Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 34
Morgunblaðið/RAX SKRIFBORÐSHLAUPABRETTI Höfuð mannsins fer ekki að virka sem skyldi fyrr en eftir a.m.k. 20 km göngu. Það stendur í bókum. Fyrir vikið dreymir Edwin um skrifborðshlaupabretti, þar sem hann getur hreyft sig við vinnuna og þannig hámarkað afköstin. SNJALLSÍMINN Edwin talar ekki bara í Nokia-snjallsímann sinn. Hann les og svarar tölvupósti, myndar reiðinnar ósköp á vettvangi verkefni, styðst við GPS-tækið, grípur til hallamálsins og talar minnispunkta inn á diktafóninn. HÖFUÐTÓL Þessi Bose-höfuðtól fékk Edwin í teiggjöf á Pro-Am golfmóti í Bandaríkjunum. Þau lágu hins vegar ónotuð í níu ár þangað til hann áttaði sig á notagildi þeirra. Þau eru t.a.m. ómissandi í flugvélum, þar sem þau útiloka svo til alveg hávaða. VÍNKÆLIR Edwin á talsvert af framandi vínflöskum sem hann hefur fengið að gjöf frá ánægðum við- skiptavinum sínum í fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna. Hann dreymir fyrir vikið um að eignast almennilegan vínkæli, þannig hann geti boðið vinum sínum, svo sem Kristjáni Jónssyni frá Bolungarvík, upp á glas úr flöskum sem geymdar hafa verið við bestu hugsanleg skilyrði. KAFFIVÉLIN Aldrei er hægt að byrja daginn betur en á góðum kaffisopa. Edwin þakkar því æri máttarvöldum fyrir Quick Mill-kaffivélina sína sem er Profess- ional í þokkabót. Hann getur því borið fram kaffi sem fagmaður væri. RAFMAGNSRAKVÉLIN Edwin er með hnausþykka skeggrót og fullyrðir að hann væri löngu farinn á höf- uðið þyrfti hann að kaupa rakvélarblöð. Þess vegna er Remington-vélin þarfaþing. Hlaupið í vinnunni EDWIN ROALD RÖGNVALDSSON GOLFVALLAARKITEKT EDWIN ROALD RÖGNVALDSSON GOLFVALLAARKITEKT ER EKKI MIKILL GRÆJUKARL. ÁN SNJALLSÍMA OG FARTÖLVU GETUR HANN ÞÓ EKKI VERIÐ Í SINNI VINNU OG SVO LEYNA MUNAÐARGRÆJURNAR Á SÉR. *Græjur og tækniÞað tók 5 ár að undirbúa tæknilegu hliðina á stökki Felix Baumgartners úr 39 km hæð »36 Kanadíski rokkarinn Neil Young vinnur um þessar mundir að nýrri aðferð til stafrænnar vistunar tónlistar, sem á að vera mun full- komnari en MP3-formið, sem nú er notast við. „Ég verð æfur þegar ég heyri lögin mín leikin með MP3,“ sagði Young í samtali við þýska vikuritið Der Spiegel í tilefni af út- komu sjálfsævisögu sinnar, sem ber nafnið „Hippadraumur“. „Það eyðileggur tónlistina mína. Það er sárt, ég get ekki hlustað á þetta.“ Young segir í viðtalinu að MP3 varðveiti aðeins brot af hljómupplýsingum tónlistar. „Formið mitt og tilheyrandi spilari, sem heitir Pono, heldur næstum 100% upplýsing- anna til skila – eins og góður vínill. Spilarinn kemur á markað á næsta ári. Og þá: Bless, iPod.“ LÆTUR HIPPADRAUMINN RÆTAST OG BÝÐUR STÓRVELDI BIRGINN Neil Young í slag við Apple AFP Neil Young á sviði ásamt hljómsveitinni Crazy Horse á tónleikum í Albuquerque í Nýju Mexikó í ágúst. Young, sem er 66 ára, er að vinna að nýju stafrænu geymsluformi fyrir tónlist, sem varðveitir tóngæði að sögn mun betur en MP3-formið og hyggst skáka tónlistarrisanum Apple. Blaðamaður Der Spiegel segir að hippa- draumurinn lifi greinilega enn með Young fyrst hann ætli einn að vaða í risann Apple. „Það að vera hippi þýðir í fyrsta lagi: Mér líður vel með það sem ég geri,“ segir hann. „Í öðru lagi: Ég veit ekki hvert það leiðir. Í þriðja lagi: Ég verð að hafa nóg að gera og fylgja eftir öllum þessum verkefnum, hversu brjálæðislega sem þau kunna að hljóma. En ég er líka skipsstjórinn á orrustuskipinu. Í 50 ár stóð ég á þilfarinu. Og ég er særður. Heyrnin er ekki eins og hún var. En ég veit hvað ég heyri. Þess vegna veit ég að mál- efnið er mikilvægt. Á morgun ætlum við að flytja plötur Bobs Dylans, „Highway 61 Re- visited“ og „The Freewheelin’ Bob Dylan“ í Pono. Og við notum meira að segja upp- runalegu upptökurnar.“ kbl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.