Morgunblaðið - 17.10.2012, Síða 28

Morgunblaðið - 17.10.2012, Síða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Fólk kann að meta hvað þú er laus við látalæti og fals. Gættu þess að ganga ekki of langt í hreingerningum. Forðastu umfram allt árekstra við samstarfsmenn þína. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú skalt vera varkár í umferðinni í dag. Nýttu þér lausar stundir sem gefast til þess að bæta við þig á sviðum, sem hugur þinn helst stendur til. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú getur gefið þér tíma til að stunda félagslífið, svo framarlega sem þú hefur afgreitt þau mál er varða heimilið. Með einni setningu gætir þú látið sár gróa. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekki alltaf svo að besta lausnin sé sú sem liggur í augum uppi. Búðu þig undir að heyra frá vinum þínum og fá boðskort í veislur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hlutirnir verða bara verri ef þú forðast þá. Vinur vill hjálpa, eða í það minnsta halda í höndina á þér. Að gefa af því sem þú átt kemur margfalt tilbaka. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Forðastu að lenda í samkeppni við vin þinn eða vinkonu. Þú ert með ýmislegt í farvatninu sem þú hefur unun af og fleira í sama dúr er á stefnuskránni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að gefa tilfinningunum smá frí og velta hlutunum fyrir þér af kaldri skyn- semi. Vertu á varðbergi, en gefðu öllu sinn séns. Sýndu þolinmæði. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú nýtur góðs af ríkidæmi ann- arra í dag. Ekki taka að þér fleiri verkefni en þú ræður við þessar vikurnar. Breytingar taka tíma. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu afbrýðisemina ekki ná tök- um á þér því hún getur haft alvarlegar af- leiðingar. Skoðaðu hugmyndir maka frá öll- um hliðum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú nýtur svo mikillar velgengni í fjármálunum þessa dagana að þú átt erfitt með að treysta því að hún sé varanleg. Los- aðu þig við það sem íþyngir þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekki bregðast illa við, þótt sam- starfsmenn þínir hafi uppi efasemdir um verklag þitt. Þú átt erfitt með að segja nei. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú kemur í veg fyrir rifrildi af því að þú kannt tækni sem virkar. Allir gera mistök, líka ástvinur þinn. Líkamlegt ástand þitt er gott, enda sinnir þú kroppnum vel. Í klípu „ÞAÐ ERU HELMINGSLÍKUR Á AÐ ÞÚ LIFIR AÐGERÐINA EKKI AF. EKKI HAFA ÁHYGGJUR SAMT, ÉG FÆ BORGAÐ HVERNIG SEM FER.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „REYK EÐA REYKLAUST?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... kraumandi. ALLUR HEIMURINN ER KLÓRUSTAUR! MÚHAHA! VEISTU HVERSUMARGIR HAFA HRINGT ÚT AF ÞÉR?! SENNILEGA 37. JÆJA, ERTU KOM- INN ÚR GOLFI? HVERJU NÁÐIRÐU Í DAG? TVEIMUR ÖNDUM OG ÍKORNA. HANN VEIÐIR MEIRA MEÐ GOLFKYLFUNUM EN MEÐ BOGA OG ÖRVUM. Fréttir af framkvæmdum, sem farafram úr áætlun, eru legíó. Hvort sem það er Læknaminjasafn á Sel- tjarnarnesi, Harpa eða Orkuveita Reykjavíkur – aldrei standast áætl- anir. Víkverja finnst þetta vera á skjön við öll líkindi. Þegar kastað er peningi er undir hælinn lagt hvort upp kemur fiskur eða skjaldarmerki. Hins vegar minnist Víkverji þess aldrei að hafa lesið frétt um opin- bera framkvæmd, sem var undir áætlun. x x x Víkverji fór nýverið á leikritið Ásama tíma að ári, sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Leikrit