Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.09.2012, Blaðsíða 21
Erlendis hafa húlahringir verið að komast aftur í tísku, nú meira hjá fullorðnu fólki en börnum og
er svo komið að heilu samfélögin hafa skapast í kringum það að húla. Öldu fannst tími til kom-
inn að ná þessari vakningu í húla hérlendis og smita fleiri af húlahringjaæðinu og útskýrir hér
nánar eðli þess að húla. Hægt er að húla á ýmsa vegu, til dæmis eins og sirkuslistamenn gera, en
þá byggist allt á því að gera ýmsar brellur og oft með mörgum húlahringjum. Ennfremur hefur
húladans komið sterkur inn síðustu árin. Þá er yfirleitt notast við einn húlahring og hugsað
meira um flæði og hreyfingar með hringnum við tónlist en brellurnar eru frekar aukaatriði. Alda
hefur margsinnis komið fram í sýningum Sirkuss Íslands með hringina sína. Framan af var hún í
sirkusstílnum en að undanförnu hefur hún fengið áhuga á húladansinsum. Námskeiðið í Kram-
húsinu er samsuða þessara ólíku stíla sem hún hefur stundað, þar sem grunntækni og brellur
eru kenndar auk þess sem lögð er áhersla á flæði og hreyfingar í hringnum við tónlist.
Brellur og húladans
skólabakgrunn og bara allt í einu komin í sirkusstörf. Ég hafði aldrei verið á
sviði fyrr en eftir þrítugt. Það þurfti að ýta á mig, það var erfitt að stíga fyrstu
skrefin. En svo er þetta bara svo gaman.“
Það þarf ekkert nema húlahringi til að stunda þessa íþrótt og þá getur Alda
útvegað nemendum sínum. Annað sem til þarf er bara þægileg föt og líka nóg
pláss. „Ég hef gert þetta heima með því að ýta til húsgögnum en svo á sumrin
er ég bara úti í garði,“ segir hún en ennfremur æfir sirkusinn daglega hjá Ár-
manni.
Nú er komið að stóru spurningunni: Hvað getur þú húlað með mörgum
hringjum í einu? „Við eigum eitthvað hátt í þrjátíu hringi og ég get alveg húlað
með þeim öllum,“ segir hún.
Fjórir tímar eru eftir af húlanám-
skeiðinu en Alda vonast eftir því
að halda áfram enda hafa við-
tökurnar verið góðar en
áhugasamir geta fylgst með
fréttum á kramhusid.is og
sirkusislands.is.
Þetta er bara brot af þeim húlahringjum sem Alda getur húlað með í einu.
23. 09. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Hreyfing og heilsa
Margir bregða á það ráð að fjárfesta í fitu-
brennslutöflum þegar loksins á að taka almenni-
lega á því í ræktinni eða missa nokkur kíló. Slíkar
töflur fást í ýmsum formum og litum og geta verið
góðar og gildar en kosta óneitanlega skildinginn.
Náttúrulegra ráð til að auka brennslu fitu í lík-
amanum er að hræra örlitlum cayenne pipar út í
vatn eða te og drekka einu sinni til tvisvar á dag.
Varað er við því að byrja á of miklu magni. ¼
úr teskeið út í fullt glas af vatni er hæfilegt til að
byrja með en með tímanum má auka skammtinn
upp í heila teskeið og jafnvel tvær fyrir þá allra
hörðustu.
Hafa ber þó í huga að engin húsráð koma í
staðinn fyrir almenna skynsemi eins og að hreyfa
sig reglulega, stilla ruslfæði í hóf og hafa gaman af
lífinu.
AFP
CAYENNE PIPAR ÚT Í VATN EÐA TE
Eykur fitubrennslu
* Drekka nægan vökva alla daga, sérstaklegavatn og gott te.
* Muna að þvo hendurnar reglulega til að komaí veg fyrir smit.
* Neyta fæðu sem styrkir ónæmiskerfið. Þarmá nefna gulrætur, appelsínur, dökk ber, rauðrófur,
lauk, paprikur, feitan fisk, omega 3, fræ og hnetur,
hreint jógúrt sem inniheldur góða meltingargerla
* Borða ríkulega af grænmeti og ávöxtum ognota heitar grænmetissúpur.
* Heitt bað með ilmkjarnaolíum s.s. euca-lyptus eða tee tree olíu gerir sitt gagn.
* Ótal lækningajurtir eru áhrifaríkar gegn kvefiog flensum s.s. ætihvönn, engifer, blóðberg, ca-
yenne pipar, lakkrísrót, vallhumall, hvítlaukur, sól-
hattur, ólífulauf.
Það er óþarfi að láta kvefið koma aftan að
sér þegar fer að kólna.
AFP
VIÐ GETUM GERT GERT HEILMARGT
SJÁLF TIL AÐ FORÐAST HAUSTSLEN
OG KVEFPESTIR, SEGIR ÁSDÍS RAGNA
EINARSDÓTTIR GRASALÆKNIR.
6 góð ráð
við kvefi
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00
12 mánaðavaxtalausargreiðslur*
*3,5% lántökugjald
Ný sending
af hágæða
sængurverasettum
iBOAS RAFDRIFNIR
Leður hægindasófar
og stólar
i
l
NÝT
T