Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 15
21.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Arion banki býður nú kaupleigu og bílalán til að fjármagna
bílakaup. Viðskiptavinir í Vildarþjónustu njóta hagstæðra
kjara og geta sparað sér töluverða fjármuni.
AÐILD AÐ FÍB
Viðskiptavinir sem fjármagna bílakaup sín hjá Arion banka
fá ársaðild að Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Aðildin
felur m.a. í sér neyðarþjónustu allan sólarhringinn, öflugt
afsláttarkerfi og lögfræði- og tækniráðgjöf um allt sem
lýtur að bílnum.
Á arionbanki.is finnur þú reiknivél sem sýnir með
einföldum hætti muninn á þeim valkostum sem í boði eru.
Arion bílafjármögnun auðveldar þér að eignast og
reka bílinn þinn á hagkvæman hátt.
HAGKVÆM
BÍLAFJÁRMÖGNUN
4% MINNI
eldsneytiskostnaður með réttum
loftþrýstingi í dekkjunum
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
2
-1
9
8
8
„Það er kannski rétt að nefna að
ég sagði mig úr Sjálfstæðis-
flokknum þegar ég var skipaður
dómari árið 2004. Þetta gerði ég til
þess að sýna með táknrænum hætti
að dómstörf mín yrðu ópólitísk þó
að reyndar sé nær óþekkt að
flokkapólitík komi við sögu í dóms-
málum. Nú ætla ég að ganga aftur í
flokkinn fyrst og fremst til að
styðja Brynjar Níelsson lögmann
sem hefur tekið til máls um mjög
þarfa hluti og er maður réttarör-
yggis og borgaralegra gilda. Ég vil
endilega að hann komist á þing og
helst að hann verði innanríkis-
ráðherra að kosningum loknum. En
svarið við spurningu þinni er að
þessir menn hafa aldrei látið sig
dómstörf mín neinu skipta. Í einu
máli sem ég sat í komu þessir menn
og gjörðir þeirra við sögu en það
var í hinu svokallaða neyðarlaga-
máli. Þetta var erfitt mál enda
miklir hagsmunir í húfi. Ég komst
að þeirri niðurstöðu að gjörðir þess-
ara vina minna stæðust ekki stjórn-
arskrána og skilaði sératkvæði um
það, einn af sjö dómurum.“
Þú ert þekktur fyrir að skila sér-
álitum. Af hverju er það?
„Ég held að skýringin sé sú að
ég er með annan bakgrunn í lög-
fræðinni en hinir dómararnir sem
höfðu annaðhvort verið dómarar
alla sína starfsævi eða kennt lög-
fræði áður en þeir urðu dómarar.
Ég hafði starfað sem málflytjandi
og lögmaður og vissi hvernig það er
fyrir fólk að eiga mál sitt undir
réttarkerfinu. Þegar á að skerða
frelsi, eignir eða beita ríkisvaldi
gegn borgurum byrjaði ég því alltaf
á að spyrja mig: Er lagaheimild
fyrir hendi og eru atvik málsins
sönnuð með þeim hætti að inngrip
sé heimilt? Mér fannst hinir oft
nálgast þetta á annan hátt þó að
þar hafi ekki allir verið undir sömu
sök seldir.
Mín afstaða til dómstarfsins hef-
ur alltaf verið sú að hver dómari
eigi að taka sjálfstæða afstöðu til
sakarefnis. Þetta sé forsenda fyrir
því að dómurinn sé fjölskipaður. Ef
ágreiningur er til staðar eiga menn
að ræða hann í þaula til að öðlast
skilning á því hvar hann raunveru-
lega liggur og freista þess að jafna
hann. Ef ekki næst samkomulag
ber dómurunum skylda til að skila
sératkvæði vegna þess að þeir eru
ekki þarna til að greiða atkvæði í
þágu einingar, eða fjölskyldustemn-
ingar í réttinum eins og sumir dóm-
aranna kölluðu það. Þeim ber
skylda til þess að fylgja eigin lög-
fræðilegu sannfæringu. Einfalt, ekki
satt!“
Að lokum, þú ert þekktur fyrir að
hafa ákveðnar skoðanir og hefur í
gegnum tíðina fengið á þig harða
gagnrýni. Tekurðu slíka gagnrýni
inn á þig?
„Nei, ég er að eðlisfari léttur í
sinni og tek þeim verkefnum sem
dagurinn býður upp á. Ég hef alla
tíð reynt að vera sjálfum mér trúr
og lifa í samræmi við sannfæringu
mína. Ég er ekki að segja að það
hafi alltaf tekist. Um það verða aðr-
ir að dæma, en þetta hefur verið
markmiðið og ég hef verið upptek-
inn af því. Þess vegna sef ég vel á
næturnar og geng jafnan glaður til
næsta dags.“
Morgunblaðið/Kristinn
Fann fyrir
mótbyr og
andúð
Í VIÐTALI GERIR JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON UPP
ÁRIN Í HÆSTARÉTTI. HANN RÆÐIR UM ÞÆR BREYT-
INGAR SEM HANN TELUR ÞÖRF Á AÐ GERA Á RÉTT-
INUM OG SEGIST HAFA MÆTT ANDÚÐ ANNARRA
DÓMARA ÞAU ÁR SEM HANN STARFAÐI ÞAR.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is