Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 33
Skráningargjald er 2.000 kr. og rennur óskert til Vildarbarna Icelandair.
Skráning fer fram á www.icelandairgroup.is
Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir.
Icelandair Group gegnir lykilhlutverki í þróun og uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu. Í tilefni afmælisársins efnir félagið
til ráðstefnu þar sem fjallað verður um stöðu greinarinnar og framtíðarmöguleika frá ýmsum hliðum af einstaklingum
með ólíkan bakgrunn og sýn.
HR. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON,
FORSETI ÍSLANDS:
Áfangastaður á veraldarvísu
Á undanförnum árum og áratugum hefur Ólafur Ragnar
haft einstakt tækifæri til þess sem forseti Íslands að
kynnast ólíkum skoðunum og viðhorfum til lands og
þjóðar, meðal almennings og fjölmiðlafólks um allan
heim og meðal helstu ráðamanna nær og fjær. Í erindi
sínu mun hann greina frá reynslu sinni og sýn á þau
áhrif sem sívaxandi áhugi á Íslandi hefur á sjálfsmynd
þjóðarinnar og framtíð landsins sem ferðamannalands.
MAGNEA ÞÓREY HJÁLMARSDÓTTIR,
FRAMKVÆMDASTJÓRI ICELANDAIR HÓTELANNA:
Upplifun, þjónusta og fagmennska í ferðaþjónustu
Magnea gjörþekkir innviði hótel- og veitingareksturs hér
á landi og hefur leitt félagið í gegnum miklar breytingar
á undanförnum árum. Í erindi sínu mun hún stikla á stóru
um helstu áskoranir sem nú blasa við ferðaþjónustu á
Íslandi og nauðsynleg skref til að tryggja fyrsta flokks
upplifun fyrir ferðamenn á Íslandi.
EMILIANO DUCH, FORSTJÓRI
COMPETITIVENESS.COM Í BARCELONA:
Leiðir til að auka hagnað í ferðaþjónustu
Emiliano er náinn samstarfsmaður Dr. Michaels Porter
og einn helsti frumkvöðull og sérfræðingur heims
í klasafræðum (e. cluster theory). Hann er gjörkunnugur
aðstæðum íslenskrar ferðaþjónustu og hefur um árabil
horft til möguleika greinarinnar í alþjóðlegri samkeppni.
BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON,
FORSTJÓRI ICELANDAIR GROUP:
Næstu skref eru mikilvæg
Áhrif Icelandair Group á ferðaþjónustu í landinu eru
mikil og næstu skref félagsins skipta máli fyrir alla sem
starfa í greininni. Björgólfur mun fjalla um hvernig
byggja á upp ferðaþjónustu á heimsmælikvarða á
Íslandi og hvernig áframhaldandi uppbygging Icelandair
Group mun styðja við það markmið. Hann mun einnig
gera grein fyrir þeirri þróun sem hann telur nauðsynlega
í íslenskri ferðaþjónustu og hvernig Icelandair Group
getur lagt sitt af mörkum til að efla áfangastaðinn Ísland.
GREGG ANDERSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI
HJÁ FERÐAMÁLARÁÐI NÝJA-SJÁLANDS:
Lærum hvert af öðru
Fyrir þá sem starfa í ferðaþjónustu á Íslandi er það
næstum eins og að líta í spegil að hitta kollega frá
Nýja-Sjálandi. Gregg hefur starfað bæði í Bretlandi og
Bandaríkjunum við að markaðssetja ferðamannalandið
Nýja-Sjáland og hann mun deila reynslu sinni og
hugmyndum.
SØREN ROBERT LUND, ARKITEKT:
Veturinn gerður vinsæll
Þeir sem heimsótt hafa Kaupmannahöfn á undan-
förnum árum átta sig á því að Tívolí, sem áður var ávallt
lokað á haustin, dregur nú að sér milljónir gesta yfir
vetrarmánuðina. Søren Robert hefur stýrt hönnun og
þróun skemmtigarðsins undanfarin 15 ár. Hann hefur
áhugaverðar hugmyndir um það hvernig arkítektúr og
hönnun geta breytt upplifun og ferðaþjónustu hér
á Íslandi.
75 ÁRA AFMÆLISRÁÐSTEFNA ICELANDAIR GROUP
FRAMTÍÐARTÆKIFÆRI
ÍSLENSKRAR FERÐAÞJÓNUSTU
Þriðjudaginn 25. september 2012, kl. 13:00–17:00 á Hilton Reykjavík Nordica
+