Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Síða 34
Morgunblaðið/RAX SKRIFBORÐSHLAUPABRETTI Höfuð mannsins fer ekki að virka sem skyldi fyrr en eftir a.m.k. 20 km göngu. Það stendur í bókum. Fyrir vikið dreymir Edwin um skrifborðshlaupabretti, þar sem hann getur hreyft sig við vinnuna og þannig hámarkað afköstin. SNJALLSÍMINN Edwin talar ekki bara í Nokia-snjallsímann sinn. Hann les og svarar tölvupósti, myndar reiðinnar ósköp á vettvangi verkefni, styðst við GPS-tækið, grípur til hallamálsins og talar minnispunkta inn á diktafóninn. HÖFUÐTÓL Þessi Bose-höfuðtól fékk Edwin í teiggjöf á Pro-Am golfmóti í Bandaríkjunum. Þau lágu hins vegar ónotuð í níu ár þangað til hann áttaði sig á notagildi þeirra. Þau eru t.a.m. ómissandi í flugvélum, þar sem þau útiloka svo til alveg hávaða. VÍNKÆLIR Edwin á talsvert af framandi vínflöskum sem hann hefur fengið að gjöf frá ánægðum við- skiptavinum sínum í fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna. Hann dreymir fyrir vikið um að eignast almennilegan vínkæli, þannig hann geti boðið vinum sínum, svo sem Kristjáni Jónssyni frá Bolungarvík, upp á glas úr flöskum sem geymdar hafa verið við bestu hugsanleg skilyrði. KAFFIVÉLIN Aldrei er hægt að byrja daginn betur en á góðum kaffisopa. Edwin þakkar því æri máttarvöldum fyrir Quick Mill-kaffivélina sína sem er Profess- ional í þokkabót. Hann getur því borið fram kaffi sem fagmaður væri. RAFMAGNSRAKVÉLIN Edwin er með hnausþykka skeggrót og fullyrðir að hann væri löngu farinn á höf- uðið þyrfti hann að kaupa rakvélarblöð. Þess vegna er Remington-vélin þarfaþing. Hlaupið í vinnunni EDWIN ROALD RÖGNVALDSSON GOLFVALLAARKITEKT EDWIN ROALD RÖGNVALDSSON GOLFVALLAARKITEKT ER EKKI MIKILL GRÆJUKARL. ÁN SNJALLSÍMA OG FARTÖLVU GETUR HANN ÞÓ EKKI VERIÐ Í SINNI VINNU OG SVO LEYNA MUNAÐARGRÆJURNAR Á SÉR. *Græjur og tækniÞað tók 5 ár að undirbúa tæknilegu hliðina á stökki Felix Baumgartners úr 39 km hæð »36 Kanadíski rokkarinn Neil Young vinnur um þessar mundir að nýrri aðferð til stafrænnar vistunar tónlistar, sem á að vera mun full- komnari en MP3-formið, sem nú er notast við. „Ég verð æfur þegar ég heyri lögin mín leikin með MP3,“ sagði Young í samtali við þýska vikuritið Der Spiegel í tilefni af út- komu sjálfsævisögu sinnar, sem ber nafnið „Hippadraumur“. „Það eyðileggur tónlistina mína. Það er sárt, ég get ekki hlustað á þetta.“ Young segir í viðtalinu að MP3 varðveiti aðeins brot af hljómupplýsingum tónlistar. „Formið mitt og tilheyrandi spilari, sem heitir Pono, heldur næstum 100% upplýsing- anna til skila – eins og góður vínill. Spilarinn kemur á markað á næsta ári. Og þá: Bless, iPod.“ LÆTUR HIPPADRAUMINN RÆTAST OG BÝÐUR STÓRVELDI BIRGINN Neil Young í slag við Apple AFP Neil Young á sviði ásamt hljómsveitinni Crazy Horse á tónleikum í Albuquerque í Nýju Mexikó í ágúst. Young, sem er 66 ára, er að vinna að nýju stafrænu geymsluformi fyrir tónlist, sem varðveitir tóngæði að sögn mun betur en MP3-formið og hyggst skáka tónlistarrisanum Apple. Blaðamaður Der Spiegel segir að hippa- draumurinn lifi greinilega enn með Young fyrst hann ætli einn að vaða í risann Apple. „Það að vera hippi þýðir í fyrsta lagi: Mér líður vel með það sem ég geri,“ segir hann. „Í öðru lagi: Ég veit ekki hvert það leiðir. Í þriðja lagi: Ég verð að hafa nóg að gera og fylgja eftir öllum þessum verkefnum, hversu brjálæðislega sem þau kunna að hljóma. En ég er líka skipsstjórinn á orrustuskipinu. Í 50 ár stóð ég á þilfarinu. Og ég er særður. Heyrnin er ekki eins og hún var. En ég veit hvað ég heyri. Þess vegna veit ég að mál- efnið er mikilvægt. Á morgun ætlum við að flytja plötur Bobs Dylans, „Highway 61 Re- visited“ og „The Freewheelin’ Bob Dylan“ í Pono. Og við notum meira að segja upp- runalegu upptökurnar.“ kbl@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.