Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 6
Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, ærðist er hann frétti að Krústsjov hefði samþykkt að fjarlægja kjarnaflaugarnar frá Kúbu, án þess að hafa sig með í ráðum, sparkaði í veggi og braut spegil með hnefanum. John F. Kennedy var myrtur rúmu ári eftir Kúbudeiluna og 1964 var Krústsjov settur af. Castro komst til valda í bylt- ingu 1959 og sat til 2006 þeg- ar hann setti völdin í hendur bróður síns. Hann er 86 ára og sést sjaldan. Aðeins rúm vika er síðan sonur hans sá ástæðu til að bregðast við orðrómi um að Castro væri látinn með yfirlýsingu um að hann væri við góða heilsu. Heimurinn stóð á barmikjarnorkustyrjaldar 13daga í október 1962. Það kom bandarískum leiðtogum í opna skjöldu þegar þeir komust að því 16. október 1962 að teknar hefðu verið myndir af uppsetningu rúss- neskra kjarnorkuflauga úr banda- rískri njósnavél af gerðinni U-2. John F. Kennedy Bandaríkjaforseti og nánustu samstarfsmenn hans höfðu verið sannfærðir um að Sov- étmenn myndu aldrei voga sér að stilla upp kjarnorkuvopnum svo nærri Bandaríkjunum. Æðstu foringjar Bandaríkjahers með Curtis le May hershöfðingja í broddi fylkingar lögðu til að gerðar yrðu loftárásir á Kúbu og ráðist til uppgöngu á eyna í kjölfarið. Ro- bert McNamara varnarmálaráð- herra og háttsettir stjórnarerind- rekar voru hins vegar þeirrar hyggju að setja hafnbann og koma í veg fyrir að Sovétmenn gætu flutt fleiri vopn til Kúbu. Ein fyrsta spurning Kennedys þegar hann sá myndirnar var hversu langur tími myndi líða áður en þær lækju í fjölmiðla. McGe- orge Bundy, þjóðarráðgjafi hans, sagði að hann hefði í mesta lagi viku. Forsetinn fór að þessum ráð- um og tók sér sex daga til að fara yfir stöðuna. Hann skipti nokkrum sinnum um skoðun á þeim tíma, en tók þann kost á endanum að hafna ráðum herforingjanna, sem hann tortryggði eftir hina misheppnuðu Svínaflóainnrás í Kúbu í upphafi kjörtímabils síns, og setja hafn- bann, sem hann tilkynnti 22. októ- ber. Herinn var settur í viðbragðs- stöðu. Le May sagði Kennedy að hafnbann jafnaðist á við að frið- mælast við Hitler. Síðar sagði Kennedy að hefði hann þurft að ákveða sig innan tveggja sólarhringa hefði hann val- ið árás frekar en hafnbann og þá hefði ekki þurft að spyrja að leiks- lokum. Næstu daga átti sér stað skuggalegt reiptog milli stórveld- anna þar sem allt gat gerst. Boð- leiðirnar voru ekki alltaf beinar. Klukkan 9.42 að staðartíma í Washington fékk sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu bréf frá Sovétmönnum þar sem lögð var til lausn á deilunni. Bréfið barst utan- ríkisráðuneytinu í Washington ekki fyrr en eftir klukkan níu um kvöld- ið vegna þess að það þurfti að þýða það, dulkóða, senda og afkóða. „Heimsfriðurinn hékk á bláþræði, en það tók næstum 12 tíma að senda skilaboð frá einu risaveldi til annars,“ skrifar Michael Dobbs í bók sinni um deiluna, „One Minute to Midnight“. Þessi vandræði urðu til þess að tæpu ári síðar var „rauðu línunni“ komið fyrir milli Moskvu og Wash- ington til þess að leiðtogar risa- veldanna gætu talast beint við. Í bréfinu lögðu Sovétmenn til að þeir myndu fjarlægja kjarnaflaug- arnar gegn loforði Bandraíkja- manna um að ráðast ekki á Kúbu. Daginn eftir bættu Sovétmenn um betur og kröfðust þess að Banda- ríkjamenn fjarlægðu kjarnaflaugar sínar af Júpíter-gerð í Tyrklandi. 