Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2012
É
g var búin að ímynda mér, áður
en ég fór út, að ég yrði að borða
kartöflur í heilt ár. Heima var
mikið starfsöryggi og við þurft-
um ekki að hafa áhyggjur af því
að hafa ekki nóg að gera. Við vissum ekkert
hvað við vorum að fara út í þegar við flutt-
um til Noregs. Það var orðið langt síðan Is
it true kom út og ekki hægt að lifa enda-
laust á þeirri frægð. Ég sá fyrir mér að
þetta yrði hark í eitt eða tvö ár þannig að
við erum auðvitað mjög ánægð með að sú
varð ekki raunin. Ég hef aldrei haft jafn
mikið að gera,“ segir Jóhanna Guðrún sem
þó hefur alltaf haft í mörg horn að líta í
söngnum.
Jóhanna Guðrún og kærasti hennar, Davíð
Sigurgeirsson, hafa komið sér fyrir í
Kongsvinger í suðurhluta Noregs. Kongs-
vinger er hálfgerð sveit, 17 þúsund manna
bæjarfélag, en Jóhanna Guðrún segir það
ekki skipta máli, Kongsvinger sé miðsvæðis
og hvort sem er þurfi þau að ferðast á tón-
leika út um allan Noreg.
„Fyrir okkur er þetta mjög góð staðsetn-
ing og oft er styttra að keyra þangað sem
við erum að fara að spila heldur en ef við
værum í Osló. Ánægðust erum við þó með
að hér erum við í litlu einbýlishúsi og hund-
arnir okkar geta verið frjálsir. Og að sjálf-
sögðu þurfum við að geta verið með hávaða.
Davíð er með græjurnar í botni og ég get
sungið eins hátt og ég vil.“
Parið var komið með íbúð í Osló þegar
sveitarstjórnin í Kongsvinger bauð þeim að
búa frítt í sveitarfélaginu í sex mánuði. Í
staðinn áttu Jóhanna Guðrún og Davíð að
leggja til tónlist með því að spila öðru
hverju opinberlega. „Með þessu voru bæjar-
yfirvöld að reyna að laða til sín listamenn og
efla menningarlífið. Þetta er gamall og afar
fallegur bær en er staðsettur þannig að
flestir Norðmenn keyra bara í gegn og
áfram yfir til Svíþjóðar til að versla. Með
sex mánaða búsetustyrk eru vonir bundnar
við að fólk vilji eftir þann tíma búa hér
áfram og það vildum við sannarlega. Við eig-
um orðið góða vini hér í bænum og allir
hafa tekið okkur mjög vel.“
En af hverju Noregur? Eftir að hafa náð
öðru sætinu í Eurovision í Moskvu fyrir
þremur árum
opnuðust margar
dyr og Jóhönnu
buðust ótal verk-
efni ytra, allan
ársins hring. Jó-
hanna bjó þó all-
an þennan tíma á
Íslandi. „Ég
þurfti að velja. Að
syngja er það sem ég kann, eða að minnsta
kosti það sem ég kann vel. Að vera á Íslandi
og ætla sér að geta sinnt verkefnum úti með
því að fljúga á milli var ekki raunhæfur
kostur. Umboðsmaðurinn minn, sem er
norskur, vildi fá mig út. Það var hins vegar
ekki fyrr en í janúar á þessu ári sem við
Davíð fluttum þó að við værum búin að vera
með annan fótinn ytra frá 2010.“
Eflaust eiga margir erfitt með að trúa því
að Jóhanna Guðrún sé bara 22 ára. Skýring-
in gæti verið sú að söngkonan hefur verið
afar lengi að. Fyrsta plata hennar kom út
þegar hún var 9 ára. Hún var ekki nema 18
ára þegar söng sig inn í hug og hjörtu Evr-
ópubúa með Is it True? og Norðmenn muna
margir hverjir eftir henni úr þeirri keppni.
Jóhanna Guðrún segir það alltaf koma jafn
skemmtilega á óvart.
„Sá tími sem er framundan er þannig að
ég held að ég hafi ekki áður verið jafn þétt-
bókuð. Þótt ég sé alltaf tilbúin að reyna að
troða viðburðum inn í dagskrá mína og sé
mjög jákvæð hef ég þurft að segja nei við
helling af hlutum og mér finnst það alltaf
jafn leiðinlegt – að þurfa að segja nei. Ég
held að það sé ekki einn dagur í desember
sem ég verð í fríi og ég er auðvitað mjög
þakklát líka fyrir það og spennt. Þetta eru
auðvitað allt aðrar aðstæður en heima. Hver
sýning sem sett er upp er sýnd oft og mikið
fé lagt í þær og að þeim kemur miklu fleira
fólk.“
Við hlið Jóhönnu stendur svo Davíð gítar-
leikari og saman semja þau alla tónlist Jó-
hönnu auk þess sem Davíð er á fullu í ótal
öðrum tónlistarverkefnum. Næsta plata, með
frumsaminni tónlist þeirra skötuhjúa, er í
vinnslu og er væntanleg á næsta ári. „Nei,
við byrjuðum ekki saman af því það hentaði
okkar vinnu,“ segir Jóhanna og hlær. „Að
geta unnið náið saman er bónus.“ Jóhanna
Guðrún segir að samband þeirra sé í raun
byggt á fremur skondnum aðstæðum – ást
við fyrstu sýn í fermingarveislu fyrir um
tveimur árum. „Ég var beðin um að syngja í
veislunni og var svolítið skeptísk því faðir
fermingarbarnsins sagði mér að hann ætlaði
sjálfur að útvega gítarleikarann. Mér fannst
Norðmenn
sitja um
Jóhönnu Guðrúnu
JÓHANNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR OG KÆRASTI HENNAR, DAVÍÐ SIGURGEIRSSON
KYNNTUST Í FERMINGARVEISLU OG ELTA NÚ STÓRA DRAUMINN Á MEGINLANDINU.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
* Við erum 22 og 25 ára og flestir vin-ir okkar hér, sem eru reyndar tónlist-arfólk upp til hópa, eru miklu eldri en við.
Enda erum við talin vera mjög ung miðað
við það sem við erum að gera.
ALLT KLÁRT FY