Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2012
J
ón Steinar Gunnlaugsson hef-
ur látið af embætti hæsta-
réttardómara. „Ég er ánægð-
ur með að vera hættur
störfum,“ segir hann.
„Ástæðan er fyrst og fremst sú
að mér varð ekki ágengt við að
bæta starfsemi Hæstaréttar með
því að vinna þar. Það kom mér
reyndar á óvart að það skyldi ekki
ganga betur en raun ber vitni en ég
lít á þessa lausn úr starfi sem tæki-
færi til að vinna áfram að betrum-
bótum á þessari þýðingarmestu
stofnun lýðveldisins.“
Þýðir þetta að þú ætlir að skrifa
bækur um Hæstarétt?
„Það má vel vera. Ég mun byrja
á að skrifa grein í lögfræðitímarit
um hvað ég tel að þurfi til að við
Íslendingar eignumst raunveruleg-
an Hæstarétt sem getur gegnt því
hlutverki sem slík stofnun á að
gegna. Á þetta skortir að mínu mati
töluvert og ég hef áhuga á að gera
grein fyrir sjónarmiðum mínum um
hvað þurfi að gera til að bæta úr.
Þetta er fyrsta verkefnið sem ég
hef hugsað mér að ráðast í.“
Hefurðu hugsað þér að skrifa
ævisögu þína?
„Ég hef frá ýmsu að segja af
starfsferli mínum og hver veit nema
mér gefist tækifæri til að gera
grein fyrir því í bók. Ég hef verið
duglegur við að varðveita minningar
og á fjölmargar úrklippubækur og
sjónvarpsupptökur sem snúa að
ferlinum og á því heilmikinn efnivið
sem hjálpar mér við að rifja upp at-
burði. Sumt af því er vel frásagnar-
innar virði. Mér dettur til dæmis í
hug Hafskipsmálið, þar sem ég var
meðal verjenda, og málið sem ég
flutti fyrir Magnús Thoroddsen, þá-
verandi forseta Hæstaréttar, sem
dómsmálaráðherra höfðaði á hendur
honum til embættismissis. Þjóðfél-
agið lék á reiðiskjálfi meðan á
rekstri þessara mála stóð. Nefna
mætti mörg fleiri dæmi.“
Finnst þér gaman að skrifa?
„Já, það hefur alltaf átt vel við
mig – en líka að tala, Kolbrún!“
Dómari hafði í hótunum
Þú segir að það verði að betrum-
bæta Hæstarétt. Hvað er það sem
þér finnst að megi betur fara?
„Ég get nefnt örfá atriði hér í
þessu viðtali. Til að æðsti dómstóll
þjóðarinnar geti þjónað hlutverki
sínu má hann ekki vera endalaust
upptekinn af smámálum. Hann má
heldur ekki starfa deildaskiptur
eins og Hæstiréttur Íslands gerir.
Til að málunum fækki er nauðsyn-
legt að stofna millidómstig sem
annast myndi málskot í smærri
málum.
Tólf dómarar sitja í Hæstarétti
og þeir fjalla um flest mál í fjórum
þriggja manna deildum. Hvað á sá
dómari að gera sem fær til með-
ferðar mál ásamt tveimur öðrum og
sér að hálfum mánuði áður hafa
þrír aðrir dómarar við réttinn kom-
ist að niðurstöðu um sama sakarefni
sem hann er ósammála. Er þá kom-
ið fordæmi? Hvernig geta þrír af
tólf hæstaréttardómurum kveðið
upp dóm sem kallast getur for-
dæmi? Það er ekkert vit í því. Ef
þrír dæma gætu níu aðrir dómarar
verið ósammála þeim.
Ég tel að breyta þurfi reglum um
skipun dómara og vil einnig fækka
dómurum við réttinn umtalsvert, til
dæmis niður í fimm. Það er skilyrði
að mínu mati að þeir dæmi allir í
öllum málum. Þannig myndast for-
dæmi. Í því felst fyrirheit um að
sömu menn muni komast að sömu
niðurstöðu um sama sakarefni ef á
það reynir í nýju máli. Að forminu
til væri hægt að hnekkja fordæm-
inu en þar yrði samt á brattann að
sækja.“
Þú segist ætla að skrifa um
Hæstarétt, en hefurðu hugsað þér
að skrifa einhvers staðar um sam-
skipti milli hæstaréttardómara?
