Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 47
rithöfundur þarf að lifa einföldu og óspennandi lífi; ef glamúr
og gleði eru við völd verða afköstin minni. Það þýðir ekki að
vera hangandi á kaffihúsum eða fullur, dansandi uppi á borði;
það eina sem dugir er að sitja á rassinum og skrifa og ég er
sáttur við þann díl. 80% vinnunnar fara einmitt í að sitja á
rassinum og hugsa! Mér finnst mitt hlutverk vera að skrifa
bækur en ekki að hlæja í kokteilboðum eða drekka hið fræga
latte. Ég bý ekki einu sinni í 101, það er ekkert latte hér í
107.“
Listamenn sinni listinni
Stefán segir valið sitt en annað sé vitaskuld jafn réttmætt.
„Það getur verið spennandi að lifa í glaumi og gleði en bók-
menntirnar toguðu sterkar í mig. Þær hafa yfirhöndina. En
mér finnst margir listamenn of uppteknir af öðru en því sem
þeir eiga að vera að gera; rithöfundur á að skrifa bækur,
myndlistamaður að mála myndir, ekki að byggja upp tengsl-
anet eða koma sér í mjúkinn hjá dómnefndum eða sverma fyr-
ir verðlaunum eða styrkjum. Mín skoðun er að menn eigi að
sinna sinni vinnu, búa til list.“
Aftur að einfaldleikanum.
„Ég grínast stundum með það að ég sé Drakúla greifi í
kastalanum á fjallinu, fjarri mannabyggð. Ég reyni að vísu að
láta ekki líða dag án þess ég hitti fólk en það tekst ekki alltaf
og þá hringi ég í einhvern. Það getur verið furðulegt að búa í
borg en hitta engan!“
Hann fer reyndar mikið út og segist hreyfa sig reglulega.
„Ég bæði hjóla og hleyp og hef gert lengi. Ég er kominn yfir
fertugt, hef engan áhuga á því að eldast og verð því að passa
mig á að vera í formi.“
Nýjustu bókina tileinkar hann börnum sínum, Helenu og
Kolgrími. Og segir aðspurður að föðurhlutverkið hafi aldrei
verið fjarri huga hans við skriftirnar.
„Í bókinni er ég líklega að skrifa um það hræðilegasta sem
ég gæti ímyndað mér. Það er ef til vill einhvers konar
sjálfsþerapía eða spennufíkn að skrifa um það sem maður er
hræddur við. Það er líka mikil ógn í því að reyna að horfa á
heiminn með augum barns sem er hrætt.“
Trúir innst inni á drauga
Stefán Máni segist ekki vilja trúa því að draugar séu fyrir
hendi, en innst inni geri hann það samt og finnist óþægilegt.
„Ég vil ekki sjá að menn séu að reyna að ná sambandi við
framliðna en ég spyr mig þegar ég ligg andvaka og úttaugað-
ur hvað sé ímyndun og hvað raunveruleiki. Þær spurningar
sem ég veit ekki svarið við finnst mér heillandi og satt að
segja trúi ég öllum fjandanum. Mín reynsla er sú að fjandinn
gangi laus.“
Hann skrifar jafnt og þétt. Segist líta á sig sem bónda eða
trillusjómann. „Bónda af því að hann sinnir búverkum á hverj-
um degi hvort sem honum líkar betur eða verr, og trillusjó-
mann vegna þess að stundum veiðir hann en stundum ekki;
það er ekki á vísan að róa. Stundum ganga bækur vel og
stundum ekki. Ég er agaður og einbeittur, eljusamur og ósér-
hlífinn, en enginn harðstjóri. Vinn á hverjum degi, held mig
bara að efninu og hef alltaf verið þannig. Ég er gamall frysti-
húsgaur sem er vanur að vinna og hin einfalda staðreynd er
að ef ég skrifa ekki bók fæ ég ekki tekjur og borða þá ekki
kvöldmat. Þetta er því einfaldur hvati!“
Börnin hans eru bæði fædd í nóvember. Þau verða 7 ára og
11 eftir nokkra daga. „Þetta er litla fjölskyldan mín og við er-
um mikið saman. Þau búa í sama í hverfi, ég er nálægt skól-
anum þeirra og við erum miklir félagar. Við hlustum mikið á
rokk hér heima, hér eru skipulagðir fyrirlestrar um rokkið og
tónlist almennt í máli og myndum, við spilum, ég þýði textana
og dæli út upplýsingum um hljómsveitarmeðlimi. Það besta
við að eiga börn er að upplifa barnið í sjálfum sér; hina barns-
legu gleði. Að eiga börn er að fá að vera barn og það er ómet-
anlegt.“
myrkfælinn. Sá draug í hverju horni! Ég lifi mig yfirleitt mjög
sterkt inn í það sem ég er að gera, sem er ef til vill ekki gáfu-
legt, en ég er all inn, stekk í djúpu laugina. Það var til dæmis
ekki sérlega skemmtilegt að lesa krufningarskýrslur en mér
fannst ég verða að gera það núna.“
Heldurðu að sért laus við Theódór?
