Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 37
23. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Græjur og tækni Ævintýramenn hafa jafnan gaman af að segjafrá ævintýrum sínum, hvort sem þau eru áskíðum, skautum, vélfákum eða vélbátum. Góð leið til þess er að kvikmynda fjörið og þá er ekki nóg að vera með farsímann uppivið eða vídeóvélar- garm – GoPro er málið og þá helst GoPro Hero2. Allir eru með farsíma í vasanum og flestir farsímar geta getið myndir og myndskeið; meira að segja geta nýjustu gerðir farsíma tekið fínar myndir og háskerpu- myndskeið. Málið er þó að farsímar eru ekki mynda- vélar, myndatöku- möguleikinn er viðbót á far- símanum þannig að oftar en ekki er það redding að grípa farsímann frekar en að vera með sérstaka vél til að taka myndir. Ekki má svo gleyma því að fæstir farsímar þola vætu, eins og margur hefur komist að sér til gremju. Vitanlega er hægt að hafa vídeóvél við höndina, en almennar vídeóvélar eru fæstar hugsaðar fyrir úti- myndatökur, eru ekki vatnsheldar og illt að stinga þeim í vasann. GoGpro-græjurnar voru bylting á þessu sviði því þótt margir hafi framleitt örlitlar víd- eóvélar má segja að GoPro hafi farið með hugmynd- ina alla leið með því að láta vatnshelt hús fylgja vél- inni og bjóða síðan upp óteljandi festingar fyrir rallbíla, reiðhjól, brimbretti, sjóbretti, alls kyns hjálma og svo má lengi telja. Sumstaðar hafa lög- reglumenn tekið vélarnar í notkun, eru með þær spenntar á bringuna þegar þeir fara í útköll, og líka sett þær á fjarstýrðar þyrlur eða vélmenni til að kíkja fyrir horn eða inn um glugga. Líka er hægt að fá þrívíddarviðbót (!), köfunarhylki, rafhlöðuhitara, til að auka endingu rafhlöðunnar ef mjög kalt er í veðri, aukarafhlöðubak, úlnliðsfestingar, flotbak, til að vélin fljóti ef illa fer, líkamsfestingar og höfuðólar svo dæmi séu tekin. Á vefsetri GoPro, gopro.com/videos/, má sjá mörg mögnuð myndskeið sem notendur hafa sent. Íslenskir ofurhugar hafa líka margir notað vél- arnar með góðum árangri og dæmi þar um er til að mynda Eyþór Reynisson mótorkrossmeistari, en myndskeið með honum má sjá á YouTube. VÍDEÓVÉL FYRIR ÆVINTÝRAMENN GOPRO HERO2 ER ÖRSMÁ EN KNÁ VÍDEÓVÉL SEM FÆR ER Í FLESTAN SJÓ, SLARK OG SLABB, KULDA OG TREKK, URÐ OG GRJÓT. Græja vikunnar ÁRNI MATTHÍASSON * Myndflagan á HD Hero2 er 11milljón díla, meira en tvöfalt betri en á fyrri gerðum. Hún er líka ljós- næmari. Á henni er líka tengi fyrir hljóðnema, sem er nýjung, og mini HDMI-tengi. Örgjörvinn í vélinni er líka tvöfalt hraðvirkari. Linsan á vél- inni er talsvert betri en á eldri gerðinni og gleiðari. Hylkið utan um vélina er vatnsþétt, en fókusinn í vatni er ekki góður – ef það skipt- ir máli er rétt að fá sér sérstakt hylki með flatri linsu. * Vélin getur tekið tíu 11 Mdílamyndir í sekúndusyrpu og hægt að stilla hana svo að hún taki 11 Mdíla- mynd á hverri hálfri sekúndu. Gæt- ið þó að því að vélin er ekki hönn- uð sem ljósmyndavél, hún er vídeóvél. Vídeó eru líka frábær, en ljósmyndir fínar, en ekki frábærar. Vélin er seld í þrennskonar útfærslu með mismunandi festingum, útivist- arútgáfu, útgáfu fyrir mótorsport og brimbrettaútgáfu. Notendaskilin eru líka einfölduð í nýju gerðinni. * Segja má að GoPro hafi lagtundir sig heiminn með upptökuvélar sem hægt er að tengja við hvaða tæki og tól sem er og skilar HD- myndskeiðum og fínum ljósmyndum. Ný gerð af vélinni, HD Hero2, er umtalsvert betri en eldri gerðir. Það er hægt að kaupa óteljandi fylgihluti við vélarnar og nú bætist við WiFi- viðbót sem gerir kleift að streyma þráðlaust úr vélinni, en líka að stjórna henni með fjarstýringu eða í gegnum farsíma eða spjaldtövu. Þótt margir séu vanir því að vera með netvafra fyrir augunum alla daga á tölvuskjá eða í síma þá hljómar það framandi að hafa vafrann bókstaflega fyrir augunum, í formi gleraugna. En það er það sem nýjasta verkefni Google-samsteypunnar geng- ur út á, að taka eiginleika snjallsímans og net- tengdra tækja og koma fyrir í nettum gleraugum. Notandinn getur þá séð hvenær skilaboð koma, hver er að hringja, skoðað götukort, kíkt á tölvu- póst og raunar gert nákvæmlega það sem hægt er að gera með símanum og tölvunni. Eini munurinn er viðmótið, því með því að setja þessa eiginleika í gleraugu þarf ekki að taka upp tæki til að kíkja á skilaboðin, tölvupóstinn eða fara á samfélagssíður – heldur spretta þessar upplýsingar upp innan á gleraugunum og verða sýnilegar um leið. Google segist stefna á að setja snjallgleraugun á markað árið 2014 en ætlunin er að þau notist við Android-stýrikerfið. Google ætlar sér greinilega að gera gleraugun að tískufyrirbrigði því þau voru sýnd á haustsýningu Diane Von Furstenberg á dögunum. Skjáir skila sínu bara þegar horft er á þá. Með því að færa skjáinn inn í gleraugu er engin hætta á að missa af mikilvægum skilaboðum. Snjallsíminn gerður að gleraugum PROJECT GLASS FRÁ GOOGLE AFP Microsoft Office 2011 Word, PowerPoint, Excel Verð frá: 21.990.- USB3 Verð: 26.990.- Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Laugavegi 182 Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300 | Ókeypis námskeið á laugardögum milli kl 13.00-15.00 Varstu að kaupa þér Apple tölvu eða iPad? Langar þig að læra meira? Þá getur þú kíkt á námskeið í Apple búðinni, Laugavegi 182 og lært eitthvað nýtt. www.epli.is/namskeid Fartölvutöskur/slíður Mikið úrval Verð frá: 6.990.- Vefverslun www.epli.is sendum frítt á land allt MacBook Air 11” Verð: 169.990.- MacBook Air öflug vél á góðu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.