Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Qupperneq 64
NÝR ÞÁTTUR UM ÍSLENSKT MÁL
Skrýplarnir eru betur þekktir sem Strumparnir.
BRAGI VALDIMAR SKÚLASON SÉR UM ÞÁTTINN TUNGU-
BRJÓT Á RÁS 1. ÞÆTTIRNIR VERÐA VIKULEGA Á DAGSKRÁ,
EÐA MEÐAN STJÓRNANDA REKUR EKKI Í ROGASTANS.
SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2012
Þrjár frumsýningar
í Leigunni
Þín ánægja er okkar markmið
Þrjár góðar myndir mæta í Leiguna á
sama tíma og þær koma út á DVD.
Skannaðu QR kóðann og sjáðu sýnishorn
úr myndunum.
Skannaðu kóðann, leggðu símann
niður og auglýsingin lifnar við
Hin glæsilega danskeppni RÚV Dans dans dans hefur
göngu sína á ný á laugardagskvöld. Þátturinn naut mik-
illa vinsælda í fyrra og er eftirvæntingin fyrir nýrri
þáttaröð því mikil. Fjölbreytni einkennir keppnina nú
sem fyrr en keppendur geta valið sér allar tegundir af
dansi til að sýna; samkvæmisdansa, ballett, stepp, nú-
tímadans, götudans og allt þar á milli.
Bróðir sigurvegara síðasta árs keppir
Gaman er að segja frá því að nokkur vinsæl atriði frá því í
fyrra snúa aftur til leiks. Rebel-dansflokkurinn fór í pruf-
ur og sömuleiðis samkvæmisdansaparið Hanna Rún Óla-
dóttir og Sigurður Þór Sigurðsson. Þá kom Þórey Birgis-
dóttir, sem komst í tíu atriða úrslit í fyrra, aftur í prufur.
Síðast en ekki síst mættu Area of Stylez öflugir til leiks en
dansflokkurinn heillaði alla sem horfðu á síðustu þáttaröð.
Í fyrra var það Berglind Ýr sem stóð uppi sem sigurvegari
keppninnar. Fjölskylda hennar mun eiga annan fulltrúa í
keppninni í ár því bróðir hennar, Birkir Örn Karlsson, tók
þátt í prufunum fyrir þáttinn.
Í fyrsta þættinum af Dans dans dans verður sýnt frá
fyrrnefndum dansprufum, en svo komast eitt til tvö atriði
úr hverjum þætti áfram í úrslitaþáttinn sem verður 8. des-
ember. Dómnefndina skipa líkt og í fyrra Katrín Hall,
Karen Björk Björgvinsdóttir og Gunnar Helgason. Kynn-
ir er sem fyrr Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Dag-
skrárgerðinni stjórnar Þór Freysson og framleiðandi er
Saga film.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
AREA OF STYLEZ SNÚA AFTUR Í DANS DANS DANS SEM HEFST Á LAUGARDAG
Reyna aftur fyrir sér
Frá dansprufum fyrir
þáttinn í Hörpu í
síðasta mánuði.
SkjárEinn kl.
19.05 laugar-
dag
Þrautaþáttur-
inn skemmtilegi
Minute to Win
It er endur-
sýndur frá föstudegi á mjög fjöl-
skylduvænum tíma. Keppendur
reyna að vinna milljón dali með því
að leysa margvíslegar þrautir. Ekki
spillir þáttastjórnandinn hjartahlýi
og gamansami, Guy Fieri, fyrir.
ÞRAUTAGANGA FYRIR FÉ
Stöð 2 kl. 20.30 laugardag
Get Him to the Greek er frábær
gamanmynd með Jonah Hill og
Russell Brand um brjálaða rokk-
stjörnu og nýráðinn aðstoðarmann
hennar. Leikstjóri er hinn hæfi-
leikaríki Nicholas Stoller.
BRJÁLUÐ ROKKSTJARNA
RÚV kl. 21.30 sunnudag.
Breski myndaflokkurinn Ljós-
móðirin er byggður á endurminn-
ingum Jennifer Worth og segir
sögu Jenny, 22 ára stúlku, sem ger-
ist ljósmóðir í fátækrahverfi í
austurborg London árið 1957.
LJÓSMÓÐIRIN KEMURBragi Valdimar Skúlason, oft kenndur við Bagga-
lút, sér um nýjan útvarpsþátt á Rás 1 á laugar-
dögum klukkan hálffjögur síðdegis, þar sem hann
fræðir sjálfan sig og aðra um íslenskt mál.
Þættirnir eru fjölbreytilegir en í fyrsta þætt-
inum af Tungubrjóti var fjallað um skrýpla,
lotulengdarkapp, einkennalausa þágu-
fallssýki „og sitthvað fleira misjafnlega
gagn- og gáfulegt,“ eins og segir á vef
RÚV. Í síðasta þætti fjallaði hann til
dæmis um upplifunarvírus sem herjar
á markaðsefni og alvarlegan aðgengis-
skort á þýðingum menningarverðmæta
á borð við Lögregluskólann og Der-
rick.
Skrýplar og
lotulengdarkapp