“
Ástæða er til að taka fram að bókin er 488 síður og tvær framhaldsbækur í sama dúr
eru væntanlegar í íslenskri þýðingu innan nokkurra mánaða.
Enginn les þessar bækur vegna bókmenntagildis þeirra. Hinar gríðarlegu vinsældir sanna
hins vegar að konur vilja lesa klám.
Hvað gerist í
rauða herberginu?
Hinn heimsfrægi franski rit-
höfundur Michel Houelle-
becq er væntanlegur hingað
til lands. Nýjasta bók hans,
Kortið og landið, kemur
út í kringum næstu mánaða-
mót en sú bók hefur fengið
gríðarlega góða dóma þar
sem hún hefur komið út.
Houellebecq hefur lengi langað til að heimsækja Ís-
land en hann á fjölmarga aðdáendur hér á landi,
eins og svo víða annars staðar. Skáldsögur hans
Öreindirnar og Áform hafa komið út í íslenskri
þýðingu Friðriks Rafnssonar, sem þýðir einnig
Kortið og landið.
Á sínum tíma var búið að skipuleggja heimsókn
Houellebecqs til landsins en þá fór Eyjafjallajökull
að gjósa og rithöfundurinn komst ekki. Vonandi
gengur allt upp núna.
Michel Houellebecq
MICHEL HOUELLE-
BECQ KEMUR
TIL ÍSLANDS
Í lok mánaðar kemur út bókin
Room eftir Emmu Donoghue.
Íslenski titillinn er Herbergi.
Bókin hefur vakið gífurlega at-
hygli erlendis og þykir óhugn-
anleg en einnig falleg. Þar er
fjallað um mæðgin sem haldið
er nauðugum í herbergi. Móð-
urinni var rænt af kvalara sínum sem nauðgar henni
á hverju kvöldi og sonurinn, sem er afkvæmi þeirra,
þekkir ekkert annað en þessa tilveru. Móðirin reynir
að gera heim hans fallegan með því að eiga hvers-
dagslíf í herberginu.
Emma
Donoghue
ÓHUGNANLEGT
HERBERGI
Hungurleikarnir, Eldar
kvikna og Hermiskaði, allar
þrjár bækurnar í þríleiknum um
Hungurleikana, eru á metsölu-
lista Eymundsson. Hermi-
skaði situr í toppsætinu á list-
anum, Eldar kvikna og
Hungurleikarnir eru á met-
sölulista barnabóka. Þetta rímar við það sem hefur
verið í gangi erlendis. Bækurnar þrjár hafa setið í
toppsætum allra lista og hreiðrað um sig þar svo
vikum skiptir.
Nú er þessum vel heppnaða þríleik lokið en
höfundurinn Suzanne Collins hefur afrekað það
sem allir barna- og unglingahöfundar hljóta að þrá,
sem er að fá ungmenni til að sökkva sér ofan í
bækur. Það skemmir svo ekki fyrir sölunni að bæk-
urnar hafa verið kvikmyndaðar með miklum ágæt-
um og ungmenni hafa streymt í bíó til að horfa á
kvenhetjuna Katniss.
ÞRÍLEIKUR Á
METSÖLULISTUM
Suzanne Collins
Rigning í nóvember eftir Auði
Övu Ólafsdóttur er sautjánda
best selda bókin í Frakklandi
þessa vikuna. Bókin hefur slegið í
gegn í Frakklandi og verið til-
nefnd til nokkurra verðlauna og
nú síðast var hún tilnefnd til
Femina-verðlaunanna, sem eru
ein virtustu bókmenntaverðlaun
þar í landi.
Rigning í nóvember er rétt óútkomin á Spáni og
rétturinn hefur verið seldur til Þýskalands og Ítalíu.
Ný skáldsaga eftir Auði Övu kemur út hjá Bjarti í
haust og hefur fengið titilinn Undantekningin.
Undirtitill bókarinnar er de arte poetica, af skáld-
skaparfræðum, en í kjallaranum hjá söguhetjunni býr
dvergurinn, rithöfundurinn og hjónabandsráðgjafinn
Perla, sem þreytist ekki á að velta fyrir sér lífinu og
listinni.
FRAKKAR HRIFNIR
AF AUÐI ÖVU OG
NÝ BÓK Á LEIÐINNI
Auður Ava
Ólafsdóttir
Hermiskaði er lokabindið og
myrkasta verkið í þríleiknum um
Hungurleikana þar sem ung-
mennin Katniss, Peeta og Gale
eru í aðalhlutverkum. Persónur
hafa meira og minna skaðast af
blóðsúthellingum og átökum, því
stríð kosta ekki einungis mannslíf
heldur gjörbreyta einnig þeim
sem eftir lifa. Hermiskaði er
mögnuð stríðsádeila fyrir unglinga – með fallegum endi.
Höfundurinn kann sannarlega þá list að skapa samúð með
persónum, spennan er gríðarleg og lokakaflarnir eru
áhrifamiklir. Ungmenni verða ekki svikin af þessari bók.
Magnað lokabindi
Átakamikið
kynlíf og
unglingar í stríði
BÆKURNAR SEM HEILLA UMHEIMINN
TVÆR BÆKUR SEM NÝKOMNAR ERU ÚT Í ÍS-
LENSKRI ÞÝÐINGU HAFA FARIÐ SIGURFÖR UM
HEIMINN OG SELJAST Í MEIRA MAGNI EN AÐRAR
BÆKUR. ÞETTA ERU FIMMTÍU GRÁIR SKUGGAR EFT-
IR EL JAMES OG HERMISKAÐI EFTIR SUZANNE
COLLINS, EN BÁÐAR ERU HLUTI AF ÞRÍLEIK.
KLASSÍK Saga Elenu Ponia-
towsku um hina þrjósku og hug-
rökku Jesúsu má með sanni kall-
ast meistaraverk. Sumar bækur
eru þannig að maður les þær og
mælir síðan með þeim við alla
sem maður hittir. Þetta er þannig
bók.
Aðalpersónan Jesúsa er bæði
ómótstæðileg og ógleymanleg. Þrautseigja hennar í
erfiðri lífsbaráttu hlýtur að hafa sterk áhrif á þá sem
lesa.
Lesið þessa bók. Þið munuð ekki sjá eftir því!
Ógleymanleg Jesúsa
BÓKSALA
Listinn er byggður á upplýsingum frá Pennanum-Eymundssyni.
1 Hermiskaði - kiljaSuzanne Collins
2 Létta leiðinÁsgeir Ólafsson
3 Fimmtíu gráir skuggar - kiljaE.L. James
4 Leyndarmál englannaMärtha Louise prinsessa / Elisabeth
Nordeng
5 Flöskuskeyti frá PJussi Adler Olsen
6 Múffur - í hvert málNanna Rögnvaldardóttir
7 23 atriði um kapítalismaHa-Joon Chang
8 Iceland Small World - small ed.Sigurgeir Sigurjónsson
9 Jesúsa - kiljaElena Poniatowska
10 Hermiskaði - innbundinSuzanne Collins
Kiljur
1 Fimmtíu gráir skuggarE.L. James
2 Flöskuskeyti frá PJussi Adler Olsen
3 Hin ótrúlega pílagrímsgangaRachel Joyce
4 FantasíurHildur Sverrisdóttir ritst.
5 Kona tígursinsTéa Obreht
6 VögguvísaElías Mar
7 NæturóskinAnne B. Ragde
8 Sér grefur gröfYrsa Sigurðardóttir
9 DjöflastjarnanJo Nesboø
10 Reglur hússinsJody Picoult
12.-18. september
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Tíminn læknar öll sár
23. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57