Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 57
Á næstu vikum kemur út hjá forlaginu Orms- tungu bókin Hver er ég, og ef svo er, hve margir? eftir þýska heimspekinginn Rich- ard David Precht í þýðingu Arthurs Björgvins Bollasonar. Bókin, sem er ein af mestu metsölubókum seinni ár í Þýskalandi, fjallar um nokkrar helstu spurningar heimspekinnar og Precht rýnir jafnframt í nútímarannsóknir á heil- anum og ber þær saman við niðurstöður heimspekinnar. Precht er einn af vinsælustu fyrirlesurum samtímans í Þýskalandi. Hann er tíður gestur í umræðuþáttum þýskra sjónvarpsstöðva og sér um eigin sjónvarpsþátt í ríkissjónvarpinu ZDF. Á bókastefnunni í Frankfurt í fyrra, tók Precht þátt í pallborðsumræðum með Jóni Gnarr borgarstjóra, sem vöktu mikla at- hygli. Þeir félagar endurtóku leikinn á sviði í Stuttgart í haust, þar sem þeir skiptust á skoðunum fyrir troðfullu húsi – og komust færri að en vildu. ARTHUR BJÖRGVIN ÞÝÐIR ÞÝSKA METSÖLUBÓK UM HEIMSPEKI Arthur Björgvin, þýðir bók eftir Precht. Ljósmynd/Götz Diergarten. 21.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Verðlauna- bókin Kort- ið og landið eftir Michel Houellebecq er kraftmikil skáldsaga, full af kald- hæðnis- legum húm- or. Hún er saga einstaklings í einkennilegum listaheimi en breytist óvænt í sérstaka glæpa- sögu. Houellebecq verður sennilega aldrei allra en þessi bók er svo skemmtileg og sér- stök að skáldsagnaunnendur ættu ekki að láta hana framhjá sér fara. Höfundur gerir sjálfan sig að persónu í sögunni og stel- ur senunni allrækilega. Kraftmikil verðlaunabók Franski rithöfundurinn Michel Houellebecq var staddur hér á landi á dögn- um en skáldsaga hans Kort- ið og landið er komin út í íslenskri þýðingu . Friðrik var iðinn við að sýna hinum fræga rithöfundi landið og fór meðal annars með hann á Þingvöll og Gullfoss og Geysi. Houellebecq var hæstánægður með Íslands- ferðina og sagði þegar kom- ið var að lokum heimsókn- arinnar að hann hefði víða ferðast og margt séð, en Ís- land væri sennilega áhuga- verðasta og fallegasta land sem hann hefði komið til, ennþá fallegra en Írland og væri þá mikið sagt. Hou- ellebecq bjó um tíma á Ír- landi og ætti því að hafa ágætan samanburð. ÁNÆGÐUR RITHÖFUNDUR Michel Houellebecq var ánægður með Íslandsför. Ljósmynd/Fiðrik Rafnsson Listasafnið er þriðja bók Sig- rúnar Eldjárn í vinsælum bóka- flokki fyrir 8-12 ára börn og hún myndskreytir hana að sjálf- sögðu einnig. Bókin er bráð- skemmtileg og spennandi og full af litríkum persónum og ævintýralegum fyrirbærum. Myndlist kemur mikið við sögu en móðir Rúnars, hinnar ungu söguhetju, er hugmyndarík og sérvitur myndlistarkona. Hún túlkar eldgos á krepputímum með appelsínugulum gúmmíhönskum og bláum fjöðrum og vinkona hennar, erlend myndlistar- kona, sérhæfir sig svo í því að gera listaverk úr rist- uðum brauð- sneið- um. Myndlist og litríkar persónur Glæpir, ráðgátur og dramatík ÁHUGAVERÐAR BÆKUR SKÁLDSÖGUR ÍSLENSKRA HÖFUNDA TAKA NÚ AÐ STREYMA Á MARKAÐ. ÞAR MUNU ALLIR FINNA EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI. BARNABÓKA- HÖFUNDARNIR LÁTA EKKI SITT EFTIR LIGGJA OG AFBRAGÐSBÆKUR KOMA SVO ÚT Í ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU. RÁÐGÁTUR OG GLÆPIR KOMA VIÐ SÖGU Í ÞEIM BÓKUM SEM HÉR ER MÆLT MEÐ. Nýjasta glæpasaga Árna Þórarinssonar er Ár kattarins. Einar blaðamaður fæst við að leysa nýjar ráðgátur og þar er ekki allt sem sýnist. Árni á sér fastan lesendahóp sem ætti ekki að verða fyrir vonbrigðum með þessa bók því þar er nóg að ger- ast. Skemmtilegasti hluti bókarinnar snýr að klámfengnum sms-skilaboðum sem Einar fær frá karlmanni sem er varafor- maður stjórnmálaflokks. Það er svo í takt við titil bókarinnar að kettirnir þrír Hannes, Hólmsteinn og Hannes Hólmsteinn eiga þar sína spretti. Einar blaðamaður fær dónaleg sms-skilaboð Ólafur Gunnarsson fann hið fínasta söguefni í Málaranum þar sem hann segir sögu listmál- arans Davíðs sem selur verk sín grimmt en þráir ekkert heitar en viðurkenningu menn- ingarelítunnar. Í örvæntingu grípur hann til sinna ráða en þar fer svo að segja allt öðru- vísi en hann ætlaði. Framvindan kemur stöð- ugt á óvart og dramatíkin stigmagnast. Þetta er viðburðarík og mögnuð skáldsaga og eftir lesturinn er lesandanum ekki full- komlega rótt. Mögnuð skáldsaga *Megnið af volæði veraldarinnarstafar af skorti á ímyndunarafli.Þórbergur Þórðarson BÓKSALA 10.OKT-16.OKT Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Pennanum-Eymundssyni. 1 Fimmtíu gráir skuggarE.L. James 2 EldvitniðLars Kepler 3 Létta leiðinÁsgeir Ólafsson 4 Elly - ævisaga EllyjarVilhjálmsdótturMargrét Blöndal 5 IllskaEiríkur Örn Norðdahl 6 Iceland - Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 7 HerbergiEmma Donoghue 8 Súpur allt áriðSigurveig Káradóttir 9 Kortið og landiðMichel Houellebecq 10 Ég fremur en þúJojo Moyes Innbundnar bækur 1 SkáldEinar Kárason 2 Ár kattarinsÁrni Þórarinsson 3 Þar sem vindarnir hvílastDagur Hjartarson 4 Ég geng einMary Higgins Clark 5 MálarinnÓlafur Gunnarsson 6 KuðungasafniðÓskar Árni Óskarsson 7 StrandirGerður Kristný 8 Ástarljóð Davíðs StefánssonarDavíð Stefánsson 9 Sigling um síkinÁlfrún Gunnlaugsdóttir 10 VísnagáturPáll Jónasson MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Glöggt er gests augað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.