Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 12
Svipmynd 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. 09. 2012 L eikkonan Hera Hilm- arsdóttir var 22 ára gömul og ekki út- skrifuð úr breska leik- listarskólanum London Academy of Music and Dramatic Arts þegar henni bauðst hlutverk í sjónvarpsþáttunum World Without End, sem byggðir eru á bók eftir Ken Follett, en þeir eru sýndir nú í haust í Bandaríkjunum og í byrjun næsta árs í bresku sjónvarpi. Eftir það tóku við ýmis önnur hlutverk, þar á meðal í kvikmyndinni We are the Freaks, sem frumsýnd verður seinna í vetur. Hera fór einnig með hlutverk pólskrar stúlku í sjónvarps- þáttunum Leaving sem um þessar mundir eru sýndir í Bretlandi og einnig í stórmyndinni Anna Karen- ina, sem nýlega var frumsýnd og gerð er eftir hinni klassísku skáld- sögu Leo Tolstoy. Joe Wright leik- stýrir myndinni, en hann hefur áður leikstýrt heimsfrægum myndum á borð við Pride and Prejudice og Ato- nement en þar fór Keira Knightley með aðalhlutverkið, eins og í Önnu Kareninu. Jude Law fer með hlut- verk Karenin eiginmanns Önnu og Aaron Johnson er í hlutverki Vron- skys, ástmanns Önnu. Tom Stoppard skrifar handritið. Hera fer með hlut- verk Varyu, mágkonu Vronskys. „Myndin er unnin af miklum fag- mönnum þó allt hafi verið ansi heimilislegt við gerð hennar. Það má vera að það einkenni frekar breskar myndir í samanburði við þær amerísku þegar kemur að svona stórum verkefnum. Fram- leiðslan er yfirleitt minni og þess vegna heldur notalegri bragur á hlutunum,“ segir Hera. „Auðvitað var skrýtið að vera nýkomin úr leik- listarskóla og mæta á fyrstu æfingu með jafnþekktu fólki og Keiru Knightley og Jude Law og fara í nafnaleiki með Tom Stoppard, en þetta reyndist vera prýðisfólk, eins og við er að búast. Ég gekk bara til verks og spjallaði um daginn og veginn þess á milli. Auðvitað vilja margir vinna með þessu fólki og ég veit að það eru forréttindi að fá að vera með. Ég var án efa mjög stressuð fyrsta tökudaginn og fannst ég ekki mega klúðra neinu. Ég gat ekki gert mig að fífli fyrir framan þrjú hundruð manns sem voru með mér í senum, en auðvitað var það svo ekkert þannig. Ég var bara sjálf að setja þessa pressu á mig. Kvikmyndagerð er samvinna þar sem allir stefna í sömu átt. Það er þó dálítið sérstakt að koma inn í svona stórt verkefni og fara með lítið hlutverk. Vinna mín með leikstjóranum, Joe Wright, var því af augljósum ástæðum öðruvísi en til dæmis vinna hans með aðal- leikkonu verksins Keiru Knightley sem vann mjög náið með honum alla daga. Ég kom inn hér og þar og þá skipti miklu máli að vera vel undirbúin og vita nokkurn veginn hvað ég ætlaði að gera.“ Hvernig finnst þér myndin? „Ég er mjög ánægð með hana. Hún er afar myndræn, leikmyndin er einstaklega falleg og leikstjórinn vinnur á flottan hátt með skiptingar á milli sena og leyfir skotum að lifa á meðan leikarar, tónlistarmenn og dansarar breyta sögusviðinu. Ég gæti horft á myndina aftur og aftur. Svo má ekki gleyma því að sagan sjálf er góð. Þetta er auðvitað sýn leikstjórans á sögu Tolstoys og mér finnst hann skila sínu verki mjög vel.“ Foreldrar þínir eru Hilmar Odds- son leikstjóri og Þórey Sigþórs- dóttir leikkona. Ákvaðstu snemma að leggja leiklistina fyrir þig? „Ég íhugaði í mörg ár að verða sellóisti. Ég spilaði á selló frá sex ára aldri og naut þess mjög en komst svo að því eftir rúmlega tíu ára nám að eitthvað vantaði upp á til að ég vildi leggja það algjörlega fyrir mig. Metnaðurinn lá frekar í leiklistinni. Ég var alltaf að slæpast í kringum mömmu og pabba á leik- listarnámskeiðum eða í vinnunni og vonaðist til að fá hlutverk í mynd, eins og ég get ímyndað mér að marga krakka langi. Þau ýttu mér aftur á móti engan veginn í þá átt svo ég sá að ég þyrfti að sanna mig fyrir þeim og sýna að mér væri al- vara með því að fara í þenan bransa. Fyrsta stóra hlutverkið fékk ég svo sextán ára gömul í Veðra- mótum, mynd Guðnýjar Halldórs- dóttur. Það var ákaflega skemmti- leg reynsla og efldi án efa löngun mína til að halda áfram á þeirri braut.“ Var erfitt að taka ákvörðun um að fara til London að læra? „Ég held að ég hafi þurft á því að halda að fara í burtu, gera hlutina sjálf og búa ein. Mér fannst ég líka verða að velja leið sem var óút- reiknanleg og bauð upp á ýmsa möguleika, sem voru í senn spenn- andi og hálfógnvekjandi. Ég sé alls ekki eftir því. Það er auðvitað ákveðið skref að flytja að heiman, hvort sem það er úr 101 yfir í 105, eða þá til annars lands þar sem aðr- ar reglur gilda. Svo bætist ofan á að ég varð að ná valdi á margvíslegum hreimum enskrar tungu og þurfti að sanna mig á erlendu tungumáli í miðli sem snýst um að tjá sig með tungumálinu. Þú varst ekki útskrifuð úr leik- listarskóla þegar þú fékkst hlutverk í sjónvarpsþætti. Það hefur verið einstætt tækifæri. „Ég var nýbyrjuð að fara í prufur þegar ég fékk hlutverk í World Without End. Ég hugsaði bara með mér að þetta væri frábært og svo var ég allt í einu komin til Ung- verjalands í tökur sem tóku sex Þakklát fyrir tækifærin * Auðvitað var skrýtið að vera nýkom-in úr leiklistarskóla og mæta á fyrstuæfingu með jafnþekktu fólki og Keiru Knightley og Jude Law og fara í nafnaleiki með Tom Stoppard, en þetta reyndist vera prýðisfólk, eins og við er að búast. HERA HILMARSDÓTTIR LEIKUR Í BRESKU STÓR- MYNDINNI ÖNNU KARENINU ÁSAMT HEIMS- FRÆGUM STJÖRNUM. HÚN FER EINNIG MEÐ HLUTVERK Í ANNARRI KVIKMYND OG NOKKR- UM BRESKUM SJÓNVARPSÞÁTTUM. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.