Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 12
*Birkirfagnarmarki sínu í Albaníu um daginn með Óðni Svans- syni nuddara. Óðinn sagði Birki fyrir leik að hann myndi skora! MEÐALALDUR Í LANDSLIÐINU EKKIVERIÐ LÆGRI Í ÁRATUG Hannes Þór Halldórsson 28 Grétar Rafn Steinsson 30 Kári Árnason 30 Ragnar Sigurðsson 26 Ari Freyr Skúlason 25 Aron Einar Gunnarsson 23 Emil Hallfreðsson 28 Alfreð Finnbogason 23 Gylfi Þór Sigurðson 23 Rúrik Gíslason 24 Birkir Bjarnason 24 Algengasta byrjunarliðið í fyrstu leikjum undankeppni HM 2014 Meðalaldur byrjunarliðsins í fyrstu fjórum leikjum undankeppni HM er 25,8 ár. Sú tala getur breyst í báðar áttir. Kolbeinn Sigþórsson, 22 ára, er fyrsti kostur í fram- línuna en er meiddur. Eiður Smári Guðjohnsen, 34 ára, hefur heldur ekki verið með í haust en bætist örugglega í hópinn. *Aron Einar Gunnarsson 19 ára og Brynjar Björn Gunnarsson 33 ára voru hvor um sig fjórum sinnum í byrjunarliðinu og er meðaltalið því mismunandi eftir því hvor er valinn U nd an ke pp ni EM 20 00 U nd an ke pp ni H M 20 02 U nd an ke pp ni EM 20 04 U nd an ke pp ni H M 20 06 U nd an ke pp ni EM 20 08 U nd an ke pp ni H M 20 10 * U nd an ke pp ni H M 20 14 29,0 28,5 28,0 27,5 27,0 26,5 26,0 25,5 U nd an ke pp ni EM 20 12 26,9 26,5 27,0 26,5 26,6 27,1 28,4 28,9 25,8 Hvíti víkingurinn S íminn hringdi hjá Luca Lúkasi Kostic árið 2004, sem er auðvitað ekki í frásögur færandi nema hvað í þetta ákveðna skipti var erindið ekki hversdagslegt. Á lín- unni var gamall liðsfélagi hans úr Þór á Ak- ureyri, Bjarni Sveinbjörnsson, búsettur í Noregi, og spurði: „Má sonur minn koma á æfingu til þín? Ég held hann sé nógu góður til að spila með landsliðinu.“ Luca var þjálfari landsliðs 17 ára og yngri og reyndist sammála sínum gamla vini. Drengurinn var nógu góður og hefur spilað marga leiki fyrir Íslands hönd síðan. Birkir Bjarnason fæddist á Akureyri en steig fyrstu knattspyrnuskrefin í Vestmanna- eyjum, þá fimm ára, þegar faðir hans lék eitt sumar með ÍBV. Þetta var 1993. Þegar fjölskyldan fór aftur norður settist hún að á Brekkunni og Birkir fór að æfa með KA. Í því 6. flokks liði voru þá tveir framtíðarlandsliðsmenn; Birkir og Almarr Ormarsson, sem nú leikur með Fram. Gott hlutfall það! Birkir lagði stund á ýmsar íþróttir; sund, handbolta og frjálsíþróttir en var alltaf hrifn- astur af fóboltanum. Þegar hann var 11 ára tók fjölskyldan sig upp og flutti Noregs, 1999. Faðir hans var geysigóður knatt- spyrnumaður og er markahæsti Þórsarinn í efstu deild en móðir Birkis, Halla Halldórs- dóttir, var einnig góð íþróttakona; lék lengi blak með KA og var landsliðsmaður í íþrótt- inni. Halla æfði reyndar frjálsíþróttir með UNÞ á sínum yngri árum þegar faðir hennar var skólastjóri á Lundi í Öxarfirði. Birkir hefur því sannarlega ekki íþróttagenin bara úr föðurnum og margir þykjast einmitt þekkja baráttukrafinn úr móðurinni! Foreldrar Birkis segja hann hafa verið mjög öflugan strax frá unga aldri. „Hann var alltaf með þeim betri í yngri flokkunum og þegar hann kom til Noregs spilaði hann yfir- leitt með eldri strákum, því gæðamunurinn var töluverður. Íslenskir jafnaldrar hans voru betri en þeir norsku,“ segir faðirinn. Bjarni, Halla og börnin þrjú, Birkir, Björg og Kristófer Atli, fluttu á sínum tíma til Fyggjo sem er úthverfi Sandnes, 60 þúsund manna bæjar, sem er samvaxinn Stavanger. Birkir hóf að leika með meistaraflokki Fyggjo í 3. deild aðeins 15 ára að aldri og ári seinna var hann fenginn til Víkings í Stafangri. Fyrsti leikur Birkis í aðalliði Vík- ings var Evrópuleikur í Búlgaríu þegar hann var 17 ára og vert er að geta þess að þjálfari Víkings var enginn annar en Roy Hodgson, nú landsliðsþjálfari Englands. Standard Liege í Belgíu keypti Birki frá Víkingi í fyrravetur en hann staldraði ekki nema nokkra mánuði við þar á bæ. Útsend- arar Pescara, sem leikur í efstu deild á Ítalíu, sáu hann með landsliðinu gegn Frökkum og Svíum, hrifust af Íslend- ingnum, fengu hann að láni og hafa for- kaupsrétt að loknum þessum vetri. Birkir var strax í æsku ör og virkur, að sögn foreldranna. „Það fór töluvert fyrir honum, hann meiddi sig oft en var alltaf harður af sér. Hélt alltaf áfram, sama á hverju gekk, bæði í fótboltanum og öðru. Hann er mjög jákvæður, tilfinningaríkur og geðgóður,“ segir móðir hans við Morgun- blaðið. Halla segir Birki trygglyndan og mikinn fjölskyldumann, þótt hann hafi ekki enn stofnað fjölskyldu sjálfur. „Hann er duglegur við að heimsækja afa og ömmu þegar hann er á Íslandi og fer alltaf heim til Akureyrar í fótboltafríunum. Fjöl- skylda mín hefur lengi verið í hesta- mennsku og Birkir ríður eins oft út og hann mögulega getur þegar hann er á Akureyri. Hann var einmitt að kaupa sér fyrsta hestinn um daginn,“ segir Halla. Meðan Birkir sparkar bolta á Ítalíu er fákurinn í góðu yfirlæti í höfuðstað Norðurlands. Tveir gæð- ingar þar á ferð. KYNSLÓÐASKIPTI HAFA ORÐIÐ SÍÐUSTU MISSERI Í KARLALANDSLIÐINU Í KNATTSPYRNU. EINN ÞEIRRA LEIKMANNA SEM MIKLA ATHYGLI HAFA VAKIÐ UNDANFARIÐ ER AKUREYRSKI NORÐMAÐURINN BIRKIR BJARNASON SEM LÉK MEÐ VIKING Í STAFANGRI EN ER NÚ Á MÁLA HJÁ PESCARA Á ÍTALÍU. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Fimm ára Þórsari 1993 þegar faðir hans lék með ÍBV. Vinir í 6. flokki KA. Birkir með húfuna, Almarr Ormarsson aftast fyrir miðju. Roy Hodgson, núverandi landsliðs- þjálfari Englands, gaf Birki fyrsta tækifærið með aðalliði Víkings. Ljósmynd/Albanska knattspyrnusambandið Úttekt 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.