Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 22
*Heimili og hönnunInnlit á fallegt heimili Erlu Tryggvadóttur útvarpskonu við Elliðavatn E ins og nafnið gefur til kynna liggja íslensk tengsl að baki nafni Finnsdottir Design en konan á bak við merkið er hin hálf- íslenska Þóra Pia Finnsdóttir. „Á heimili ömmu minnar við Otrateig var stofuskápur fullur af glermunum sem mér fundust alltaf svo spennandi,“ segir Þóra um innblásturinn að línu heimilismuna, sem lagði grunninn að Finnsdottir Design. Í dag framleiðir Finnsdottir Design m.a. vasa, ljós, ker, skartgripi, lampa og fleira. Fjallað hefur verið um keramikmuni Þóru í ýmsum hönn- unar- og lífstílsblöðum á Norðurlöndum, t.d. hinu danska Bolig, en þeir þykja stílhreinir bera vott um fágaðan smekk. Handgerir alla skartgripi sjálf Í upphafi sá Þóra alfarið um hönnun allra vara fyrirtækisins. Reksturinn vatt hins vegar fljótlega upp á sig og gekk vinkona hennar, hönnuðurinn Anne Hoff, fljótlega til liðs við hana. Í dag sjá þær saman um alla hönnun Finnsdottir Design. „Þetta hefur gengið mjög vel og hratt líka,“ segir Þóra. „Kannski aðeins of hratt á köflum,“ bætir hún við létt í bragði. Þóra handgerir sjálf alla skart- gripi en eftir að eftirspurn eftir stærri munum á borð við lampa og ljós tók að aukast afréð hún að láta keramikverk- stæði í Portúgal sinna þeirri framleiðslu. Íslandsferð í kortunum Framundan hjá Þóru er áframhaldandi vinna við uppbyggingu fyrirtækisins, ásamt því sem hún sinnir fjölskyldunni, en hún býr ásamt manni sínum og þremur börnum í Frederiksberg í Kaupmannahöfn. „Ég flutti til Dan- merkur þegar ég var þriggja ára og hef búið þar síðan,“ segir Þóra sem þó hefur haldið góðum tengslum við fjölskyldu sína hér heima. Spurð að því hvort leiðin liggi eitthvað til Íslands segir Þóra það alltaf á döfinni, þótt rekstur og barnauppeldi hafi heldur dregið úr tíðni ferða undanfarið. „Ég vonast þó til að komast til Íslands næsta sumar,“ segir hún. Þóra Finnsdóttir HÁLFÍSLENSK HÖNNUN GERIR ÞAÐ GOTT Innblástur úr skápnum hennar ömmu FALLEGAR KERAMIKVÖRUR FINNSDOTTIR DESIGN HAFA VAKIÐ ATHYGLI Í DANMÖRKU OG VÍÐAR UNDANFARIN MISSERI. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is * NÁM Þóra byrjaði á að læra líffræði en skipti svoyfir í keramik í Danmarks Design Skole. * MÝRIN selur hönnun Þóru hér á landi en hún fæsteinnig í Illums í Danmörku auk verslana í Svíþjóð, Noregi, Hollandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. * VEFUR www.finnsdottir.dk Kertastjakar sem hægt er að setja saman á mismunandi vegu. OYOY er nýtt danskt hönnunarfyrirtæki sem leggur áherslu á heimilis- vörur þar sem formið, notagildið, litir og góður efniviður er í fyrirrúmi. Innblásturinn kemur frá sígildum norrænum stíl með áhrifum frá ein- faldri japanskri hönnun og að lokum er kryddað með fallegum litum. Út- koman verður stílhrein og á köflum litrík hönnun. Það er alltaf gaman þegar ný og fersk hönnunarfyrirtæki koma fram á sjónarsviðið með sinn eigin stíl en samt innan norrænu hefðarinnar. Aðalhönnuður OYOY er Lotte Fynboe, sem er menntuð frá TEKO í Herning með áherslu á innanhúss- og húsgagnahönnun. Einkennisorð hennar eru meira er minna og hefur hún líka sagst vera undir miklum áhrifum frá minningum úr æsku. Það er eitthvað barnslegt og einfalt við þessa hönnun sem er svo heillandi. Fynboe segir að hlutirnir sem við röð- um í kringum okkur eigi að veita okkur orku og gleðja okkur, sem er ágætis takmark í sjálfu sér. ingarun@mbl.is Leikur að æskuminningum Tvö vinsælustu mynstrin hjá OYOY í vet- ur eru sexstrendingar og tíglar. Á www.oyoy.dk má sjá lista yfir vef- verslanir sem selja vörurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.