Morgunblaðið - 05.10.2012, Side 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ
Verkstæði - Varahlutir - Smurþjónusta - Metan ísetningar
Þ
að er þó aðeins ein nýj-
ungin af mörgum, eins og
Ágúst Hallvarðsson, ráð-
gjafi sölusviðs Volvo hjá
Brimborg, útskýrir.
Tæknin er kynnt til sögunnar í hin-
um nýja Volvo V40 og nefnist Pe-
destrian Airbag Technology. Eins
og Ágúst útskýrir er um að ræða
loftpúða sem skýst undan húddinu
neðan við framrúðuna. Verði öku-
maður bílsins fyrir því að aka á
gangandi vegfaranda hlífir púðinn
þannig viðkomandi vegfaranda við
höfuðmeiðslum sem annars verða
þegar líkaminn lendir á húddinu og
höfuðið á framrúðunni. Upp rifjast í
þessu sambandi að það var einmitt
Volvo sem kynnti á sínum tíma til
sögunnar þriggja punkta örygg-
isbelti, nokkuð sem fyrir löngu er
orðinn staðalbúnaður í hvaða bifreið
sem vera skal. Ef til vill er þess ekki
langt að bíða að búnaður á borð við
framangreindan loftpúða verði stað-
albúnaður hið sama? „Ég hugsa að
það sé ekkert mjög langt í það,“
svarar Ágúst. „Eins er með fjögurra
punkta belti. Ég gæti trúað að það
sé ekkert mjög langt í þau heldur,“
bætir hann við.
Bíllinn bregst við –
ef ökumaður gerir það ekki
Volvo V40 er splunkuný gerð sem
tekur við af S40 og V50 gerðunum,
og í reynd sömuleiðis af C30 bílnum
sem hætt verður að framleiða í byrj-
un næsta árs. Við blasir því að V40
er ætlað talsvert hlutverk innan
framleiðslulínu Volvo. „V40 bíllinn
býr líka yfir nokkrum virkilega
áhugaverðum nýjungum,“ segir
Ágúst. „Til að byrja með má nefna
það sem við köllum „Borgaröryggi“
eða City Safety. Sú tækni liggur í
radar sem er staðsettur fyrir fram-
an baksýnisspegilinn, efst í fram-
rúðunni, sem skynjar stöðugt veg-
inn framundan, og ef ökumaður
bregst ekki við hindrun framundan,
ef annar bíll stoppar, til dæmis, þá
bremsar bíllinn – ef fyrirséð er að
ökumaðurinn mun ekki bregðast
við,“ segir Ágúst. „Þetta kerfi virkar
á undir 50 km/klst hraða og er stað-
albúnaður í öllum nýjum Volvo-
bifreiðum í dag og hefur verið síðan
tæknin var kynnt í XC60 bílnum
seinnipart 2008,“ útskýrir Ágúst.
„XC90 er reyndar undanskilinn en í
næsta módeli af honum verður
tæknin komin.“
Gætt að umhverfinu og umferðinni
Ágúst víkur aftur að loftpúðanum
undir húddinu sem minnst var á hér
að framan. „Það eru skynjarar í
framstuðaranum sem skima svæðið
fyrir framan bílinn og verði þar
ákeyrsla blæs loftpúðinn út og hylur
á augabragði um 90% framrúð-
unnar. Um leið verður til ákveðin
eftirgjöf í húddinu sem gerir það að
verkum að höggið þar á verður ekki
jafn harkalegt.“ Þessi búnaður og
annar miðar allur að langtímamark-
miði Volvo: að árið 2020 og þaðan í
frá látist enginn í Volvo-bíl eða slas-
ist alvarlega. Eru ýmsar fleiri nýj-
ungar í hönnun og þróun hjá Volvo
svo ná megi markmiðinu, að sögn
Ágústs. „Það er alltaf farið lengra
og lengra, og í rauninni er sá örygg-
isbúnaður sem hægt er að setja í
svona bíl þesslegur að þú getur nán-
ast látið bílinn taka mið af umhverf-
inu – látið hann „teika“ umferðina –
að því marki að ökumaður þarf ekki
að gera neitt sérstaklega mikið
sjálfur nema halda um stýrið. Dri-
ver Support-útfærslan tjaldar til að
mynda öllu því til sem Volvo býður
upp á í dag.“ Ágúst nefnir þar meðal
annars aðlögunarhæfa hraðastillinn,
eða Adaptive Cruise Control, þar
sem ökumaður stillir einfaldlega
vegalengdina sem hann vill hafa í
næsta bíl. „Bíllinn viðheldur þaðan í
frá alltaf sömu vegalengdinni. Einu
gildir þó næsti bíll fyrir framan
hægi á sér, Volvoinn gerir það þá í
kjölfarið sömuleiðis til að halda skil-
greindri lágmarksvegalengd milli
bílanna.“
Viðbót á viðbragð ökumanns
Þá er V40-bíllinn með árekstr-
arvarnarkerfi sem tekur við af borg-
arörygginu og virkar alveg upp í 200
km/klst hraða, að sögn Ágústs. „Ef
bíllinn skynjar einhverja hættu
framundan, með dágóðum fyrirvara,
þá setur hann viðvörunarljós úr
mælaborðinu upp á framrúðuna, og
ef ekkert er að gert af hálfu öku-
manns þá fylgir hljóðmerki með,
þegar hættan er orðin yfirvofandi.
