Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Page 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Page 53
Menning 23. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Á sama tíma, með tári G uðjón Davíð Karlsson,sem aldrei er kallaðurannað en Gói, er íöruggum höndum hárgreiðsludömu í förðunarherbergi Borgarleikhússins þegar mig ber að garði. Svei mér ef kappinn er ekki í litun. „Það þarf að ná sumrinu úr mér,“ segir hann með glott á vörum. Þið vitið, þetta kersknislega sem þjóðin er farin að þekkja svo vel. Nína Dögg Filippusdóttir er líka þarna á sveimi eins og fiðrildi en hún þarf að sinna öðrum miðlum. Ég á samtalið við hana inni síðar. „Þetta er æðislegt leikrit og því- líkur heiður að fá að takast á við þetta hlutverk,“ segir Gói afslapp- aður, þegar við höfum komið okkur fyrir í leðrinu í anddyri leikhússins. Um er að ræða gamanleikinn Á sama tíma að ári eftir Bernard Slade sem færður hefur verið upp í tvígang hérlendis áður. Árið 1978 fóru Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir með hlutverk George og Dorisar í Þjóðleikhúsinu og átján árum síðar Sigurður Sigur- jónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir hjá Leikfélagi Íslands í Iðnó. Nú er röðin komin að Góa og Nínu Dögg. „Ég er enginn Bessi og heldur enginn Siggi,“ tekur Gói strax fram enda stendur ekki til að stæla þessa ástsælu gamanleikara heldur gera hlutverkið að sínu. Svo skemmtilega vill til að Sigurður leikstýrir verkinu nú ásamt Bjarna Hauki Þórssyni. Gói sá sýninguna 1996 og raunar gott betur. „Þegar Siggi og Tinna léku í framhaldssýningunni, Á sama tíma síðar, í Loftkastalanum árið 2000 var ég hvíslari. Ég bjó því að því að hafa kynnst persónum verks- ins – í framtíðinni.“ Hann hlær. George og Doris hittast fyrir til- viljun á hóteli í Bandaríkjunum árið 1951 og eyða nótt saman. Þau eru bæði gift en standast ekki mátið og hittast upp frá því árlega og verja saman einni nótt. Í bakgrunni verksins er umrót sögunnar; kven- frelsisbaráttan, hippisminn, Víet- namstríðið og hvaðeina. Með tím- anum breytast gildin og uppgjörið verður ekki umflúið. „Þetta var óvenju viðburðaríkt tímabil í sögunni og frábært að rifja þetta upp til hliðar við sögu þessa fólks. Því fer þó fjarri að menn þurfi að vera með háskólapróf í sagnfræði til að njóta sýningarinnar enda snýst þetta meira um tíðaranda en ein- staka viðburði,“ segir Gói. Sýningin verður trú tímanum í búningum og umgjörð en ekki stendur þó til að láta Góa og Nínu reykja út í eitt á sviðinu. „Nei,“ seg- ir Gói hlæjandi, „við hlífum okkur og áhorfendum við því.“ Að hans dómi liggur styrkur verksins í persónunum. „Þetta er al- vörufólk með alvörutilfinningar sem áhorfendur finna til með. Þess vegna er verkið sett upp aftur og aftur. Fólk heldur með persónunum enda þótt þær séu að halda framhjá. En um leið heldur fólk með hjónaböndum þeirra. Það eru margslungnar tilfinningar sem bær- ast í brjósti. Takmarkið er að áhorf- endur fái tár í augun – bæði af gleði og sorg.“ Sjaldgæft er að tveir leikstjórar stýri sýningu í íslensku leikhúsi en Gói segir samstarfið hafa gengið hnökralaust fyrir sig. Betur sjá líka augu en auga. Hann segir einnig frábært að vinna með Nínu, hún sé fagmaður fram í fingurgóma. Sem frægt er fóru Bessi og Margrét að vera sam- an í framhaldi af sýningunni 1978. Skyldi vera hætta á slíku nú? „Tja, annaðhvort giftum við Nína okkur eða hún verður þjóðleikhús- stjóri. Ég reikna frekar með hinu síðarnefnda enda erum við bæði ákaflega vel gift. Ég myndi styðja Nínu með ráðum og dáð í því ágæta starfi!“ Þar með slítur hárgreiðsludaman samtalinu: „Ætlarðu að láta hárið á þér brenna, drengur!“ Guðjón Davíð Karlsson, Gói, og Nína Dögg Filippusdóttir munu deila sæng í Borgarleikhúsinu næstu vikur og jafnvel mánuði. Gói segir verkið, Á sama tíma að ári, eldast ákaflega vel. Morgunblaðið/Golli FRUMSÝNING Í BORGARLEIKHÚSINU GAMANLEIKURINN ÁSTSÆLI Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI EFTIR BERNARD SLADE VERÐUR FRUMSÝNDUR Á STÓRA SVIÐI BORGARLEIKHÚSSINS Á FÖSTUDAGINN KEMUR. AÐ ÞESSU SINNI ERU HLUTVERKIN TVÖ Í HÖNDUM GUÐJÓNS DAVÍÐS KARLSSONAR OG NÍNU DAGGAR FILIPPUSDÓTTUR. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir, George og Doris 1996. Morgunblaðið/Kristinn Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir í Þjóðleikhúsinu árið 1978. Úr einkasafni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.