Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 33
V
ið erum vinkonur og höf-
um allar haldið sambandi
frá því í menntaskóla og
fyrir um ári stofnuðum
við klúbb og hittumst einu sinni í
mánuði,“ segir Eva Laufey Kjaran
Hermannsdóttir viðskiptafræðinemi.
Vinkonurnar eru allar upphaflega
frá Akranesi og voru saman þar í
menntaskóla en eru nú þrjár flutt-
ar í burtu. Þær hittust á heimili
Evu Laufeyjar á Akranesi fyrr í
vikunni, þær Agla Harðardóttir,
Fríða Ásgeirsdóttir, Eva Eiríks-
dóttir og Edit Ómarsdóttir og
gæddu sér á smá síðdegishress-
ingu.
„Ég er svolítið þannig að ég finn mér alltaf til-
efni til að stofna einhvern klúbb og ég er í heil-
um fjórum klúbbum tengdum mat, þar á meðal 20
manna kökuklúbbi sem við erum allar í,“ segir
Eva Laufey sem finnst fátt skemmtilegra en að
bjóða heim.
„Í þessum klúbbi skiptumst við á að bjóða heim,
gjarnan um helgar, og erum lítið í þyngri mat-
reiðslu. Meira þannig að við höfum nokkra létta
rétti og endum svo á einhverju sætu; svona rús-
ínan í pylsuendanum.“ Að þessu sinni var pasta-
salat með ýmiss konar góðgæti á boðstólum, mexí-
kósk kjúklingasúpa, brauð, pestó og súkkulaðimús í
endann.
Maturinn heppnaðist vel að sögn Evu Laufeyjar
og súkkulaðimúsin sló í gegn í vinkonuhópnum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
LÉTT SÍÐDEGISMATARBOÐ Á AKRANESI
Í fjórum klúbbum
*Við erum lítiðí þyngri matreiðslu. Meira
þannig að við höf-
um nokkra létta
rétti og endum svo
á einhverju sætu;
svona rúsínan í
pylsuendanum.
FIMM VINKONUR Á AKRANESI HITTAST AÐ MINNSTA KOSTI EINU SINNI Í MÁNUÐI TIL
AÐ SNÆÐA EITTHVAÐ LÉTT SAMAN, EN EVA LAUFEY KJARAN HERMANNSDÓTTIR
BAUÐ HEIM Í ÞETTA SKIPTIÐ. ÞÆR ERU ALLAR AUK ÞESS Í 20 MANNA KÖKUKLÚBBI.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Falleg haustskreyting að hætti húsfreyjunnar.
21.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Stöckli þurrkofnarnir eru eftirlæti þeirra sem
vilja nýta uppskeru ársins til fulls. Þurrkun eykur
geymsluþol og viðheldur bragði og næringarefnum
fæðunnar. Þurrkofninn er fyrirferðarlítill, með
hitastilli frá 20°C upp í 70°C sem er akkúrat það
sem þarf til að þurrka ávexti, grænmeti, sveppi,
kryddjurtir, kjöt o.fl. Það má auðvitað þurrka berin
með hárblásara - en við mælum ekki með því.
laugavegi 47, opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-17 www.kokka.is kokka@kokka.is
... og 70°C seinna
áttu rúsínu!