þetta hlýtur að vera draumur allra leikara. Leikritið fjallar um karl og konu sem hittast fyrir tilviljun á hóteli og eyða nóttinni saman. Bæði eru gift, en þau ná svo vel saman að eftir þetta hittast þau á hverju ári á sama tíma. Áhorfendur fá að fylgjast með því hvernig þau þroskast, eldast og breytast. Guðjón Davíð Karlsson og Nína Dögg Filippusdóttir fara með aðalhlutverkin og gera það með miklum bravúr. Leikritið hefst um miðja síðustu öld og lýkur þegar lið- ið er á áttunda áratuginn. Verkið er hin besta skemmtun, textanum lip- urlega snarað og mörg tilefni til hláturs. Þá voru dansatriði milli ást- arfunda vel heppnuð. x x x Víkverji velti reyndar fyrir sérhversu margir í salnum myndu eftir Barry Goldwater, forseta- frambjóðanda repúblikana árið 1964, þegar þau ræddu pólitík á ein- um funda sinna í leikritinu, en hugs- aði með sér að það væri hið besta mál að leyfa stykkinu að bera merki síns tíma í stað þess að upp- og stað- færa það og láta einfaldlega á það reyna hvort brandarinn komist til skila. x x x Veturinn læðist að. Í gærmorgunvar héla á bílrúðum og þurfti að draga fram sköfuna. Er hann nálg- ast svo mildilega, með björtu veðri og heiðum himni, er þó ástæðulaust að kvarta. víkverji@mbl.is Víkverji Þá greindi hann mér svo frá: Þetta er orð Drottins til Serúbabels: Ekki með valdi né krafti heldur fyrir anda minn, segir Drottinn allsherjar. (Sakaría 4:6) Thermowave plötuvarmaskiptar Þýsk hágæða vara á hagkvæmu verði  Eimsvalar fyrir sjó og vatn  Olíukælar fyrir sjó og vatn  Í mjólkuriðnað gerilsneiðingu  Fyrir orku iðnaðinn  Glycol lausnir fyrir byggingar og sjávarútveg í breiðu stærðar úrvali Títan–laser soðnir fyrir erfiðar aðstæður svo sem sjó/Ammoníak Kælismiðjan Frost – leiðandi afl í kæliiðnaði www.frost.is Ormur Ólafsson, fyrrverandiformaður kvæðamannafélags- ins Iðunnar, lést þann 22. ágúst sl. Ormur var fæddur í Kaldrananesi í Mýrdal 10. apríl 1918. Í fréttabréfi Iðunnar má finna sýnishorn af kveðskap hans, þar á meðal þessar vísur um veður og tíðarfar: Vanga sína vermir sól vænkast óðum hagur. Nú er hlýtt um byggð og ból bjartur sumardagur. Ekur gleði, eyðir hryggð andans stækkar veldi Eyjafjalla fögur byggð földuð sólar eldi. Sumarblíðu sakna hlýt sölna rósir fríðar Esjan nærri orðin hvít ofan í miðjar hlíðar. Bylgjur rísa á breiðum mar brýtur á yztu skerjum. Vetrarhörku veðurfar versnar með degi hverjum. Vetrarmugga veldur ugg vonum stuggar mörgum. Öldur rugga einum kugg undir skuggabjörgum. Vorsins yndi vekur þrótt vaxa lindir dalsins blíðu vindar blása hljótt blána tindar fjallsins. Eins og vísnavinir vita gengur Skálda um salinn á kvæðafundum, en næst kemur Iðunn saman á söng- æfingu í Gerðubergi 5. nóvember og hittist á félagsfundi 7. nóv- ember, þar sem jafnan er efnt til lít- ils hagyrðingamóts. Fundirnir eru opnir öllum. Ormar orti á góðri stund með vinum: Um ferskeytlunnar fagra svið farið Skálda getur. Á sónarhafið sækjum við sumar jafnt og vetur. Og hann velti fyrir sér lífsins göngu: Annar heimur örugg hlíf okkur trúin kenndi. En aðeins þetta eina líf eigum þó í hendi. Áfram gerast atvik ný eigum hönd á stýri. Lengi endast látum því lífsins ævintýri. Lausn við vísnagátunni eftir Pál Jónasson, Hlíð, sem birtist í Vísna- horni í gær er: Dekk. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahornið Af félaga Ormi, Skáldu og kvæðafundum Iðunnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.