Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2012
Matur og drykkir
M
atreiðsluvörur ýmiss konar eru í aðalhlutverki á vefsetri Mjólkursamsölunnar
www.gottimatinn.is sem fór í loftið á dögunum. Meðal þess sem þar er kynnt er
til dæmis grísk jógúrt, ostar og rjómi, allt vörur sem henta vel til matargerðar.
Vefsetur þetta nýtur vinsælda enda má þar finna margskonar upplýsingar og
hagnýt ráð sem duga vel í matargerð. Að sögn Guðnýjar Steinsdóttur, markaðsstjóra MS,
var mikil vinna lögð endurgerð vefsetursins og leiðarljósið var að gera síðuna notendavænni.
Meðal breytinga sem fylgja nýja útlitinu er aukin áhersla á matarmyndir með uppskrift-
unum. „Auk þess eru nú ítarlegri upplýsingar um matreiðsluna og hafa allar uppskriftir
verið flokkaðar í einfaldar, miðlungs og erfiðar. Auðvelt er að leita að uppskriftum á síðunni
og hægt er að skrá sig á síðuna og halda þar utan um sínar uppáhaldsuppskriftir,“ segir
Guðný og bætir við að framsetning og áherslumál á síðunni muni að nokkru leyti taka mið
af tíðarandanum hverju sinni. Nú fari til dæmis margir að huga að bakstri fyrir jólin og þar
er til dæmis rjómi og smjör mikilvægt hráefni.
Ein helsta nýlundan í efnistökum á vefsetrinu nú eru skrif nokkurra matgæðinga sem
leggja orð í belg um matargerð. Þeir hafa allir mjög ólíkar áherslur: Thelma Þorbergsdóttir
sérhæfir sig í kökuuppskriftum, Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson leggja
áherslu á að elda eftir árstíðum, Erna Viktorsdóttir skrifar um heilsurétti og Kári Sævars-
son mun blogga um franska matargerð og margt fleira.
„Matur er menning. Við höfum skynjað að áhugi fólks fyrir matarbloggi er mikill og
margir skrifa skemmtilega pistla um það efni. Því tókum við slaginn og fáum sjónarhorn
þessa fólks, sem bæði getur skrifað skemmtilegan texta og galdrað fram veislu úr góðu hrá-
efni,“ segir Guðný að lokum. sbs@mbl.is
MATARBLOGG Á MJÓLKURVEF
Veislan og galdurinn
MARGT MÁ MATBÚA ÚR MJÓLKINNI. NÝR VEFUR HJÁ
MS. FJÖLDI VELÞEKKTRA BLOGGARA LEGGUR ORÐ Í
BELG OG GEFUR GÓÐ RÁÐ.
Undirbúningstími 20 mín. Bökunartími 20
mín. 24 stykki
340 g hveiti
3 tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
170 g smjör við stofuhita
375 g sykur
5 stk eggjahvítur
2½ tsk. vanilludropar
280 ml mjólk
24 Oreo-kexkökur
Hitaðu ofninn í 180 gráður og raðaðu 24
bollakökuformum á ofnplötu.
Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í sér-
skál og setjið til hliðar.
Hrærið smjör þar til mjúkt og bætið svo
sykrinum saman við og hrærið þar til blandan
verður ljós og létt.
Bætið saman við eggjahvítunum, einni í
einu, og hrærið vel á milli, bætið svo van-
illudropum saman við.
Blandið hveitiblöndunni varlega saman við
ásamt mjólkinni, gott er að setja smá af hvoru
tveggja í einu og leyfa því að blandast vel á
milli. Setjið heila oreo-köku í botninn á
hverju bollakökuformi og setjið svo deigið yf-
ir, fyllið formið ekki meira en u.þ.b. 2⁄3. Þeir
sem vilja hafa eitthvað óvænt inni í miðjunni á
kökunni geta sett mini-sykurpúða ofan í deig-
ið og ýtt niður. Bakið í u.þ.b. 20 mín.
Oero-krem
450 g smjör við stofuhita
50 ml rjómi
2 tsk. vanilludropar
1 kg flórsykur
15 Oreo-kökur muldar vel niður, gott
er að nota matvinnsluvél
Hrærið smjör þangað til það verður mjúkt og
fínt. Bætið flórsykrinum smám saman við og
hrærið vel á milli. Bætið smá og smá af rjóm-
anum saman við. Bætið vanilludropum saman
við. Myljið Oreo-kexið í matvinnsluvél og
blandið saman með sleif.
Sprautið kremi á kældar kökurnar og
skreytið með Oreo-kexi.
24 BOLLAKÖKUR
Margar nýjungar, segir Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri hjá MS.
Morgunblaðið/Eggert