Morgunblaðið - 17.10.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012
gefur Morgunblaðið út
glæsilegt sérblað um
jólahlaðborð, tónleika og
uppákomur í nóvember
og desember.
Fjöldinn allur af veitingahúsum bjóða
upp á jólahlaðborð og sérrétti á
aðventunni og mikið úrval í boði
fyrir þá sem vilja gera sér glaðan dag
á þessum skemmtilega tíma ársins.
SÉRBLAÐ
Föstudaginn 26. október
JÓLAHLAÐBORÐ
Pöntunartími auglýsinga:
er fyrir klukkan 16 föstudaginn
19.október
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569-1105
kata@mbl.is
– Meira fyrir lesendur
Jólahlaðborð á völdum•
veitingahúsum.
Jólahlaðborð heima.•
Girnilegar uppskriftir.•
Fallega skreytt•
jólahlaðborð.
Tónleikar og aðrar•
uppákomur.
Ásamt fullt af öðru•
spennandi efni.
MEÐAL EFNIS:
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Alþingi fól stjórnlagaráði að gera
tillögur um breytingar á stjórnar-
skrá Íslands en það ber eftir sem áð-
ur alla ábyrgð á stjórnarskrárbreyt-
ingum og ræður við hverja það hefur
samráð um einstaka þætti þess. Það
er mjög mikilvægt að alþingismenn
útskýri spurningarnar fyrir kjósend-
um enda virðist sem fólk skilji þær
ólíkum skilningi. Það er þeirra að út-
skýra spurningarnar, rökin fyrir því
að velja þessar tilteknu spurningar
og orðalag þeirra. Því það kemur í
þeirra hlut að túlka niðurstöðurnar í
framhaldinu,“ segir Salvör Nordal,
fv. formaður stjórnlagaráðs.
Tilefnið er þjóðaratkvæðagreiðsla
um tillögur ráðsins á laugardaginn.
„Það er augljóst af umræðunni að
fólk skilur spurningarnar með ólík-
um hætti. Það bendir til þess að þær
séu óskýrar. Það er betra að hafa
skýrar spurningar þegar þjóðar-
atkvæðagreiðsla er annars vegar
þannig að það sé ekki opið hvernig
hægt er að túlka þær í framhaldinu.“
Spurð um það sjónarmið að þing-
menn eigi að vera hlutlausir í málinu
kveðst Salvör ekki taka undir það.
„Það er mjög mikilvægt að afstaða
stjórnmálamanna til þessara mikil-
vægu kosninga liggi fyrir. Ég sé ekki
að stjórnmálamenn sem ætla svo að
fjalla um málið í framhaldinu geti
borið fyrir sig að vera hlutlausir í
málinu. Þetta er eins og við hverja
aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar
Icesave-samningarnir fóru í þjóðar-
atkvæðagreiðslu vissum við hvaða
skoðun einstakir þingmenn höfðu á
málinu. Það er ekkert að því.“
Endanlegt eða enn í vinnslu?
Salvör heldur áfram og rifjar upp
að skiptar skoðanir séu um það innan
stjórnlagaráðs hvort frumvarpið
sem það skilaði af sér sé endanlegt
eða hvort það þarfnist frekari vinnu.
„Það hefur komið fram í um-
ræðum síðustu daga að einstakir
fulltrúar í ráðinu hafa á þessu ólíkar
skoðanir. Sjálf tók ég það skýrt fram
þegar ég greiddi frumvarpinu at-
kvæði mitt að ég teldi að það þyrfti
frekari greiningu og ítarlegri skýr-
ingar. Það var haft á orði í okkar hópi
að frumvarpið þyrfti að fara í álags-
próf eða lögfræðilega skoðun til að
athuga hvort í því væri að finna eitt-
hvert innra ósamræmi, til að meta
lögfræðileg áhrif og svo framvegis.
