Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 4
Það ríkir mikil spenna og eft- irvænting meðal sjálfstæðismanna fyrir prófkjöri flokksins, sem nær öruggt má telja að verði upp á teningnum í flestum kjördæmum landsins. Ef marka má skoðanakannanir hefur flokkurinn bætt við sig miklu fylgi frá síðustu kosningum. Það bendir til þess að þingmönn- um flokksins muni fjölga verulega, auk þess sem nokkrir þingmenn hafa ákveðið að hætta þátttöku í stjórnmálum. Allt spilar þetta eflaust inn í hversu margir eru að velta fyrir sér framboði. Og víst er listinn á þessari síðu ekki tæmandi. Aðrir stjórnmálaflokkar standa líka frammi fyrir vali á framboðs- lista þessa dagana, en skoðana- kannanir bera með sér að þar verði þrengra um manninn. arstjóri, og Erla Ósk Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri og varaþingmaður, gefa ekki kost á sér. Norðvesturkjördæmi Mestur stuðningur virðist við að tvöfalt kjördæmisráð velji listann, þó að heyra megi á sumum viðmæl- endum að þeir vilji prófkjör. Það ræðst á kjördæmaráðsþingi í Borg- arnesi 13. október. Þingmaðurinn Einar Kr. Guð- finnsson og Eyrún Ingibjörg Sig- þórsdótttir, varaþingmaður og odd- viti sjálfstæðismanna á Tálknafirði, gefa kost á sér, en Ásbjörn Ótt- arsson hættir þingstörfum. Bergþór Ólason fjármálstjóri gef- ur kost á sér hvor leiðin sem verður farin og Ólafur Adolfsson lyfjafræð- ingur fer ekki í grafgötur með áhuga sinn. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, segir frekar ólíklegt að hann gefi kost á sér. „Ég ætla að bíða eftir kjördæmisþinginu með að kveða upp úr með hvað ég geri,“ segir Birna Lár- usdóttir, fyrrv. bæjar- fulltrúi á Ísa- firði. Þá hyggjast Kristinn Jón- asson, bæj- arstjóri í Snæ- Reykjavík Nær öruggt má telja að haldið verði prófkjör í Reykjavík, en fulltrúa- ráðið kemur saman um mánaða- mótin og ákveður fyrirkomulagið á því. Ólöf Nordal, varaformaður flokks- ins, gefur ekki kost á sér. Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks- ins, hefur gefið út að hann stefni á fyrsta sæti og samkvæmt heim- ildum stefnir Guðlaugur Þór Þórð- arson á forystusæti. Pétur H. Blön- dal segist ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann fari fram. Hanna Birna Kristjánsdóttir, odd- viti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti. Það kann að vera að fleiri úr borgarstjórn skipti um vett- vang, því borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir velta einnig framboði fyrir sér. Brynjar Níelsson hæstaréttar- lögmaður veltir alvarlega fyrir sér framboði og einnig Jakob F. Ás- geirsson, rithöfundur, bókaútgefandi og ritstjóri Þjóðmála. Þá eru að hugsa sér til hreyfings Sigríður Andersen, lögmaður og varaþing- maður, Teitur Björn Einarsson hér- aðsdómslögmaður, Hildur Sverr- isdóttir, lögfræðingur og vara- borgarfulltrúi, og Fanney Birna Jónsdóttir lögfræðingur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borg- fellsbæ, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Patreksfirði, ekki gefa kost á sér. Norðausturkjördæmi Kjördæmaráðsþing verður haldið um miðjan október og líklegt er að lagt verði til að halda prófkjör. Samkvæmt heimildum stefnir Krist- ján Þór Júlíusson á efsta sætið, en hann tilkynnir það ekki fyrr en á kjördæmaþingi. Tryggvi Þór Her- bertsson gefur út ákvörðun sína eft- ir