Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaÓþarfi er að fylla hólfið í þvottavélinni, ein matskeið af þvottaefni dugar
Kostnaður við meðal stóra
pitsu með tveimur áleggjum
3
Pitsa sótt með
tveimur áleggjum
2
Tilbúið deig
keypt út í búð
1
Deigið búið til
af fyrstu hendi
1.790 kr.
930 kr. 2)
760 kr.1)
1) Deig = 130 kr.
2) Deig = 300 kr.
Álegg
Ostur
200 kr.
Sósa
80 kr.
Skinka
200 kr.
Sveppir
150 kr.
Í þessari óformlegu könnun var
reiknað meðalverð á vörutegund-
unum eftir verðkönnun í nokkrum
matvöruverslunum. Þá er ekki
reiknað með orkunotkun sem fer í
að hita ofninn til að baka pitsuna.
Fáum kemur það eflaust á óvart
að ódýrast er að baka sjálfur pitsu-
deigið. Kostir þess eru ótvíræðir,
hægt er að stjórna hvað fer í deigið,
t.d. hvort pitsan á að vera heilsu-
samleg með grófara mjöli, krydda
það með óriganó eða stilla saltinu í
hóf.
Verðið á pitsunni sem er pöntuð
miðast við að hún sé sótt.
Ódýrast
að búa til
heima
BAKSTUR BORGAR SIG
É
g er ekki að gera neitt nýtt í
sjálfu sér annað en að skipu-
leggja mig örlítið betur og
hugsa út í hvern einasta hlut
sem keyptur er í búðinni. Við hjónin
vorum að fara yfir heimilisbókhaldið um
daginn og sáum að allt of mikill pen-
ingur fór út í búð. Þetta voru um 120-
150 þúsund yfir dýrustu mánuðina í
sumar. Þá var ekkert spáð í hvað keypt
var og náð í það sem maður hélt að
vantaði. Þetta var frekar hár reikningur
og okkur langaði að finna út hvað við
raunverulega þyrftum. Þá ákváðum við
að skammta okkur peninga.
Á hverjum sunnudegi tek ég út 20
þúsund krónur sem fara í sér matarpen-
ingabuddu. Fyrir peninginn er keypt
allt sem fæst í matvörubúð frá bleium
til grænmetis. Ég er svo einföld að ég
þarf að hafa peninginn áþreifanlegan.
Við erum búin að gera þetta á fimmtu
viku og það gengur mjög vel. Það er
meira að segja stundum afgangur ef
vikurnar leggjast á þann hátt. Ég fer í
búð einu sinni til tvisvar í viku og skipu-
legg þrjá til fjóra daga í einu. Ég kaupi
allt eftir listanum og vík ekki frá hon-
um. Ég er alls ekki týpan sem er þekkt
fyrir mikla sjálfstjórn, fyrst ég get þetta
þá geta þetta allir. Ég er alls ekki
skipulögð í eðli mínu en mér finnst
óþarfi að gefa peningana mína,“ segir
hún hlæjandi.
Anna lumar á nokkrum ráðum hvern-
ig eigi að haga innkaupum í búðinni.
„Ég kaupi ekkert í búðinni af þeirri
ástæðu að það lítur vel út, t.d. eins og
haustgrænmetið sem er rosalega flott
núna. Ef ég sé ekki fram á að nota það
þá kaupi ég það ekki. Ég kaupi bara ost
á tilboði og kjöt. Við keyptum nauta-
skrokk, Beint frá býli, sem nýtist vel því
kílóverðið er lægra. Í skápunum er til
fullt af hlutum sem eru ekki notaðir ein-
hverra hluta vegna. Þá er gott að skipu-
leggja innkaupin í kringum þá, áður en
þeir renna út. Eins og ég gerði fyrir
barnaafmæli sem ég hélt um daginn.“
Yngri sonur Önnu er átta mánaða og
býr hún til mat fyrir hann og frystir í
smærri skömmtum.
„Ég baka oft og ef ég ætla að spara
verulega þá baka ég allt brauð sjálf. Ég
hef það fyrir reglu að kaupa ekki tilbúin
pitsudeig því þau eru alveg fáránlega
dýr miðað við hvað kostar að búa deigið
til sjálfur.“
SKIPULÖGÐ INNKAUP SKILA SÉR Í BUDDUNA
„Fyrst ég get
þetta þá geta
það allir“
ANNA ARNARSDÓTTIR REKUR FJÖGURRA MANNA HEIMILI OG HEFUR
NÁÐ AÐ SPARA 40 TIL 70 ÞÚSUND KRÓNUR Á MÁNUÐI EFTIR AÐ
HÚN FÓR AÐ SKAMMTA SÉR VIKULEGA 20 ÞÚSUND TIL INNKAUPA.
Anna segist ekki kaupa mat nema vera örugg um að hann verði notaður, hún vill ekki henda mat.
Yngri sonurinn, Bjarni Dagur, er 8 mánaða og sá eldri, Arnar Darri, er nýorðinn 4 ára.
Morgunblaðið/Golli
UPPÞVOTTAEFNI Ein teskeið af þvottaefni er alveg nóg í eina uppþvottavél af
leirtaui. Gott er að nota 1⁄3 af þvottatöflu. Ef of mikið af uppþvottaefni er notað
safnast leifarnar fyrir í dælum og fóðringum og geta skemmt vélina.
ÞVOTTAEFNI Ein matskeið af þvottaefni dugar fyrir
eina þvottavél af taui. Takið út mæliskeiðarnar sem
fylgja með þvottaefninu og notið matskeið.
ÞVOTTUR Gott er að setja reglulega á suðu-
prógramm (90°) til að koma í veg fyrir að
sveppur myndist sem er algengur í jafnt nýjum
sem gömlum þvottavélum. Stillið vindingunni
á vélinni í hóf, of mikil vinding ásamt notkun á
þurrkara skemmir oft og tíðum fatnaðinn.
MATSELD Búið til matseðil fyrir vikuna.
Þar með nýtist betur matvaran sem
keypt er og minni hætta á að eitthvað
gleymist og jafnvel skemmist. Með góðu
skipulagi er hægt að fara í búðina einu
sinni eða tvisvar í viku. Fleiri ferðir kalla oft-
ast á meiri óþarfa innkaup.
SPARNAÐARRÁÐ HEIMILANNA