Við vorum á þeirri skoðun. Ég veit
ekki til þess að neinn hafi mótmælt
því að það hafi verið sett í hendurnar
á nokkrum lögfræðingum sem eru að
skoða frumvarpið og munu víst ljúka
störfum í lok þessa mánaðar. Mér
hefði hins vegar fundist skynsamleg-
ast að þeirri vinnu lyki áður en frum-
varp stjórnlagaráðs er lagt í hend-
urnar á þjóðinni. Það væri að mínu
viti eðlilegri framgangsmáti. Við
sögðum þetta strax eftir að við skil-
uðum frumvarpinu og það eru fjór-
tán mánuðir síðan. Alþingi ákvað
hins vegar ekki fyrr en í júní að skipa
hóp til að fara yfir frumvarpið.“
Skýri fyrstu spurninguna
Ari Teitsson, fv. varaformaður
stjórnlagaráðs, tekur undir með Sal-
vöru að skýra þurfi spurningarnar.
„Það sem við förum fram á er að
það komi skýrar fram hvernig svarið
við fyrstu spurningunni verður túlk-
að af Alþingi. Okkur hefur fundist að
það væri svolítið óljóst. Það hefur
verið túlkað misjafnlega í um-
ræðunni,“ segir Ari en vikið er að
spurningunum hér til hliðar.
„Fulltrúar í ráðinu höfðu skiptar
skoðanir á því hvort frumvarpið væri
endanlegt eða hvort gera þyrfti á því
breytingar. Við Salvör teljum að það
hafi alltaf verið gert ráð fyrir því að
Alþingi myndi fara yfir málið. Það er
langmikilvægast að útskýra megin-
spurninguna fyrstu. Hinar spurning-
arnar skýra sig að miklu leyti sjálfar.
Þá er svolítið óljóst hvernig Alþingi
mun túlka útkomuna,“ segir Ari.
Fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs vill að þingmenn taki þátt í umræðum fyrir kosningarnar
Þingmenn geti ekki borið fyrir sig hlutleysi Fyrrverandi varaformaður telur næstu skref óljós
Þingmenn skýri spurningarnar
Spilað og sungið Á einum funda stjórnlagaráðs. Það hefur lokið störfum.
Salvör Nordal Ari Teitsson
Spurningarnar
» Fyrsta spurningin í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni nk.
laugardag er svohljóðandi:
» „Vilt þú að tillaga
stjórnlagaráðs verði lögð
fram sem frumvarp að nýrri
stjórnarskrá eftir að hún hef-
ur verið yfirfarin með tilliti
til laga og alþjóðasamn-
inga?“
» Næstu spurningar varða
náttúruauðlindir, ákvæði um
þjóðkirkjuna, persónukjör í
þingkosningum, ákvæði um
atkvæðavægi og hvaða hlut-
fall kosningabærra manna
geti krafist þjóðaratkvæðis.
Morgunblaðið/Golli
Sérstök umræða verður á Alþingi á morgun, fimmtudag,
um tillögur stjórnlagaráðs sem kosið verður um í þjóðar-
atkvæðagreiðslu á laugardaginn kemur.
Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks sjálfstæðis-
manna, sagði að þetta hefði verið ákveðið á fundi þing-
flokksformanna í gær. Hann kvaðst vera feginn að hafa
fengið umræðuna samþykkta. Hún verður lengd þannig
að um tvær klukkustundir fást til þess að ræða málið.
„Ég hefði þegið að hafa umræðuna lengri,“ sagði
Illugi. „Tilgangurinn er sá að ræða efnislega þær
tillögur sem stjórnlagaráð setti fram um breytingar á
stjórnarskránni.“ Hann sagði sjálfstæðismenn leggja áherslu á að fram
færi eins mikil umræða um tillögur stjórnlagaráðs og hægt væri, úr því
þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram. gudni@mbl.is
Umræða um stjórnarskrá á fimmtudag
Illugi Gunnarsson Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Sparperurnar, sem taka nú við af
gömlu glóperunum, innihalda kvika-
silfur og því má alls ekki henda þeim
beint í ruslafötuna. Kvikasilfur er
hættulegt umhverfinu og heilsu
manna og því flokkast perurnar sem
spilliefni og skal skila þeim á endur-
vinnslustöðvar þar sem þær eru
meðhöndlaðar á réttan hátt, segir á
vef Umhverfisstofnunar, ust.is.