kjördæmaráðsþingið, en á kjör- dæmaráðsþingi í vor hélt hann ræðu þar sem hann sagðist ekki gefa kost á sér nema haldið yrði prófkjör. Arnbjörg Sveinsdóttir, fyrrver- andi þingmaður, íhugar framboð og eins Jens Garðar Helgason, fram- kvæmdastjóri og oddviti sjálfstæð- ismanna í Fjarðabyggð. Bergur Þorri Benjamínsson viðskiptafræð- ingur hyggst gefa kost á sér í eitt af fimm efstu sætunum og María Mar- inósdóttir, sölu- og markaðsfulltrúi N4, bíður kjördæmisþings með ákvörðun sína. Þá hefur verið nefnd Elín Káradóttir frá Egilsstöðum, sem á sæti í miðstjórn og stundar nám í stjórnmálafræði við HÍ. Suðurkjördæmi Ekki er búið að ákveða fund í kjör- dæmisráði sjálfstæðismanna í Suð- urkjördæmi. Ragnheiður Elín Árnadóttir gefur áfram kost á sér í fyrsta sæti. Unnur Brá Konráðsdóttir stefnir á annað sæti og Árni Johnsen stefnir sam- kvæmt heimildum á forystusæti. Séra Halldór Gunnarsson í Holti ætlar að gefa kost á sér. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Árborg, veltir fyrir sér framboði. Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þing- maður, útilokar ekkert og Geir Jón Þórisson bíður með sína ákvörðun. Vilhjálmur Árnason, lögreglumaður og laganemi frá Grindavík, ætlar fram. Aldís Hafsteinsdóttir, bæj- arstjóri í Hveragerði, segist hins- vegar ánægð í sínu starfi og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum fer hvergi. Suðvesturkjördæmi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér í efsta sæti og aðrir þingmenn kjördæmisins verða áfram í kjöri. Elín Hirst, fjölmiðla- og sagn- fræðingur, hefur tilkynnt að hún sækist eftir þriðja sæti. Kjartan Örn Sigurðsson bæjarfulltrúi fer fram. Óli Björn Kárason varaþingmaður veltir framboði fyrir sér. Einnig Gunnar Birgisson, verkfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri, og Friðjón R. Friðjónsson almannatengill. Hild- ur Dungal lögfræðingur gefur ekki kost á sér. FLEIRI ÞINGMENN? Spilin stokkuð fyrir prófkjör sjálfstæðismanna ÞAÐ STEFNIR Í PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA Í FLESTUM KJÖRDÆMUM OG ÞEGAR ER LJÓST AÐ MIKIÐ VERÐUR UM NÝ ANDLIT Í FRAMBOÐI. ENDA BENDA SKOÐANAKANNANIR TIL AÐ FLOKKURINN BÆTI VIÐ SIG ÞINGMÖNNUM. EN HVERJIR SKYLDU HALDA ÁFRAM OG HVERJIR BÆTAST Í HÓPINN? Ný andlit í prófkjöri? Hér listi yfir þá einstaklinga sem ýmist hafaákveðið að gefa kost á sér í prófkjörum sjálfstæðismanna eða eru að velta því fyrir sér. Reykjavík Áslaug Friðriksdóttir Brynjar Níelsson Fanney Birna Jónsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir Hildur Sverrisdóttir Jakob F. Ásgeirsson Kjartan Magnússon Sigríður Andersen Teitur Björn Einarsson Bergþór Ólason Birna Lárusdóttir Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Halldór Halldórsson Ólafur Adolfsson Eyþór Arnalds Geir Jón Þórisson Séra Halldór Gunnarsson í Holti Kjartan Ólafsson Vilhjálmur Árnason Arnbjörg Sveinsdóttir Bergur Þorri Benjamínsson Elín Káradóttir Jens Garðar Helgason María Marinósdóttir Elín Hirst Friðjón R. Friðjónsson Gunnar Birgisson Óli Björn Kárason Kjartan Örn Sigurðsson Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi „Þetta er starf sem hefur marga kosti, en svo hefur það líka sínar slæmu hliðar.“ Pétur H. Blöndal Þjóðmál PÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. 09. 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.