Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 42
Jeroo Billimoria frá Indlandi er svokall-aður raðfrumkvöðull í að stofna fyr-irtæki í samfélagsþágu og segir að Vest- urlönd geti lært margt af þróunarlöndum hvað varðar meðferð pen- inga – horfa þurfi til barna sérstaklega og kenna þeim fjármálalæsi. Börnin skorti fé Jeroo stofnaði sín fyrstu samtök 16 ára og hefur nú stofnað samtals sex samtök en hún hefur einnig starfað sem kennari. Hún er margverðlaunuð fyrir framlag sitt í þágu samfélagsins og hefur gefið út bækur um fjármálalæsi fyrir börn. En hvernig kom það til að hún fór að beina augum að fjármálalæsi fyrir börn? „Það var enginn einn upphafsreitur,“ svarar hún. „Fyrir mörgum árum vann ég með hjálparsamtökum fyrir börn á Ind- landi. Við vorum með símanúmer sem þau gátu hringt í til að fá aðstoð og nýttu mörg börn sér þessa þjónustu. Við kom- umst hins vegar aldrei að rót vandans og það skorti alltaf fjármagn þannig að við fórum að kenna börnunum sjálfum að afla sér peninga. Fljótlega kom í ljós að það var ekki nóg. Einnig þurfti að kenna börnunum með- ferð fjármuna, að fóta sig í samfélaginu og sýna samfélagslega ábyrgð. Það má því segja að þetta tengist allt og því hefur þetta þróast smám saman, frekar en að hægt sé að nefna einhvern einn tíma- punkt.“ Yfir milljón barna Jeroo rekur nú samtökin Aflatoun, eða Aflatún, sem kenna börnum á aldrinum 6- 14 ára samfélagslega ábyrgð og fjármála- læsi. Samtökin ná til yfir milljón barna í yfir 80 löndum, einkum í þróunarlöndum, en þau eru nú að færa sig yfir til Vest- urlanda. Þar er, þegar öllu er á botninn hvolft, þörfin fyrir fjármálalæsi engu síðri en í þróunarlöndum. Þó að það sé ekki eins augljóst þegar allt gengur vel. Það má segja að þetta sé öfug þróun- araðstoð: Vesturlönd læra nú af þróunar- löndum í þessum málum en ekki öfugt. Á Vesturlöndum eru sam- tökin þegar starfrækt í Bretlandi og Hollandi, en eru að skjóta rótum í fleiri löndum, m.a. Íslandi og Noregi. „Við setjum þetta ekki á stofn sjálf, heldur finnum rétta fólkið,“ segir Jeroo. „Á Íslandi erum við í sam- starfi við stofnun um fjár- málalæsi um að hleypa þessu af stokkunum. Afla- tún er þó sjálfstætt verk- efni og þegar ráðist hefur verið í þýðingu á námsefn- inu og það aðlagað íslensk- um aðstæðum, ásamt því að þjálfa kennara og leiðbeinendur, þá er það fyllilega sjálf- bært.“ Var áður hent út Fjármálakreppan beindi augum Jeroo að því að þörf væri fyrir fjármálalæsi á Vest- urlöndum en hvernig hefur kreppan hitt þá fyrir sem vinna við að lesa fjár- mál? „Bæði vel og illa,“ segir hún. „Áður en þessir erfiðleikar urðu í fjármálaheiminum var mér eiginlega hent út ef ég fór á fund fyrirtækja til að leita eftir fjármagni til að kenna börnum fjármálalæsi og sam- félagslega ábyrgð. Nú er það hins vegar svo að flestir skilja þetta og taka mér með kostum og kynjum, en eiga hins vegar ekkert fjármagn til að leggja í verkefnin. Áhrif fjármálakrepp- unnar eru því bæði jákvæð og neikvæð hvað það varðar. Það er þó þannig að sam- starfslöndum fjölgar mjög hratt og við stefnum á að vera í 75 löndum eftir ár og horfum núna sérstaklega til Vesturlanda. Fyrir mér er Ísland mikilvægur áfangi í byrjun þess verkefnis að kynna fjármála- læsi fyrir börnum á Vesturlöndum. Við þurfum að hefja þessa vegferð,“ segir Jeroo Billimoria að lokum. KENNA ÞARF BÖRNUM AÐ FÓTA SIG Í SAMFÉLAGINU Öfug þróunaraðstoð JEROO BILLIMORA BYRJAÐI AÐ VEITA BÖRNUM Í FÁTÆKRAHVERFUM Á INDLANDI RÁÐGJÖF. NÚ TEYGJA SAMTÖKIN AFLATÚN SIG UM ALLAN HEIM. Steinar Þór Sveinsson steinarth@hotmail.com * Milljón barna í 80 löndum Afla-tún er sérþróað námsefni fyrir börn og unglinga í fjármálalæsi, samfélagsábyrgð og frumkvöðlastarfsemi. Þróun Aflatúnsnáms- efnisins hófst á Indlandi fyrir nær 20 árum þegar leitast var við að veita börnum, sem oft bjuggu við erfiðar félagslegar aðstæður, grunnþekkingu í fjármálum og á sama tíma upplýsa þau um réttindi sín og skyldur. Námsefnið náði til rúmlega 1,1 milljónar barna í tæplega 80 löndum um mitt ár 2012 en stefnan er sett á að ná til 10 milljóna barna í 120 löndum árið 2015. * Skila til baka til samfélagsins Nemendur skipuleggi og beri sameigin-lega ábyrgð á verkefni með það fyrir augum að „skila til baka til samfélagsins“. Í þróunarlöndum hafa nemendur víða stofnað lítinn rekstur til að bæta eigin hag og aðstöðu til náms og á sama tíma stuðlað að efnahagslegri framþróun í samfélagi sínu. Þannig hafa þau lært að fyrirtæki eru ekki aðeins til bóta fyrir eigendur þeirra heldur samfélagið allt. * 10 þúsund verkefni Í þróuðumsamfélögum er takmarkið fremur að nem- endur skipuleggi og beri ábyrgð á sam- félagslegu verkefni eða góðgerðarstarfsemi. Verkefnin geta bæði verið til góða fyrir fólk sem býr á Íslandi eða annars staðar í heiminum. Það eina sem skiptir máli er að verkefnið sé komið frá nemendum sjálfum, stuðli að bættu samfélagi og betri heimi. Nú þegar hafa börn skipulagt yfir 10 þús- und slík verkefni um allan heim fyrir tilstilli Aflatúnsnámsefnisins. * Tilraunakennsla í BolungarvíkHaustið 2012 hófst tilraunakennsla Aflatúns- námsefnisins við Grunnskólann í Bolungarvík. Farið var í gönguferðir um nágrenni skólans og samfélagið skoðað með öðrum augum en vanalega. Farið var í leiki og rætt saman um hvað nemendur ættu sameiginlegt. Þótt þau vissu margt hvert um annað kom ýmislegt á óvart. Eldri hóparnir unnu út frá samfélaginu, ræddu hvaða stöðu þeir gegndu í því og hvernig þeir gætu látið til sín taka. Jafnframt við fólk úr atvinnulífinu sem og bæjarstjórn um Aflatún og hvernig nemendur og sam- félagið gætu sameinað krafta sína til að bæta samfélagið, öllum til góða. Jeroo Billimoria Fjármál heimilanna Aflatún eru samtök sem fræða krakka í 80 löndum um fjármálalæsi og samfélagslega ábyrgð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.