Í september síðastliðinn gekk í
gildi reglugerð hjá aðildarríkjum
EES sem bannar framleiðendum
ljósapera að selja og dreifa glærum
glóperum. Bannið kemur til vegna
reglna um orkusparnað en sparper-
ur eru sagðar nota allt að 80% minna
rafmagn en glóperur. Glóperurnar
verða þó í sölu eitthvað áfram hér á
landi því verslanir mega tæma lag-
erinn sinn. Hægt er að velja á milli
þriggja tegunda sparpera; halogen-,
LED- og flúrpera, þær síðastnefndu
innihalda kvikasilfur.
Hætta af brotinni sparperu
Það eru að hámarki 5 mg (0,005
g) af kvikasilfri í hverri sparperu og
ef hún brotnar losnar lítið magn af
kvikasilfurögnum sem forðast þarf
að anda að sér. Á ust.is má sjá leið-
beiningar um rétt viðbrögð við brot-
inni peru, einnig má lesa leiðbein-
ingar á vef IKEA.
Ef sparpera brotnar má ekki
nota ryksugu því hún getur dreift
kvikasilfurdropunum um loftið. Ekki
má heldur nota kúst því hann getur
dreift kvikasilfrinu enn meira um
herbergið. Gluggi á herberginu þarf
að vera opinn á meðan brotin eru
þrifin upp. Skrapa á brotin upp með
pappaspjaldi og nota svo límband
eða blautan eldhúspappír til að ná
upp smáu ögnunum. Setja á brotin í
loftþétt ílát eins og glerkrukku eða
frystipoka og skila inn sem spilliefni
á næstu endurvinnslu- eða móttöku-
stöð. „Til vonar og vara er gott að
lofta vel út í 15 mínútur eftir þrifin
og vera meðvitaður um að lofta að-
eins aukalega næstu 14 dagana,“
segir á ust.is. Ef peran er heit er hún
brotnar er mælt með því að loka dyr-
unum að herberginu strax, opna
glugga, yfirgefa það og sjá til þess
að það sé tómt í 20-30 mínútur eftir
brotið áður en byrjað er að þrífa.
Fyrir utan þessar upplýsingar á
netinu hafa engar opinberar leið-
beiningar verið gefnar út hérlendis
um meðhöndlun og förgun sparpera
en samkvæmt upplýsingum frá
Neytendastofu mun fara fram kynn-
ing á perunum og hvernig á að haga
sér í kringum þær.
Vekja fólk til vitundar
Hjá endurvinnslustöðvum
Sorpu er merkt kar fyrir ljósaperur.
Einnig er tekið við perum í raf-
tækjaverslunum og hjá viður-
kenndum móttökuaðilum spilliefna.
Það eru RR-skil: skilakerfi fyrir
raf- og rafeindatækjaúrgang sem
sér um endurvinnslu á ljósaperum.
Sigurður Jónsson, framkvæmda-
stjóri RR-skila, segir að á öllum end-
urvinnslustöðvum sé sérstakt ílát
fyrir perur. „Þær fara allar sömu
leiðina, ofan í sérstaka tunnu þar
sem þær eru maskaðar. Þá er kvika-
silfrið sogað frá og málmar teknir
frá. Glersallinn er urðaður. Það er
alveg sama hvort um er að ræða
gömlu glóperurnar eða flúrperur,
vinnsluferlið er það sama.“
Sigurður segir að litlu hafi verið
skilað af gömlu glóperunum á söfn-
unarstöðvar, þær virðist fara í ruslið
á heimilunum. Aðallega séu það ljós-
rör, svokallaðar flúrperur, frá stofn-
unum og fyrirtækjum sem sé skilað
inn, í þeim er kvikasilfur. Hann segir
litla vakningu hafa verið fyrir því að
setja ljósaperur í endurvinnslu en nú
þegar sparperur með kvikasilfri taki
alfarið við verði að vekja fólk til vit-
undar um að þær megi ekki fara með
venjulegu heimilissorpi. „Það er
hlutverk sveitafélagana samkvæmt
lögum að koma þeim skilaboðum til
fólks og annarra stjórnvalda.“
Hvorki má nota kúst né
ryksugu á kvikasilfur
Sparperur innihalda kvikasilfur Mega ekki fara í ruslið
Morgunblaðið/Kristinn
Sparperur Henda þarf ljósaperum í sérstök ílát á endurvinnslustöðvum.