Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 60
Crewe Alexandra er fræg uppeldis-stöð fyrir vaska sparkendur. Meðalleikmanna sem slitu sínum fyrstu
skóm á Alexandra-vellinum eru David Platt,
fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins;
Danny Murphy, sem nú leikur með Black-
burn; Neil Lennon, sem lengst lék með
Leicester og Celtic; Rob Jones, sem gerði
garðinn frægan hjá Liverpool; velski lands-
liðsmaðurinn Robbie Savage og Dean Ash-
ton, fyrrverandi leikmaður West Ham
United, sem raunar varð að leggja skóna
alltof snemma á hilluna vegna meiðsla.
Maðurinn á bak við þetta starf er hinn
smávaxni Dario Gradi (hann er aðeins 162
cm á hæð), sem var knattspyrnustjóri
Crewe Alexandra á árunum 1983 til 2007
og aftur frá 2008 til 2011. Guðjón nokkur
Þórðarson laumaði sér þarna inn á milli.
Gradi lét aftur af störfum fyrir tæpu ári til
að einbeita sér að ungmennastarfi félagsins.
Við starfi knattspyrnustjóra tók Steve Dav-
is, gamall leikmaður Crewe, og kom hann
liðinu upp í C-deildina strax í fyrstu at-
rennu. Mikil sigling var á Crewe síðustu
vikur tímabilsins og féll félagsmet í lát-
unum, átján leikir án taps. Crewe hefur
farið bærilega af stað í C-deildinni, er í
fimmtánda sæti af 24 liðum eftir sjö um-
ferðir.
Davis er ekki eini lærisveinn Gradis sem
reynt hefur fyrir sér á knattspyrnustjóra-
stóli. Neil Lennon hefur sem kunnugt er
stýrt Celtic við góðan orðstír frá árinu
2010. Vann skoska bikarinn vorið 2011 og
meistaratitilinn síðastliðið vor.
David Platt hefur líka spreytt sig á
knattspyrnustjórnun, hjá Sampdoria á Ítalíu
og Nottingham Forest, auk þess sem hann
var með landslið Englands, skipað leik-
mönnum 21 árs og yngri, frá 2001 til 2004.
Platt er nú aðstoðarknattspyrnustjóri hjá
Englandsmeisturum Manchester City.
Robbie Savage hefur ekki fetað þann veg
en hann er á hinn bóginn óðum að skipa
sér á bekk með spökustu sparkgreinendum
Breta. Hann stjórnar nú vinsælum spjall-
þætti í breska ríkisútvarpinu, BBC, 6-0-6,
sem sendur er út á sunnudagskvöldum.
Dario Gradi vígalegur að vanda. Hann er
orðinn 71 árs og þjálfar nú ungmenni.
Uppeldisstöð
MARGIR MERKIR SPARKENDUR HAFA ALIST UPP EÐA HAFIÐ FERIL SINN
HJÁ CREWE ALEXANDRA UNDIR STJÓRN HINS ÓLSEIGA DARIOS GRADIS.
EKKI SÁ FYRSTI ÚR ÞEIRRI ÁTTINNI
* „Við munum reyna hið ómögulega.“Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea, en ekkert félag hefur unnið Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð. BoltinnORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. 09. 2012
Þegar Paul Scholes lagði skóna á hillunavorið 2011 var stórt skarð höggvið í liðManchester United. Svo stórt raunar að
enginn var þess umkominn að fylla það – nema
Paul Scholes. Miðvellingurinn síungi sneri nefni-
lega aftur rúmu hálfu ári síðar og er enn að,
þrátt fyrir að nálgast nú 38 ára afmælið óðfluga.
Hann hélt upp á 700. leikinn fyrir Rauðu djöfl-
ana með marki gegn Wigan um síðustu helgi.
Önnur tíðindi – ekki síður merkileg – í þeim
ágæta kjöldrætti var að nýr leikmaður í liði
United, Nick Powell, 18 ára, gerði sitt fyrsta
mark fyrir félagið. Á því var augljós Scholes-
bragur í þokkabót.
Knattspyrnustjóri United, Sir Alex Ferguson,
hikaði heldur ekki við að bera þessa tvo skjól-
stæðinga sína saman eftir leikinn. Með þeim
væru augljós líkindi. Mikið hól fyrir óharðnaðan
táning en um leið umtalsverð pressa. En virka
þeir fremstu ekki best þannig – undir pressu?
Powell hóf feril sinn sem framherji, líkt og
Scholes, hjá Crewe Alexandra og var blóðgaður
aðeins sextán ára. Fljótlega færði hann sig þó,
eins og Scholes, aftur á miðjuna. Hann lék
19 leiki veturinn 2010-11 en tókst ekki að skora
mark. Á liðinni leiktíð sprakk pilturinn hins veg-
ar út, var allt í öllu þegar Crewe tryggði sér
sæti í C-deildinni. Powell lék samtals 64 leiki og
skoraði í þeim sextán mörk, fleiri en nokkur
annar leikmaður liðsins. Ekkert þeirra var fal-
legra en fleygurinn í úrslitaleik umspilsins
gegn Cheltenham Town á Wembley. Crewe
sá sæng sína uppreidda, Powell þurfti
stærra svið til að standa á.
Og þvílíkt svið, sjálft Leikhús
draumanna. Leikurinn gegn Wigan var
sá fyrsti hjá Powell fyrir Manchester
United en örugglega ekki sá síðasti.
Honum er spáð bjartri framtíð, ekki
bara á Old Trafford heldur einnig með
enska landsliðinu en pilturinn hefur
leikið með yngri landsliðum þjóðar
sinnar.
Og hver veit nema Paul gamli Scholes
geti loksins farið að rifa seglin næsta vor
eða vorið þar á eftir eða vorið …
Paul Scholes fagnar marki í sínum 700. leik fyrir Manchester United gegn Wigan um liðna helgi.
Nick Powell, kemur
hann til með að leysa
Scholes af hólmi?
AFP
Arftakinn?
HINUM ÁTJÁN ÁRA GAMLA MIÐVELLINGI NICK POWELL ER ÆTLAÐ AÐ
LEYSA SJÁLFAN PAUL SCHOLES AF HÓLMI HJÁ MANCHESTER UNITED.
*Mikið hólfyrir óharðn-aðan táning en
um leið umtals-
verð pressa.