Ef fyrirséð er að ökumaður ætlar
ekki að bregðast við því heldur þá
nauðhemlar bíllinn sjálfkrafa. En
það gerir hann ekki fyrr en á elleftu
stundu.“ Ágúst bendir á að þessi
tækni komi ekki endilega í veg fyrir
höggið sem orðið gæti við árekstur,
en hún dragi verulega úr því. Af
sama meiði er viðvörunarkerfi gagn-
vart gangandi vegfarendum; það
skimar stöðugt gangandi vegfar-
endur og er alltaf til taks, jafnvel þó
vegfarandi stökkvi skyndilega fyrir
bílinn. Bíllinn bregst við með það
sama og bremsar, útskýrir Ágúst.
„Bíllinn tekur þannig viðbragðið af
ökumanninum, sem er eins gott því
bíllinn mun alltaf bregðast við hrað-
ar en ökumaðurinn. Á því er enginn
vafi.“ Sama radarkerfið skynjar
veglínurnar og vaktar afstöðu bíls-
ins gagnvart þeim. „Ef bíllinn tekur
að rása á veginum, sem dæmi um
óreglulegt aksturslag, sem gæti ver-
ið til marks um að ökumaðurinn sé
jafnvel farinn að dotta þá setur bíll-
inn viðvörun í gang, og sýnir mynd
af kaffibolla um leið og gefið er til
kynna að tími sé kominn á pásu.
Farirðu hreinlega út fyrir línuna þá
lætur bíllinn vita með hljóðmerki og
gefur sömuleiðis smá titring í stýrið
svo athygli ökumanns sé örugglega
náð.“ Kunnugir hugsa hér eflaust til
tilfinningarinnar sem fæst þegar
bílaleikir eru spilaðir á PlayStation
leikjatölvur; þá vantar ekki hristing-
inn þegar bílinn lendir utan vega.
Ágúst samsinnir því um leið og hann
brosir út í annað. Loks nefnir hann
aðlögun á háu ljósunum. Láist öku-
manni að slaka á þeim þegar hann
mætir öðrum bíl á þjóðvegum úti þá
sér Volvo V40 um að lækka þau
meðan bílarnir mætast og hækkar
þau svo upp aftur þegar vegurinn
framundan er auður. Sama kerfi
hreinlega les umferðarskilti sem til-
greina hámarkshraða. Kerfið les
skiltið og sendir skilaboð í mæla-
borðið með ábendingu um breyttan
hámarkshraða, til að minna öku-
mann á að auka hraðann eða draga
úr honum. „Sama gildir um stopp-
merki – bíllinn skimar þau með fyr-
irvara til að tryggja rétt viðbrögð
ökumanns þegar þar að kemur.“
Meteinkunn í öryggisprófum
Ágúst bendir á að sumir hvái við
ámóta upptalningu og spyrji gjarn-
an hvernig í veröldinni þeir eigi að
fara að því að fylgjast með öllum
þessum búnaði. Það sé þó óþarfi, því
hann sé vitaskuld sjálfvirkur – þetta
bara gerist. „Vonandi kemur svo
aldrei til þess að fólk verði vart við
neitt af þessu, því það þýðir jú að
engin hætta hafi steðjað að. En það
er óneitanlega betra að vita af þess-
um búnaði ef á skyldi þurfa að
halda.“ Fyrir utan hátæknina er
bíllinn með um 20% stífari yfirbygg-
ingu en forverinn S40, sem eykur
sem því nemur á öryggi farþeganna.
