Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2012
E
kki má hafa það á móti ketti að hann sé
veiðikló. Frá bæjardyrum villikattar-
ins séð er sá eiginleiki vitnisburður
um velheppnaða skepnu og fyrirheit
um notaleg níu líf. En mýsnar eru
ekki líklegar til að lokka leiftur-
snöggan kött þeirrar gerðar inn í sitt nágrenni né
heldur sólskríkjuhjón á hreiðri. Þær dýrategundir líta
köttinn þann sömu augum og stara hrelldar á minkinn
sem braut sér leið inn í hænsnabúið.
Vogunarsjóðir eru ekki ólögleg glæpafélög. Og þeir
fela ekki fyrir neinum hvað fyrir þeim vakir fremur
en kötturinn. Þeirra verkefni er áhættusækin gróða-
von, skammtímasnúningar, þar sem öllum brögðum
er beitt, og stundum leitast við að ýta undir hagfellda
atburðarás og lítt um það hirt þótt aðrir eigi ekki um
að binda eftir þá snerru. Þetta vita allir sem eitthvað
vita og hafa því vara á sér þegar slíkir nálgast. En á
Íslandi settu Steingrímur J. og Jóhanna óvænt tvo
ríkisbanka í hendur erlendra kröfuhafa og vogunar-
sjóða, án athugunar, án undirbúnings og án samráðs
við þingið og án nokkurrar upplýsingagjafar til
þjóðarinnar. Vogunarsjóðirnir hafa nú orðið mikilla
hagsmuna að gæta hér á landi, hafa keypt upp kröfur
og bréf fyrir slikk og ætla að græða mikið. Því hafa
þeir öfluga útsendara á sínum snærum, stórar
lögfræðistofur og kunna hlaupadrengi með góð tengsl
við stjórnarherrana. Hefur aðgengi vogunarsjóðanna
að æðstu þrepum íslenskrar stjórnsýslu sætt sífellt
meiri furðu í landinu og utan þess. Tilvera þeirra hér
og ítök eru einn þáttur þess að loforð yfirvalda um að
gjaldeyrishöft yrðu aðeins látin gilda í skamma hríð
frá bankafalli hafa hvað eftir annað verið svikin. Sú
ótrúlega gjörð að færa óljósum eigendum, vogunar-
sjóðum og harðsvíruðustu spekúlöntum, forræði
tveggja þriðju hluta íslenska bankakerfisins vekur
margvíslegar spurningar. Þó hefur því verið ítrekað
hafnað að láta hana sæta sérstakri rannsókn, þrátt
fyrir ærið tilefni. Hvernig stendur á því að allt er gert
sem má til að koma í veg fyrir að upplýsingar um
þetta alvarlega mál komi upp á yfirborðið?
Illa leikin loforð
Tilurð, skipun og starfshættir þeirra sem fengu í
hendur vald til að stjórna uppgjöri gömu bankanna og
hafa síðan makað svo krókinn, að langt er síðan að
sást glitta í hann síðast, hafa heldur aldrei verið skýrð
eða rannsökuð. Þó eru til skrásett loforð þeirra sömu,
Jóhönnu og Steingríms, um að með því öllu yrði fylgst
og á því tekið af festu, ef út af brygði. Nú, þegar að-
eins fáeinir mánuðir eru til loka kjörtímabilsins, eru
þau tvö enn með látalæti um að „kíkja í pakkann“
þann eins og hinn.
Lesanda er auðvitað vorkunn að skilja lítt í því að
loforð þessara tvímenninga séu yfirleitt nefnd til sög-
unnar á prenti og er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á
því, eins og komið er. Nú í vikunni var raunar rætt á
Alþingi um loforð ríkisstjórnarinnar til erlendra fjár-
festa í áliðnaði um skattamál, en þau loforð voru sögð
hafa verið forsenda þess að yfirleitt var farið í þá fjár-
festingu, sem um var að tefla. Jóhanna byrjaði á því
að fullyrða að engin slík loforð hefðu verið gefin! En
þegar skriflegt loforð var dregið fram og veifað fram-
an í hana, undirritað af hennar eigin fjármálaráð-
herra (vissulega ekki í hópi orðheldnustu manna
mannkynssögunnar), þá hljóp hún í það veika vígi að
segja að loforðið hefði verið efnt á þeim tíma sem það
hafði verið í gildi. Í skriflegri yfirlýsingu fjár-
málaráðherrans var þó engin slík tímasetning og virð-
ist Jóhanna því telja að loforð þeirra Steingríms gildi
almennt og yfirleitt aðeins til þess tíma er þau kjósa
að svíkja þau. Því er ekki að neita að loforðasaga rík-
isstjórnarinnar og þessara tveggja ráðherra hennar
sérstaklega sýnir að í þessum efnum hefur Jóhanna
mikið til síns máls.
Ljót sjón lítil
Nú þegar tifið í klukkunni verður háværara með degi
hverjum, birtingarmynd þess að þetta er að verða bú-
ið, hlýtur að vera ömurlegt fyrir þessa tvo forystu-
menn að horfa um öxl. Hvað stendur eftir? Skjald-
borgin, sjálf háborg allra heitstrenginga, hrundi ekki
til grunna. Það gat hún ekki því hún var aldrei reist.
Af villiköttum
og vogunar-
sjóðum
*Hefur aðgengi vogunarsjóðannaað æðstu þrepum íslenskrarstjórnsýslu sætt sífellt meiri furðu í
landinu og utan þess.
Reykjavíkurbréf 19.10.12