Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 57
Á næstu vikum kemur út hjá forlaginu Orms-
tungu bókin Hver er ég, og ef svo er, hve
margir? eftir þýska heimspekinginn Rich-
ard David Precht í þýðingu Arthurs
Björgvins Bollasonar.
Bókin, sem er ein af mestu metsölubókum
seinni ár í Þýskalandi, fjallar um nokkrar
helstu spurningar heimspekinnar og Precht
rýnir jafnframt í nútímarannsóknir á heil-
anum og ber þær saman við niðurstöður
heimspekinnar.
Precht er einn af vinsælustu fyrirlesurum
samtímans í Þýskalandi. Hann er tíður gestur
í umræðuþáttum þýskra sjónvarpsstöðva og
sér um eigin sjónvarpsþátt í ríkissjónvarpinu
ZDF. Á bókastefnunni í Frankfurt í fyrra, tók
Precht þátt í pallborðsumræðum með Jóni
Gnarr borgarstjóra, sem vöktu mikla at-
hygli. Þeir félagar endurtóku leikinn á sviði í
Stuttgart í haust, þar sem þeir skiptust á
skoðunum fyrir troðfullu húsi – og komust
færri að en vildu.
ARTHUR BJÖRGVIN ÞÝÐIR ÞÝSKA
METSÖLUBÓK UM HEIMSPEKI
Arthur Björgvin, þýðir bók eftir Precht.
Ljósmynd/Götz Diergarten.
21.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Verðlauna-
bókin Kort-
ið og landið
eftir Michel
Houellebecq
er kraftmikil
skáldsaga,
full af kald-
hæðnis-
legum húm-
or. Hún er saga einstaklings í
einkennilegum listaheimi en
breytist óvænt í sérstaka glæpa-
sögu. Houellebecq verður
sennilega aldrei allra en þessi
bók er svo skemmtileg og sér-
stök að skáldsagnaunnendur
ættu ekki að láta hana framhjá
sér fara. Höfundur gerir sjálfan
sig að persónu í sögunni og stel-
ur senunni allrækilega.
Kraftmikil
verðlaunabók
Franski rithöfundurinn
Michel Houellebecq var
staddur hér á landi á dögn-
um en skáldsaga hans Kort-
ið og landið er komin út í
íslenskri þýðingu . Friðrik
var iðinn við að sýna hinum
fræga rithöfundi landið og
fór meðal annars með hann
á Þingvöll og Gullfoss og
Geysi. Houellebecq var
hæstánægður með Íslands-
ferðina og sagði þegar kom-
ið var að lokum heimsókn-
arinnar að hann hefði víða
ferðast og margt séð, en Ís-
land væri sennilega áhuga-
verðasta og fallegasta land
sem hann hefði komið til,
ennþá fallegra en Írland og
væri þá mikið sagt. Hou-
ellebecq bjó um tíma á Ír-
landi og ætti því að hafa
ágætan samanburð.
ÁNÆGÐUR RITHÖFUNDUR
Michel Houellebecq var ánægður með Íslandsför.
Ljósmynd/Fiðrik Rafnsson
Listasafnið er þriðja bók Sig-
rúnar Eldjárn í vinsælum bóka-
flokki fyrir 8-12 ára börn og
hún myndskreytir hana að sjálf-
sögðu einnig. Bókin er bráð-
skemmtileg og spennandi og
full af litríkum persónum og
ævintýralegum fyrirbærum.
Myndlist kemur mikið við sögu
en móðir Rúnars, hinnar ungu
söguhetju, er hugmyndarík og
sérvitur myndlistarkona. Hún
túlkar eldgos á krepputímum
með appelsínugulum
gúmmíhönskum og
bláum fjöðrum og
vinkona hennar,
erlend myndlistar-
kona, sérhæfir
sig svo í því
að gera
listaverk
úr rist-
uðum
brauð-
sneið-
um.
Myndlist
og litríkar
persónur
Glæpir,
ráðgátur og
dramatík
ÁHUGAVERÐAR BÆKUR
SKÁLDSÖGUR ÍSLENSKRA HÖFUNDA TAKA NÚ
AÐ STREYMA Á MARKAÐ. ÞAR MUNU ALLIR
FINNA EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI. BARNABÓKA-
HÖFUNDARNIR LÁTA EKKI SITT EFTIR LIGGJA OG
AFBRAGÐSBÆKUR KOMA SVO ÚT Í ÍSLENSKRI
ÞÝÐINGU. RÁÐGÁTUR OG GLÆPIR KOMA VIÐ
SÖGU Í ÞEIM BÓKUM SEM HÉR ER MÆLT MEÐ.
Nýjasta glæpasaga Árna Þórarinssonar er Ár kattarins. Einar
blaðamaður fæst við að leysa nýjar ráðgátur og þar er ekki
allt sem sýnist. Árni á sér fastan lesendahóp sem ætti ekki að
verða fyrir vonbrigðum með þessa bók því þar er nóg að ger-
ast. Skemmtilegasti hluti bókarinnar snýr að klámfengnum
sms-skilaboðum sem Einar fær frá karlmanni sem er varafor-
maður stjórnmálaflokks. Það er svo í takt við titil bókarinnar að
kettirnir þrír Hannes, Hólmsteinn og Hannes Hólmsteinn eiga
þar sína spretti.
Einar blaðamaður fær
dónaleg sms-skilaboð
Ólafur Gunnarsson fann hið fínasta söguefni í
Málaranum þar sem hann segir sögu listmál-
arans Davíðs sem selur verk sín grimmt en
þráir ekkert heitar en viðurkenningu menn-
ingarelítunnar. Í örvæntingu grípur hann til
sinna ráða en þar fer svo að segja allt öðru-
vísi en hann ætlaði. Framvindan kemur stöð-
ugt á óvart og dramatíkin stigmagnast. Þetta er viðburðarík og
mögnuð skáldsaga og eftir lesturinn er lesandanum ekki full-
komlega rótt.
Mögnuð skáldsaga
*Megnið af volæði veraldarinnarstafar af skorti á ímyndunarafli.Þórbergur Þórðarson BÓKSALA 10.OKT-16.OKT
Allar bækur
Listinn er byggður á upplýsingum frá Pennanum-Eymundssyni.
1 Fimmtíu gráir skuggarE.L. James
2 EldvitniðLars Kepler
3 Létta leiðinÁsgeir Ólafsson
4 Elly - ævisaga EllyjarVilhjálmsdótturMargrét Blöndal
5 IllskaEiríkur Örn Norðdahl
6 Iceland - Small WorldSigurgeir Sigurjónsson
7 HerbergiEmma Donoghue
8 Súpur allt áriðSigurveig Káradóttir
9 Kortið og landiðMichel Houellebecq
10 Ég fremur en þúJojo Moyes
Innbundnar bækur
1 SkáldEinar Kárason
2 Ár kattarinsÁrni Þórarinsson
3 Þar sem vindarnir hvílastDagur Hjartarson
4 Ég geng einMary Higgins Clark
5 MálarinnÓlafur Gunnarsson
6 KuðungasafniðÓskar Árni Óskarsson
7 StrandirGerður Kristný
8 Ástarljóð Davíðs StefánssonarDavíð Stefánsson
9 Sigling um síkinÁlfrún Gunnlaugsdóttir
10 VísnagáturPáll Jónasson
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Glöggt er gests augað.