Í árekstrarsvæðunum að framan og
aftan notar Volvo svokallað Boron
stál, sem fáir aðrir framleiðendur
nota, alltént í þeim mæli sem Volvo
gerir, að sögn Ágústs. „Þetta gerir
allt það að verkum að bíllinn fær svo
svakalega fína einkunn í Euro
NCAP prófunum, en þar skoraði
hann tölur sem ekki hafa sést áður:
98% öryggi fullorðinna í bílnum,
sem er áður óheyrð tala í þessu
sambandi, 100% fyrir allan örygg-
ispakkann, og svo hátt skor sem
hann fékk fyrir öryggi gangandi
vegfarenda hefur heldur aldrei áður
sést.“
Ræður bíllinn of miklu?
Margt af framangreindu hljómar
vafalaust framandi fyrir marga öku-
menn, ekki síst sá búnaður sem und-
ir ákveðnum kringumstæðum tekur
frumkvæðið af ökumanni í þágu ör-
yggisins. Vel mætti ímynda sér að
einhverjir áhugasamir hafi látið í
ljós efasemdir um hversu ríkjandi
bíllinn er í þessu sambandi – hann
ráði akstrinum mestanpartinn nú-
orðið? Ágúst kannast við að hafa
heyrt slíkar raddir og kímir við. „En
slíkar raddir heyrðust nú líka þegar
spólvörnin og stöðugleikastýringin
kom til sögunnar. Þá sögðu þeir sem
þóttust óbrigðulir ökumenn að þeir
vildu ekki sjá að bíllinn tæki sjálfur
viðbragð við aðstæðunum. Í dag vill
enginn nýjan bíl sem ekki er búinn
þessum kostum, og Volvo er ein-
ungis að hjálpa fólki í aðstæðum
þegar það hefur ekki lengur tök á
réttum viðbrögðum í tæka tíð. Þetta
er leið Volvo til að fækka árekstr-
um,“ bætir hann við. „Það eru til
tölulegar upplýsingar um árang-
urinn svo hann fer ekki milli mála.
Við reyndum á þeim grundvelli að fá
tryggingafélögin í lið með okkur
þegar XC60 bíllinn kom fyrst í sölu,
með sama hætti og gert hefur verið
erlendis en þar hafa tryggingafélög
boðið lægri iðgjöld á grundvelli hins
aukna öryggis sem bíllinn skapar.
En þau voru ekki tilbúin í slíkt og
vildu fá reynslu af bílnum hér
heima.“
Næstu skref í þágu öryggisins
Ágúst nefnir að endingu að meðal
næstu skrefa hjá Volvo sé svokallað
SARTRE verkefni (Safe Road Tra-
ins for the Environment) þar sem
nokkrir bílar tala hreinlega saman
og láta þá vita innbyrðis ef eitthvað
virðist bjáta á í einum þeirra, svo
hinir geti þá tekið mið af aðstæðum
og brugðist rétt við. „Með þessari
tækni geta bílar hreinlega bæst við í
bílalest með fyrirfram skilgreindri
ökuleið og þá verður bíllinn einfald-
lega sjálfvirkur. Ökumaðurinn
hreinlega kíkir í blöðin á meðan leið-
in er ekin.“ Lýsingin hljómar að
sönnu eins og kafli tekinn úr vís-
indaskáldsögu! „Þessi tækni er til
nú þegar en mun taka einhvern tíma
í innleiðingu,“ segir Ágúst Hall-
varðsson hjá Brimborg.
jonagnar@mbl.is
Öruggasti bíll í heimi?
Sænski bílaframleiðandinn Volvo hefur um ára-
tugaskeið verið í fararbroddi hvað öryggi farþega
varðar. Nú ganga framleiðendur Volvo skrefinu
lengra með öryggisráðstöfunum – meðal annars
fyrir gangandi vegfarendur.
Morgunblaðið/RAX
Öryggi „Vonandi kemur svo aldrei til þess að fólk verði vart við neitt af þessu, því það þýðir jú að engin hætta hafi steðjað að.
En það er óneitanlega betra að vita af þessum búnaði ef á skyldi þurfa að halda.“ Ágúst Hallvarðsson sölustjóri hjá Brimborg.
Tækni Ýmis hátæknibúnaður gerir Volvo V40 öruggari en gengur og gerist.
Sjálfvirkni Bíllinn bregst við þegar ökumaðurinn nær ekki að gera það.