Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 37
5 ár sem tók að undirbúa stökkið. 300 manns sem komu að því að gera stökkið að veruleika. 40 sjónvarpsstöð- var sem sýndu beint frá stökkinu. 8.000.000 áhorfendur sem fylgdust með beinni útsendingu frá stökkinu áYoutube. Fæddur: 20.04.69 Fæðingarstaður: Salzburg,Austurríki Atvinna: Ofurhugi Áhugamál: Fallhlífarstökk, BASE-stökk Þjálfun: Fallhlífarhermaður Afrek: Fallhlífarstökk úr mestri hæð (39 km), mesti hraði í frjálsu falli (1342 km/klst.), mesta vegalengd í frjálsu falli (36,5 km), BASE-stökk fram af Krists-styttunni í Rio De Janeiro (29 m), BASE-stökk fram af Tapei-turninum í Kuala Lum- pur, Fallhlífar-stökk yfir Ermarsundið, fallhlífar- stökk með lendingu á Turning Torso í Malmö og BASE-stökk fram af húsinu í beinu framhaldi. FELIX BAUMGARTNER BÚNINGURINN Á ferðalaginu klæddist Baumgartner þrýstibúningi sem er ekki ósvipaður geimbúningum, en umtalsvert hreyfanlegri. Búningurinn var gerður úr lögum af Gore-tex og eldföstu Nomex efni, og hannaður til að halda 3,5 psi þrýstingi. Þrýstingnum var stjórnað með sama kerfi sem sá um að skammta honum súrefni. Stærsta hættan sem steðjaði að Baumgartner var að gat kæmi á búninginn. Í yfir 19 km hæð er loftþrýstingurinn svo lítill að blóð sýður við líkamshita, sem þykir kvalafullur dauðdagi. Þá þurfti búningurinn að vernda hann fyrir miklum hitasveiflum á leiðinni niður, en hann þolir hitastig frá -70°C til 40°C. Hjálmur Baumgartner var búinn sérstöku gleri sem verndaði hann fyrir útfjólublárri geilsun og hélt jöfnu hitastigi í gegnum miklar hitasveiflur til að hindra móðumyndun. FALLHLÍFIN Baumgartner bar með sér tvær aðalfallhlífar og eina bremsufallhlíf sem var til þess stoppa hann af ef hann færi að snúast óstjórnlega. Samanlagt voru þær 27 kg, en venjulegt fallhlífa- kerfi er um 9 kg, og þær fallhlífar sem notast er við í BASE-stökki eru 4-5 kg.Aðalfallhlífarnar má ekki opna á meira en 277 km hraða, sem þýðir að Baumgartner þurfti að draga úr hraðanum um meira en 1.000 km/klst. áður en hann gat opnað hlífina. Þetta gerðist að mestu sjálfkrafa þegar loft- mótstaðan jókst eftir því sem nær dró jörðu. Fallhlífarnar eru óvanalegar að því leyti að Baumgart- ner gat losað sig við þær. Ef hann hefði opnað fallhlífina of snemma hefði hann annars átt á hættu að klára súrefnið á leiðinni niður. UNDIRBÚNINGUR Undirbúningur fyrir stökkið stóð í fimm ár. Joe Kittinger, fyrrverandi met- hafi, var á meðal þeirra sem aðstoðuðu Baumgartner. Dagana fyrir stökkið át hann sérstaka fæðu til að draga úr gasmyndun í meltingarfærum sem getur verið mjög sársaukafull í lágum loftþrýstingi. HÆTTUR Í undirbúningi fyrir stökkið hafði Baumgartner og undirbúningsteymið skilgreint 16 hættur sem gætu haft áhrif á árangur hans. Þar á meðal var útfjólublá geislun, sviptivindar, högg við lendingu, verulegar hitasveiflur, súrefnisþurrð, kafaraveiki, snúningur í frjálsu falli, áhrif af hljóð- bylgjum við rof hljóðmúrsins, eldur um borð í loftbelgnum, gat á þrýstibúningnum og ótímabær opnun fallhlífar. AFP 21.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Margir þekkja vefsíðuna Tripadvis- or.com. Veitir hún fólki tækifæri á að nálgast, sem og veita, umsagnir um fjölda hótela, veitingastaða og annarra ferðaþjónustuaðila víða um lönd. Auðveldar hún þannig uppplýsingaöflun fólks í ferða- hugleiðingum. Síðan býður nú upp á ókeypis smáforrit, sem færir fólki þjónustuna beint í símann. FERÐALAGAAPP Auðveldar öfl- un upplýsinga Draumadeildar appið er komið út. (Official Fantasy Premier League app). Leikurinn gengur út á að stilla upp liði í ensku knattspyrnunni og fá menn stig fyrir lið sitt ef leik- mönnum liðsins gengur vel í raun- veruleikanum. Appið kom út fyrir öll helstu farsímastýrikerfin, Android, iOS, BlackBerry, Wind- ows Phone og Nokia symbian. ENSKI BOLTINN App draumanna Smáforritið Sleep Cycle er hentugt fyrir þá sem vilja koma reglu á svefninn. Notandinn leggur símann hjá sér í rúmið og fær upplýsingar gegnum forritið um hvernig svefn- inn er, hvenær er djúpsvefn o.s.frv. Forritið nemur svo hvenær líkam- inn er mest móttækilegur til að vakna og setur þá vekjaraklukkuna í gang. www.sleepcycle.com Svefngreining í símanum SLEEP CYCLE iPhone 5 Þynnri, léttari og öflugri Smáralind Opnunartímar Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 Laugardaga 11 - 18 | Sunnudaga 13 - 18 Laugavegi 182 Opnunartímar Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 Sími 512 1300 Apple EarPods Ný og mögnuð heyrnatól Sitja vel í eyrum Dýpri bassi Þola betur svita og raka Fjarstýring og hljóðnemi Verð frá: 179.990.- Vefverslun www.epli.is sendum frítt á land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.