Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 2
Í fókus
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. 09. 2012
Mannlífið hverfist um sauðkindina þessa dagana. Það er líf og fjör í réttum um allt land og einn af þeim hamingjuríku blettum tilverunnar var í landrétti í Áfangagili á fimmtu-
dag. „Þetta gekk fínt,“ segir Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu. Hann er fjallkóngur og var raunar fylgt eftir í sumar af þýskri sjónvarpsstöð, sem vinnur að heimildarmynd um
þessa íslensku hefð. „Við fengum gott veður og það er nú það sem ræður úrslitum í þessu.“ Það var mikið af fólki og segir Kristinn gleðilegt að því fari fjölgandi eins og fénu.
„Heimtur eru góðar og það kemur eitthað af fé af afréttunum í kring. Við erum í smölun í í Rangárvallaafrétti, en okkur finnst ólíklegt að það sé nokkuð fé eftir.“ pebl@mbl.is
AUGNABLIKIÐ
Morgunblaðið/RAX
ALLT FYRIR SAUÐKINDINA
FÓLKI OG FÉ FJÖLGAR Í RÉTTUM. GÓÐAR HEIMTUR OG VEÐURBLÍÐA Í ÁFANGAGILI.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Þetta er ekkert flókið – þetta er bara erfitt, sagðivinkona mín um daginn. Þótt þessi orð hafi ekkiátt við um blaðaútgáfu þá eiga þau ágætlega við.
Að gefa út helgarblað sem fólk vill lesa er að mörgu leyti
hörkuvinna, það er á vissan hátt erfitt. En í raun ekki
svo flókið. Það er gömul saga og ný að fólk vill lesa, sjá
og heyra sögur af öðru fólki. Við erum forvitin um ann-
arra hagi og við viljum heyra góðar sögur. Þær geta ver-
ið tregafullar eins og frásögnin af leit Benjamíns H.J.
Eiríkssonar að Veru Hertzsch. Þær geta fyllt okkur trú
á hið góða eins og viðtalið við móðurina í Kópavogi sem
horfir fram á veginn þrátt fyrir að tveir synir séu
greindir með ólæknandi sjúkdóm. Við viljum vita hvert
af öðru og okkur er ekki sama hvað verður um náung-
ann. Svo er líka allt í lagi að hlæja og hafa gaman af líf-
inu eins og forsíðufyrirsætan Gussi minnir okkur á.
Myndir skipta máli og við stöndumst ekki mátið að
rifja annað veifið upp gamlar myndir, eins og ný
myndagáta ber vott um. Þrjár kynslóðir leikara hafa
túlkað sömu karaktera í verkinu Á sama tíma að ári og
við birtum myndir af þeim öllum.
Það er ekkert flókið við það að segja góðar sögur,
þótt það geti verið vandasamt. Þær geta komið úr
heimi tískunnar, verið heilsutengdar eða ferðasögur.
Við sem höfum lagt nótt við dag við að koma út nýju
og endurbættu Sunnudagsblaði Morgunblaðsins velt-
um okkur upp úr öllum hliðum daglegs lífs og leitumst
við að varpa sögum af því fram á síðum blaðsins. Les-
endur verða svo að meta hvernig til tekst.
Eyrún Magnúsdóttir
RABBIÐ
Sögur af fólki fyrir fólk
Laugardagur kl. 12-17, Hausthúll-
umhæ Samtakanna ’78, í húsnæði
samtakanna á Laugavegi 3. Þar
verður meðal annars flóamarkaður,
listamenn að selja verk sín, kaffi og
vöfflur til sölu. Fjölskylduhjálp Ís-
lands verður með glæsilegan vintage
kjólamarkað og allt söluandvirði
rennur óskipt til Fjölskylduhjálp-
arinnar. Bókasafn ’78 verður með
sektar- og samviskubitslausan dag. Í
tilkynningunni segir: ef þú liggur á
bókum, dvd eða öðru efni frá-
bókasafninu okkar geturðu komið og
laumað því í „nafnlausa“ kassann og
sloppið við sektir og samviskubit.
VIÐBURÐIR
HELGARINNAR
Hausthúllumhæ
Laugardagur kl. 22 á Café Rosen-
berg. „Komum heiminum í lag“ að-
gangseyrir er 1000 krónur. Fram
koma m.a. Jón Jónsson, Friðrik Dór
og Védís Hervör. Með tónleikunum
er sleginn lokatónninn í átakinu
„Þróunarsamvinna ber ávöxt“ sem
staðið hefur frá því á mánudag. Að
átakinu standa m.a. ABC barna-
hjálp, Afríka 20:20, Barnaheill –
Save the Children á Íslandi, Barna-
hjálp Sameinuðu þjóðanna – UNI-
CEF á Íslandi, Félag Sameinuðu
þjóðanna á Íslandi, Hjálparstarf
kirkjunnar.
Tónleikar
Laugardagur kl. 13–18 „Evrópa
fórnarlambanna: Kommúnisminn í
sögulegu ljósi“ Alþjóðlega ráðstefna
í Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands,
Öskju, stofu 132. Aðalræðumaður
verður franski sagnfræðiprófess-
orinn Stéphane Courtois, ritstjóri
Svartbókar kommúnismans, sem
kom út hjá Háskólaútgáfunni 2009.
Þrír erlendir fyrirlesarar tala á ráð-
stefnunni. Aðgangur ókeypis og öll-
um heimill.
Kommúnismi