„Ég vonast virkilega til þess að illu andarnir séu komnir i
bókina og hrelli nú lesendur mína en láti mig í friði. Mér
finnst ég búinn að fá nógan skammt. Ég hef satt að segja ekki
mikinn áhuga á að vera lengur með svona andskota eins og
Theódóri; höfuðið á honum er ekki góður staður til að vera á.“
Þetta ár hefur verið viðburðaríkt og Stefán Máni er afar
sáttur. „Árið hefur verið frábært; eins og ein stór árshátíð
fyrir mig. Ég er vanur því að skrifa bækur en bíómynd er svo
stór og lifandi að það er öðruvísi þegar hún verður að veru-
leika. Svo voru allir mjög ánægðir og myndin sló í gegn sem
var frábært.“
Myndin er gríðarlega sterk en þó orðin að nokkru leyti úr-
elt. Hún lýsir nokkurra ára gömlum raunveruleika, sem hefur
mikið breyst að því er sagt er.
„Það er alveg rétt; hún er fortíðarmynd og strax orðin nos-
talgísk, því veruleikinn í dag er allt annar og enn ógeðslegri.
Vondu gaurarnir fyrir 10 árum voru miklu betri en drullu-
sokkarnir í dag, nú eru þetta miklu meiri fantar. Skemmti-
legir karakterar eru ekki lengur til í undirheimunum;
strákslega sakleysið er horfið, nú snýst allt um hörku og pen-
ingagræðgi.“
Hann segist fylgjast með gangi mála með öðru auganu. „Ég
á eftir að skrifa aðeins meira um undirheimana, það gæti orð-
ið næsta haust,“ segir hann.
„Þessir fáu óknyttapiltar sem ég kannast við úr undirheim-
unum eru orðnir úreltir, eins og ég (!) og ég hef ekki áhuga á
að kynnast þeim sem eru við stjórnvölinn núna því óhugnað-
urinn er svo mikill. En sem samfélagsþegn og skattgreiðandi
er mér ekki sama um ógnina sem stafar af þeim.“
Þótt myrkur og grimmd sé áberandi í bókum Stefáns sem
hér hafa verið nefndar en birta og fegurð í hans eigin lífi. Þar
leika börnin hans stórt hlutverk. „Ég er fráskilinn, tveggja
barna faðir í Vesturbænum og lifi afar einföldu og fábrotnu
lífi,“ segir hann.
„Ef maður ætlar að skrifa bækur og standa undir nafni sem
S
vartur átti leik í samnefndri bók Stefáns Mána
Sigþórssonar frá 2004 sem lifnaði við á hvíta
tjaldinu fyrr á þessu ári við fádæma vinsæld-
ir. Þar var dregin upp dökk mynd af íslensk-
um undirheimum og óhætt er að segja að
mikið myrkur sé líka á síðum Hússins, þótt af
öðru tagi sé. Illur á nú leik. Í þessari elleftu
bók Stefáns Mána segir af Theódóri B. Unnarssyni; sá er ekki
allur þar sem hann er séður, og gömlum kunningja lesenda,
lögreglumanninum Herði Grímssyni.
„Grunnhugmyndin á bak við bókina er fáránlega einföld; ég
bjó uppi á Kjalarnesi 2008, var mikið á ferðinni og einhvern
tíma á leiðinni uppeftir lít ég út um bílgluggann í Kollafirði og
sé afskekkt hús á hæðinni fyrir ofan skóginn,“ segir rithöfund-
urinn í samtali við Morgunblaðið.
Á því augnabliki kviknaði hugmynd.
„Mér fannst strax eitthvað skuggalegt við þetta hús og datt
í hug að þarna gæti eitthvað hrikalegt hafa gerst. Fjórum ár-
um síðar er bókin að koma út. Hún hefur því verið nokkuð
lengi í gerjun.“
„Hef áhuga á því sem ég er hræddur við“
Þegar rithöfundurinn hóf að skapa persónur í verkið steig áð-
urnefndur Theódór smám saman fram. „Það er ansi ágengur
karakter og erfiður. Hann er reyndar versta illmenni sem ég
hef kynnst, og ég kynntist honum mjög vel,“ segir Stefán.
