Morgunblaðið - 17.10.2012, Side 4

Morgunblaðið - 17.10.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 SVIÐSLJÓS Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ferðamálastofa gerir ráð fyrir því að árlega verði að gera 10-15.000 örygg- isáætlanir hjá innlendum sem er- lendum ferðaþjónustuaðilum ef frumvarp ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunarmála um róttækar breyt- ingar á lögum um skipan ferðamála verður að veruleika. Fram kemur einnig í umsögn Ferðamálastofu að skilja megi ákvæði í frumvarpinu þannig að allir, þ. á m. íþróttafélög, sem með einhverjum hætti skipu- leggi ferðir þar sem endurgjald komi fyrir verði að hafa ferðaskrifstofu- leyfi. Tekjur ríkisins af aukinni gjaldtöku með nýju lögunum eru áætlaðar um 18,6 milljónir króna á ári. Markmiðið með tillögum ráðherra er að auka öryggi ferðafólks og efla fagmennsku og eftirlit með ferða- þjónustuaðilum sem bjóða upp á ferðir er geti talist hættulegar, segir í athugasemd ráðherra með frum- varpinu. Starfssvið Ferðamálastofu er stóraukið. Bent er á að á undan- förnum árum hafi orðið nokkur al- varleg slys á ferðafólki og því brýnt að gera auknar öryggiskröfur til að- ila sem annast ferðaþjónustu. Inn- lendir jafnt sem erlendir aðilar munu verða að gera öryggisáætlun fyrir ferðina sé þess talin þörf. Í tillögum ráðherra er gert ráð fyrir allt að 500 þúsund króna dagsektum hlíti menn ekki fyrirmælum Ferðamálastofu. Of dýrt og óskilvirkt eftirlit Athygli vekur að í umsögnum um tillögurnar kemur fram andstaða við að ferðamenn séu beinlínis varaðir við hættum, betra sé að upplýsa þá vel um ferðirnar. Ef klifað sé um of á hættum geti það orðið til að fæla fólk frá ferðalögum hingað til lands. Ferðamálastofa er ekki fyllilega sátt við sum ákvæði frumvarpsins og bendir t.d. á að stofnunin hafi varla burði til að hafa stöðugt eftirlit með mörg þúsund öryggisáætlunum er- lendra aðila og uppfærslum á þeim. Og slíkt eftirlit muni kosta hana og ferðaþjónustuaðila mikið fé, mjög erfitt yrði auk þess að innheimta gjöld af fulltrúum erlendra ferðafyr- irtækja. Betra væri að gera slíkar kröfur einvörðungu til þeirra sem fara með ferðamenn á vinsælustu ferðamannastaðina. „Engin skilgreining er á því hvað teljast skipulagðar ferðir,“ segir einnig í umsögn Ferðamálastofu vegna frumvarpsins. „Skipulögð ferð getur t.d. verið keppnisferð íþrótta- félags milli landshluta en slík ferð fellur undir skilgreiningu ferða- skipuleggjendahugtaksins ef kepp- endur greiða fyrir farið samkvæmt frumvarpi þessu.“ Ef íþróttafélag skipuleggi ferð á mót í útlöndum „með öllu tilheyrandi“ þurfi jafnvel að sækja um ferðaskrifstofuleyfi ef um sé að ræða heildarpakka. Sjálfhætt með Útivist? Ferðafélagið Útivist segist vel geta uppfyllt hertar kröfur um ör- yggi og neytendavernd og hægt sé að setja ramma um starfsemi áhuga- manna á þessu sviði. „Það er hins vegar ófært að sá rammi sem mótaður er fyrir atvinnu- starfsemi á þessu sviði sé heimfærð- ur á áhugamannafélög og myndi það leiða til þess að starfsemi félagsins í núverandi mynd yrði sjálfhætt,“ seg- ir í umsögn Útivistar. Ferðaskrifstofuleyfi fyrir alla  Íþróttafélag gæti þurft leyfi vegna keppn- isferðar sem þátttakendur greiða fyrir Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gaman Þúsundir barna og unglinga taka þátt í íþróttamótum, hér er mikið fjör hjá áhorfendum á íþróttamóti grunnskólanna á Akureyri. „Mörg börnin voru orðin mjög þreytt en létu ekki deigan síga,“ sagði Margrét Júlía Rafnsdóttir hjá Barnaheill. Í gær hlupu 140 börn á aldrinum 11-13 ára heilt maraþon í boðhlaupsformi, 200 metra í einu, undir heitinu Kapphlaupið um lífið. Fjögur lið frá jafn mörgum skólum tóku þátt: Álfhólsskóli í Kópavogi, Hofsstaðaskóli í Garðabæ, Laugalækj- arskóli í Reykjavík og Víðistaðaskóli í Hafn- arfirði. Síðastnefndi skólinn varð fyrstur í mark á tímanum 2:10:52 en hinir fylgdu fast á hæla hon- um. Hlaupið fer fram í 40 löndum og rúmlega 20 þúsund börn taka þátt. Með hlaupinu er verið að berjast gegn hungri barna og það er ákall til stjórnvalda að leggja sitt af mörkum