Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 64
NÝR ÞÁTTUR UM ÍSLENSKT MÁL Skrýplarnir eru betur þekktir sem Strumparnir. BRAGI VALDIMAR SKÚLASON SÉR UM ÞÁTTINN TUNGU- BRJÓT Á RÁS 1. ÞÆTTIRNIR VERÐA VIKULEGA Á DAGSKRÁ, EÐA MEÐAN STJÓRNANDA REKUR EKKI Í ROGASTANS. SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2012 Þrjár frumsýningar í Leigunni Þín ánægja er okkar markmið Þrjár góðar myndir mæta í Leiguna á sama tíma og þær koma út á DVD. Skannaðu QR kóðann og sjáðu sýnishorn úr myndunum. Skannaðu kóðann, leggðu símann niður og auglýsingin lifnar við Hin glæsilega danskeppni RÚV Dans dans dans hefur göngu sína á ný á laugardagskvöld. Þátturinn naut mik- illa vinsælda í fyrra og er eftirvæntingin fyrir nýrri þáttaröð því mikil. Fjölbreytni einkennir keppnina nú sem fyrr en keppendur geta valið sér allar tegundir af dansi til að sýna; samkvæmisdansa, ballett, stepp, nú- tímadans, götudans og allt þar á milli. Bróðir sigurvegara síðasta árs keppir Gaman er að segja frá því að nokkur vinsæl atriði frá því í fyrra snúa aftur til leiks. Rebel-dansflokkurinn fór í pruf- ur og sömuleiðis samkvæmisdansaparið Hanna Rún Óla- dóttir og Sigurður Þór Sigurðsson. Þá kom Þórey Birgis- dóttir, sem komst í tíu atriða úrslit í fyrra, aftur í prufur. Síðast en ekki síst mættu Area of Stylez öflugir til leiks en dansflokkurinn heillaði alla sem horfðu á síðustu þáttaröð. Í fyrra var það Berglind Ýr sem stóð uppi sem sigurvegari keppninnar. Fjölskylda hennar mun eiga annan fulltrúa í keppninni í ár því bróðir hennar, Birkir Örn Karlsson, tók þátt í prufunum fyrir þáttinn. Í fyrsta þættinum af Dans dans dans verður sýnt frá fyrrnefndum dansprufum, en svo komast eitt til tvö atriði úr hverjum þætti áfram í úrslitaþáttinn sem verður 8. des- ember. Dómnefndina skipa líkt og í fyrra Katrín Hall, Karen Björk Björgvinsdóttir og Gunnar Helgason. Kynn- ir er sem fyrr Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Dag- skrárgerðinni stjórnar Þór Freysson og framleiðandi er Saga film. Morgunblaðið/Styrmir Kári AREA OF STYLEZ SNÚA AFTUR Í DANS DANS DANS SEM HEFST Á LAUGARDAG Reyna aftur fyrir sér Frá dansprufum fyrir þáttinn í Hörpu í síðasta mánuði. SkjárEinn kl. 19.05 laugar- dag Þrautaþáttur- inn skemmtilegi Minute to Win It er endur- sýndur frá föstudegi á mjög fjöl- skylduvænum tíma. Keppendur reyna að vinna milljón dali með því að leysa margvíslegar þrautir. Ekki spillir þáttastjórnandinn hjartahlýi og gamansami, Guy Fieri, fyrir. ÞRAUTAGANGA FYRIR FÉ Stöð 2 kl. 20.30 laugardag Get Him to the Greek er frábær gamanmynd með Jonah Hill og Russell Brand um brjálaða rokk- stjörnu og nýráðinn aðstoðarmann hennar. Leikstjóri er hinn hæfi- leikaríki Nicholas Stoller. BRJÁLUÐ ROKKSTJARNA RÚV kl. 21.30 sunnudag. Breski myndaflokkurinn Ljós- móðirin er byggður á endurminn- ingum Jennifer Worth og segir sögu Jenny, 22 ára stúlku, sem ger- ist ljósmóðir í fátækrahverfi í austurborg London árið 1957. LJÓSMÓÐIRIN KEMURBragi Valdimar Skúlason, oft kenndur við Bagga- lút, sér um nýjan útvarpsþátt á Rás 1 á laugar- dögum klukkan hálffjögur síðdegis, þar sem hann fræðir sjálfan sig og aðra um íslenskt mál. Þættirnir eru fjölbreytilegir en í fyrsta þætt- inum af Tungubrjóti var fjallað um skrýpla, lotulengdarkapp, einkennalausa þágu- fallssýki „og sitthvað fleira misjafnlega gagn- og gáfulegt,“ eins og segir á vef RÚV. Í síðasta þætti fjallaði hann til dæmis um upplifunarvírus sem herjar á markaðsefni og alvarlegan aðgengis- skort á þýðingum menningarverðmæta á borð við Lögregluskólann og Der- rick. Skrýplar og lotulengdarkapp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.