„Það var enginn sælutími að skrifa þessa bók – ég er ekkert
að grínast með það! Ég lá mikið andvaka, mig dreymdi illa og
varð fyrir ásóknum þegar ég var að skrifa.“
Hann segist oft nota bækur sína sem tæki til þess að hugsa.
„Hvað er illska? Það er engin smá vangavelta en grunnspurn-
ing sem er ágætt að kvikni. Ég velti þessu mikið fyrir mér og
nálgast málið frá tveimur hliðum; Hörður er á því að illska sé
fyrirbæri sem veikgeðja menn geti verið andsetnir af en hins
vegar er þessi jarðbundna skoðun yfirmanns hans, að illska sé
bara eitthvað sem vondir menn gera. Það var dálítið ferðalag
að reyna að átta sig á þessu. Er illska eitthvað sem vondir
menn, skv. skilgreiningu samfélagsins, gera eða tekur illskan
sér bólfestu í manninum en er ekki maðurinn sjálfur? Ég er
kannski orðinn dálítið miðaldalegur, en baráttan um manns-
sálin getur verið spennandi, barátta ljóss og myrkurs, góðs og
ills.“
Margir muna miður fallegar persónur úr Svörtum á leik.
Spurt er: Hvers vegna allir þessir vondu menn, Stefán?
„Ég hef mikinn sálfræðilegan, félagsfræðilegan og mann-
fræðilegan áhuga á því að vita hvernig svona menn verða til.
Hvað er það sem þeir gera og af hverju? Það er vissulega
mikil stúdía að velta því fyrir sér, það tekur á taugarnar en
mér finnst það heillandi ekki síður en ljón og tígrísdýr. Ég hef
áhuga á því sem ég hræddur við,“ svarar höfundurinn og bæt-
ir við: „Hvað hugsar geðsjúkt illmenni sem á konu og börn?“
Stefán segist haldinn óslökkvandi lærdómsþörf og fróðleiks-
fýsn. „Ég les mikið og leita til margra sérfræðinga við gerð
svona bókar; ég get nefnt Óttar Guðmundsson geðlækni, Þór-
hall miðil og marga fleiri í þetta skipti; þetta eru mínir aðstoð-
armenn en jafnframt lærifeður. Ég þurfti að komast að því
hvað gerist þegar menn verða fyrir heilaskaða? Hvað er sið-
blindur maður frá sjónarhóli fræðanna? Og svo framvegis.“
Theódór þessi virðist tiltölulega venjulegur maður við fyrstu
kynni. En slíkt illmenni gæti þess vegna leynst í næsta húsi,
segir Stefán Máni.
„Það er skuggalegt hve margir hafa drepið kærustu sína
eða eiginkonu hér á landi á síðustu árum. Þess vegna er aug-
ljóst að þetta gæti vinnufélagi, maðurinn sem þú býrð með
eða pabbi þinn.“
Þarf að setja sig í sérstakar stellingar þegar fengist er við
að skapa illmenni?
„Ég gerði það ekki, en verkefnið truflaði vissulega nætur-
svefninn og taugakerfið; ég var orðinn draughræddur og
ILLSKAN ER Í ÖNDVEGI Í NÝJUSTU BÓK STEFÁNS MÁNA, HÚSINU. ÞAR SEGIST HÖFUNDURINN FJALLA UM
MESTA ILLMENNI SEM HANN HAFI KYNNST OG SAMBÚÐIN HAFI ALLS EKKI VERIÐ NEINN SÆLUTÍMI.
Texti: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is
Illur á leik
Stefán Máni segist mjög metnaðarfullur fyrir hönd
bókmennta. „Við lifum á tímum internets þar sem
tölvur eru alls staðar og allt hægt að sjá í símanum.
Þess vegna er frábært að bókin skuli lifa eins og hún
gerir virkilega,“ segir hann.
Rithöfundurinn gleðst jafnan þegar bækur slá í
gegn, hvort sem er heima eða erlendis „og hvort
sem það er mömmuklám eða eitthvað annað. Mér
finnst ekki eiga að skamma fólk fyrir að lesa ekki
bækur heldur höfunda fyrir að vera ekki nógu
skemmtilegir. Ef eitthvað er í boði sem fólki finnst
áhugavert er það lesið og selst í milljónum eintaka.
Því vantar ekki áhuga á lestri en höfundar verða bara
að sinna sínum kúnnum, lesendum, og bera virðingu
fyrir þeim. Höfundur verður að vita hvað fólk vill.“
Ekki vantar
áhuga á lestri
METNAÐARFULLUR FYRIR HÖND
BÓKMENNTANNA
21.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47