til að sporna gegn því. Morgunblaðið/Styrmir Kári Hlaupið gegn hungri á alþjóðlegum degi fæðu Guðni Einarsson Egill Ólafsson Forsætisráðuneytið hefur látið vinna drög að frumvarpi sem gerir ráð fyr- ir að ákvæði laga um að ríkisstjórn- arfundir skuli hljóðritaðir taki ekki gildi, en að í staðinn verði sett ákvæði um að fundargerðir ríkis- stjórnarfunda verði ítarlegri. Þór Saari, þingmaður Hreyfingar- innar, sagði málið tengjast lögum um Stjórnarráð Íslands sem sett voru í fyrrahaust. Frumvarp að þeim hefði verið lagt fram í kjölfar fjögurra skýrslna, þ.e. skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis, skýrslu þing- mannanefndar um rannsóknar- skýrsluna, skýrslu sem forsætis- ráðuneytið lét skrifa og skýrslu nefndar undir forystu Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur. Allar hefðu skýrsl- urnar lagt áherslu á skráningu sam- skipta innan stjórnarráðsins. Þar á meðal að fundargerðir ríkisstjórnar- funda væru skráðar þannig að hægt væri að rekja ákvarðanatöku og að- draganda hennar, að sögn Þórs. Hann sagði að í frumvarpi forsæt- isráðuneytisins um Stjórnarráðið hefði ekki verið farið að þessum til- mælum. Þingmenn Hreyfingarinnar og fleiri hefðu krafist ítarlegra fundargerða ríkisstjórnarinnar og birtingar þeirra innan ákveðins tíma. „Niðurstaðan varð sú að setja inn ákvæði um að fundir ríkisstjórnar- innar yrðu hljóðritaðir og geymdir í 30 ár til að sætta ólík sjónarmið,“ sagði Þór. Hann sagði fulltrúa Hreyfingarinnar vera á móti því að hætta við hljóðritanir ríkisstjórnar- funda. Hann sagði að Hreyfingin ætlaði að leggja fram breytingatil- lögu í þá veru að fundargerðir rík- isstjórnarfunda yrðu ítarlegar og birtar ekki síðar en einu ári eftir fundi, nema um væri að ræða trún- aðarmál sem yrði þá skráð í sérstaka trúnaðarmálabók. Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, sagði að sér þætti með ólíkind- um ef þingið ætlaði að fella úr gildi lög sem samþykkt voru í september í fyrra. Hann kvaðst hafa sagt við sam- þingsmenn að fyrst leyndarhyggjan væri betri en að opna stjórnsýsluna þá ætti samkvæmt því að hætta að hljóðrita þingfundi, að ekki væri tal- að um að sjónvarpa þeim, og segja fólki bara frá því með fundargerðum hvað verið væri að bauka á Alþingi. Þráinn sagði að ef meirihluti reyn- ist vera fyrir þessari leyndarhyggju í þinginu þá væri ljóst að við værum ekki undir það búin að opna stjórn- sýsluna. Hætta við að hljóðrita ríkisstjórnina  Forsætisráðuneytið hefur látið vinna frumvarpsdrög þar sem gert er ráð fyrir því að ákvæði laga um hljóðritun ríkisstjórnarfunda taki ekki gildi  Þingmenn Hreyfingarinnar andvígir því að hætta við Hljóðritun stjórnarfunda » Lög um Stjórnarráð Íslands tóku gildi 28. september 2011. » Þar er ákvæði um að fundir ríkisstjórnarinnar skuli hljóð- ritaðir og afrit geymt í Þjóð- skjalasafni. Hljóðritanirnar verði opinberar eftir 30 ár. » Ákvæðið um hljóðritunina á að taka gildi 1. nóvember n.k. samkvæmt lögunum. Af átta formlegum skýrslubeiðnum sem borist hafa Ríkisendurskoðun frá forsætisnefnd Alþingis frá árs- byrjun 2007, hefur sex verið svarað með fullbúnum skýrslum en vinna við eina er langt komin. Þetta kem- ur fram í svari forseta Alþingis við fyr- irspurn Ólínu Þorvarðardóttur, þing- manns Samfylkingar, frá 8. október sl. Ríkisendurskoðun hafnaði einni skýrslubeiðni er varðaði forsendur fyrirhugaðra Vaðlaheiðarganga, en skýrsla um ráðstöfun framlaga rík- isins til æskulýðsmála er enn í vinnslu. Engri skýrslubeiðni sem borist hefur Ríkisendurskoðun á síðustu 10 árum er ósvarað með öllu, þ.e. án þess að skýrslugerð sé hafin. Allt í allt eru 13 skýrslur í vinnslu hjá Ríkisendurskoðun en drög að þeim eru mislangt á veg komin. Af þessum 13 skýrsludrögum eru tvenn unnin samkvæmt formlegri beiðni frá Alþingi: drög að skýrslu um framlög ríkisins til æskulýðsmála og drög að skýrslu um kaup og innleiðingu á fjár- hags- og mannauðskerfi fyrir ríkið, segir í svari forseta. Sex af átta beiðnum svarað  Einni hafnað og ein enn í vinnslu Ólína Þorvarðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.