Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 39
Á
haustin brjótast tísku-
gyðjurnar fram enda er
fátt eins dásamlegt og
að klæða sig upp á í
hlýjar og lekkerar vetrarflíkur,
setja dökkan blýant í kringum
augun og lakka neglurnar með dökk-
um lit. Ef við ættum að velja vinsælasta
snið haustsins myndi „peplum“-sniðið
komast fyrsta sæti verðlaunapalls-
ins. Kjólar og toppar með „pepl-
um“-sniði eru þröngir niður í
mitti en þá víkka þeir út og mynda
örlitla vídd yfir magann. Þær sem
eru perulaga (grannar að ofan og
breiðari að neðan) verða eins og
grískar gyðjur í þessu sniði og
einnig þær sem eru eins og
stundaglös í laginu.
„Peplum“-snið dregur at-
hyglina að mittinu og fær-
ir augað frá öðrum líkams-
pörtum sem getur
stundum verið heppilegt.
Það sem er samt skemmtileg-
ast við þetta snið er hvað það
er fjandi kvenlegt. Það verða
næstum því allar konur
dásamlegar í þessu
sniði. Á dögunum las
ég grein um að karlar
væru sjúkir í mittis-
grannar konur. Ég
gat því miður ekki
gert rannsókn á því
fyrir þessi pistlaskrif
en ég hvet þær sem
eru á lausu að prófa
„peplum“-snið fyrir
næstu „kóræfingu“
og athuga hvort
sniðið virkar. „Pepl-
um“-sniðið ýkir
mittislínuna svo um
munar og keyrir
upp kynþokkann.
„Peplum“ er líka um
það bil fullkomið fyrir
þær sem eru stöðugt að
reyna að fela magann
og kunna illa við sig níðþröngum fötum. Ef þú ert
komin í topp með þessu sniði er hægt að fara í
þröngar gallabuxur við, pils með pensil-sniði eða
jafnvel víðar munstraðar buxur.
Nútískan kallar á að við blöndum saman ólíkum
efnum og munstrum. Í einhverjum sveitum hefði
þetta verið kallað að klæða sig eins og jólatré. Þær sem eru
fastar í því hugtaki ættu að gleyma því og einbeita sér að
því að endurnýja sig. Ég vil alls ekki meina að við þurfum
sífellt að hlaupa á eftir nýjustu tískustraumunum en við
þurfum að þróast í klæðaburði líkt og við reynum að
þróast sem manneskjur. Allar höfum við átt okkar há-
punkta á ferlinum en það er vandræðalegt að
festast í tískustraumum okkar besta tímabils.
Þið vitið um hvað ég er að tala.
martamaria@mbl.is
ÞÚLEGGUR
HANAEKKIFRÁ
ÞÉRÁNÞESSAÐ
KLÁRA...
KOMIN ÚT Á ÍSLENSKU
NÝ RÓMANTÍSK ÁSTARSAGA – KILJA Í STÓRU BROTI
Í bandaríska smábænum South Downs búa þrjár æskuvinkonur með fjölskyldum
sínum þegar heimsstyrjöldin síðari geisar í Evrópu og óvíst er um framvindu stríðsins
og hugsanlega hernaðaríhlutun.
Þetta er rómantísk ástarsaga sem lýsir vel litbrigðum lífsins þegar ungar konur þurfa
að standa á eigin fótum, með brennandi ástarþrá og örvæntingu í hjarta. Fylgst er með
lífi þeirra sem urðu eftir heima; kvenna er gengu í störf karla og þurftu jafnframt að
halda heimilinu gangandi. Barna sem komu jafnvel undir í örvæntingarfullum skyndi-
hjónaböndum, áður en feðurnir sneru aftur úr leyfi eða af frívakt. Foreldra sem sáu á
eftir sonum sínum í stríðið. Hvað hélt fólki gangandi? Og heimkoman: Hverjir sneru
aftur og voru þeir sömu menn og áður? Var hægt að halda áfram rétt eins og ekkert
hefði gerst? Kannski læknar tíminn öll sár?
Sagan gerist á árunum 1941–1964.
Lesbók ehf. bókaútgáfa, sími 534-1100, info@lesbok.is
21.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Kjóll með
„peplum“-
sniði úr H&M.
Marilyn Monroe-
varalitur frá MAC
4.190 kr.
Mittislínan
keyrir upp
kynþokkann
Alklæðnaður úr
sænska móðurskip-
inu H&M.
Sparikjóll
úr Zöru.
16.995 kr.
Prjónapeysa
með „peplum“-
sniði.