„Ég hef áhuga á því, já.“
Finnst þér það rétt?
„Já, mér finnst það rétt. Ég er
bundinn ákveðnum trúnaði og mun
virða hann. En það er nauðsynlegt
sjálfs mín vegna og vegna stofnana
þjóðfélagsins að segja frá ýmsu sem
gerðist í tengslum við það þegar ég
var skipaður dómari fyrir átta árum
og hvernig ég tel að atburðir sem
þá urðu hafi sett mark sitt á starfs-
umhverfi mitt við réttinn.“
Tóku aðrir hæstaréttardómarar
þér illa?
„Þegar ég sótti um embætti
hæstaréttardómara var Hæstiréttur
umsagnaraðili um þá sem sóttu um.
Ýmsir af dómurum Hæstaréttar
höfðu hvatt mig til að sækja um
dómarastarfið en þegar ég loks
sótti um það árið 2004 var komið
annað hljóð í strokkinn hjá þessum
sömu mönnum. Kannski töldu þeir
að hinn fyrirferðarmikli Davíð
Oddsson, persónulegur vinur minn,
vildi hafa afskipti af dómstólunum
og að skipan mín væri liður í þeirri
áætlun hans. Hvílíkur hugarburður!
Ef til vill byggðist andúð þeirra líka
á gagnrýni sem ég hafði haft uppi á
dómaraverk þeirra. Þetta sumar
reyndu einhverjir dómaranna að fá
aðra til að sækja um stöðuna til að
hindra að ég yrði skipaður. Einn
þeirra hafði meira að segja í hót-
unum við mig og sagði að ég yrði
skaðaður með umsögn Hæstaréttar
ef ég drægi ekki umsókn mína til
baka! Umsögnin sem átta dómarar
af níu veittu um umsækjendur þetta
sumar var svo barnalega hlutdræg
gegn mér að öllum sem til þekktu
varð ljóst að hér var verið að mis-
beita umsagnaraðild réttarins til að
reyna að tryggja að skipaður yrði
lögfræðingur sem yrði hinum þókn-
anlegur. Mér fannst þetta bera þess
vott að við réttinn hafi starfað dóm-
arar sem voru farnir að líta á sig
sem eins konar eigendur hans og
aðrir með minni burði hafi fylgt
þeim í blindni. Þetta var ljótur leik-
ur og andstæður lögum.
Ég kom inn í Hæstarétt í því
skyni að láta til mín taka og hafði
hugmyndir um hvað betur mætti
fara. Ég fann fyrir mótbyr og and-
úð annarra dómara og ákvarðanir
voru teknar án aðildar minnar. Þar
sannaðist að mínum dómi sú regla
að sá sem gert hefur öðrum vísvit-
andi rangt hefur eftir það oft til-
hneigingu til að réttlæta háttsemi
sína í samskiptum við hann. Svo
mættu menn á fundi og lögðu fram
tillögur um það sem þeir höfðu þeg-
ar ákveðið sín á milli. Þetta eru
vitaskuld ólíðandi vinnubrögð sem
engin ástæða er til að þegja um.
Hér verð ég svo að bæta því við
að mér finnst nýir dómarar sem
skipaðir hafa verið á eftir mér hafa
haft of ríka tilhneigingu til að vilja
„falla í kramið“ hjá þeim sem fyrir
sitja og láta sem þeir eigi réttinn.
Þeir ættu frekar að leita styrks í
sjálfum sér.“
Skylda að skila sératkvæði
Hefur aldrei þvælst fyrir þér í
starfi að sjálfstæðismenn eins og
Davíð Oddsson og Baldur Guðlaugs-
son eru vinir þínir?
* Þetta sumar reyndu einhverjir dóm-aranna að fá aðra til að sækja umstöðuna til að hindra að ég yrði skipaður.
Einn þeirra hafði meira að segja í hótun-
um við mig og sagði að ég yrði skaðaður
með umsögn Hæstaréttar ef ég drægi ekki
umsókn mína til baka!
Svipmynd