Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Page 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Page 64
SUNNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2012 Hugsanlegt er að hin sannkallaða jólastemning miðborgar Reykjavíkur verði á eilítið stærra svæði en verið hefur í desember. Verið er að skoða hvort hægt sé að útbúa svo- kallaða „jólahöfn“ á hafnarsvæðinu en sá blettur hefur notið mikilla vinsælda síðustu misseri meðal borgarbúa. Jólahöfnin yrði skreytt með fallegri lýsingu, jólabjöllum og jólavættum og fleiru í þeim anda. Ákveðið hefur verið að funda tímanlega um þessa hugmynd enda er ljóst að rekstraraðilar á svæðinu munu þurfa að taka þátt í skreytingum og öðru sem snýr að því að fanga rétta and- ann. Morgunblaðið/Ómar MIÐBORG REYKJAVÍKUR Möguleiki á jólahöfn Hafnarsvæðið í Reykjavík hefur notið mikilla vin- sælda og jólahöfn fyrirbæri sem gæti því hitt í mark. Jólastemningin í miðborginni er ein- stök í desember. Þátturinn Rokk og rúllur heldur nú áfram göngu sinni í umsjón Ásgeirs Hjartarsonar hárgreiðslu- meistara og fyrsti þátturinn birtist á Mbl sjónvarpi í kvöld. „Þegar ég var með Rokk og rúllur í fyrra var hann meira tískutengdur. Nú er einblínt á ein- hvers konar „hamskipti“ þar sem Ásgeir tekur að sér sex einstaklinga af öllum stærðum og gerð- um, meðal annars tvo karlmenn í þættinum. Meginhugmyndin er að breyta útliti sex ein- staklinga án þess að þeir missi sinn persónu- lega stíl. Meðal þeirra sem bregður fyrir í þætt- inum eru stórstjörnur á borð við forsetafrú Íslands, Dorrit Moussaieff. Áhorfendur ættu að geta nýtt sér ýmis brögð og ráðleggingar sem fram koma í þættinum varðandi hár og förðun. FYRSTI ÞÁTTURINN AF ROKK OG RÚLLUM BIRTIST Á MBL SJÓNVARPI Í SUNNUDAGSKVÖLD. Tuya er ung og þraut- seig kona í Innri- Mongólíu. Maðurinn hennar, Bater, er fóta- laus eftir slys. Tuya þarf því að vinna fyrir fjölskyldunni og þrælar sér svo út að stefnir í óefni. Hún skilur þess vegna við Bater og fer að finna sér annan mann sem getur séð fyrir þeim og börnum þeirra. Kínversk ver ðlauna- mynd frá 2006 sem sýnd er á RÚV í sunnudagskvöld kl. 21.35. Erkifjendurnir Liverpool og Manchester United há harða baráttu á Anfield Road. Stöð 2 Sport á sunnudaginn kl. 12.00. STÓRLIÐ BERJAST Spaugstofan er mætt á skjáinn. Þeir félagar Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson og Sigurður Sigurjónsson munu skemmta áhorfendum á Stöð tvö á laugardaginn kl. 20.15. SPAUGSTOFAN Á NÝ NÝIR ÞÆTTIR Í MBL SJÓNVARPI Hamskipti sex ólíkra einstaklinga Dorrit Moussaieff bregður fyrir í einum þætti. FYRSTI ÞÁTTURINN Í NÝRRI SERÍU AF ROKKI OG RÚLLUM VERÐUR SÝNDUR Á MBL SJÓNVARPI SUNNUDAGSKVÖLD. UMSJÓNARMAÐUR ER ÁSGEIR HJARTARSON. KÍNVERSK VERÐLAUNAMYND Leyfðu þér að gráta með Leigunni Þín ánægja er okkar markmið Fjöldi mynda á aðeins 400 kr. í Leigunni í Vodafone Sjónvarpi. Skannaðu QR kóðann og ekki gleyma vasaklútnum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.