27. október hefur verið kallaður „svarti laugardagurinn“. Þá var eftirlitsvél af gerðinni U-2 skotin niður yfir Kúbu. Ráðgjafar Kenne- dys ræddu loftárásir. Varn- armálaráðuneytið var með áætlun um árásir úr lofti á þriðjudegi og 120 þúsund manna innrás hersins í kjölfarið tilbúnar. Leiðtogar risa- veldanna virtust vera að missa stjórn á atburðarásinni, en tókst að snúa við blaðinu á síðustu stundu. Bandaríkjamenn hétu því að gera ekki innrás á Kúbu og sam- þykktu á laun að fjarlægja flaug- arnar í Tyrklandi. Sovétmenn hétu að fjarlægja kjarnaoddana frá Kúbu. Flaugarnar í Tyrklandi voru Sovétmönnum þyrnir í augum, enda voru þær nær Sovétríkjunum, en flaugarnar í Kúbu Bandaríkj- unum. Stjórn Kennedys vildi hins vegar ekki sýna slíkt veikleika- merki og fékk Krústsjov til að halda þeim þætti leyndum vegna þess að upplausn yrði í Atlants- hafsbandalaginu ef í ljós kæmi að varnarhagsmunum eins aðildarríkis hefði verið fórnað í deilunni. Sovét- menn stóðu við það. Sá hluti sam- komulagsins var ekki afhjúpaður fyrr en 16 árum síðar og er enn þann dag í dag lítið gert úr honum. Það hefur lengi loðað við frá- sagnir af Kúbudeilunni að þar hafi Kennedy dregið línu í sandinn og Nikita Krústsjov, leiðtogi Sovét- ríkjanna, látið undan. Þessi útgáfa hefur síðan orðið að viðmiði fyrir eftirmenn Kennedys eins og jafn- vel má greina í deilunni um kjarn- orkuáætlun Írana um þessar mundir. Eigi að draga lærdóm í al- þjóðasamskiptum af Kúbudeilunni væri nær að benda á mikilvægi málamiðlana þegar friður hangir á bláþræði. Á barmi kjarnorku- styrjaldar FYRIR HÁLFRI ÖLD STÓÐ HEIMSBYGGÐIN Á ÖNDINNI ÚT AF KÚBUDEILUNNI. AÐ LOKUM NÁÐIST SAMKOMULAG OG SOVÉTMENN FJARLÆGÐU KJARNAFLAUGAR SÍNAR Á KÚBU, EN Í 13 DAGA HÉKK HEIMSFRIÐURINN Á BLÁÞRÆÐI. CASTRO ÆRÐIST Níkíta Krústsjov og John F. Kennedy leiddu heiminn af barmi hengiflugsins þegar Kúbudeilan brast á fyrir hálfri öld. AFP Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2012 * Við unnum í þessari úlfakreppu vegna þess að viðgetum setið hér og rætt hana 50 árum síðar.“ Sergei Krústsjov, sonur Níkíta Krústsjovs, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna, sagði bæði stórveldin hafa sigrað í Kúbudeilunni á ráðstefnu um hana fyrir viku. HEIMURINN BANDARÍKIN HEMPSTEAD Forsetaframbjóðendurnir Barack Obama og Mitt Romney mættust öðru sinni í kappræðum. Að þessu sinni rétti Obama úr kútnum og þótti hafa betur en Romney. Þeir eiga eftir að mætast einu sinni enn. Forsetakosningarnar verða 6. nóvember og er mjótt á munum milli forsetans og áskorandans. KAMBÓDÍA PHNOM PENH Jarðneskar leifar Norodoms Sihanouks, fyrrverandi konungs Kambódíu, voru fluttar heim frá Peking þar sem hann lést af hjartaslagi, 89 ára að aldri. Rúmlega milljón manns vottuðu honum virðingu sína á götum úti þegar kistu hans var ekið um höfuðborgina, Phnom Penh. MALÍ TIMBÚKTÚ Timbúktú í Malí hefur að geyma margar helgar minjar og múslímar alls staðar að hafa sótt borgina heim til að sjá þær. Róttækir uppreisnarmenn, sem hafa náð valdi á borginni og umhverfi hennar, eyðileggja þessar minjar nú markvisst og er óttast að lítið verði eftir af menningar- verðmætum þessarar borgar, sem blómstraði á 14. öld og var vettvangur verslunar, menningar og fræðimennsku um aldir. SVÍÞJÓÐ STOKKHÓLMI Kínverski rithöfundurinn MoYan hlaut nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Kínverjar voru öllu ánægðari að þessu sinni en þegar Norðmenn veittu andófsmanninum Liu Xiaobo friðarverðlaun Nóbels í hittifyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.