Morgunblaðið - 05.10.2012, Page 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ
Bílskúrshurðir fyrir íslenskar aðstæður
Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is
Héðinshurðir eru glæsilegar og endingar-
góðar bílskúrshurðir sem hafa sannað sig
í rysjóttu íslensku veðurfari. Gerðar úr
galvanhúðuðu stáli með þykkri einang-
run, þola mikið vindálag og kulda.
Fyrsta flokks viðhalds-
og varahlutaþjónusta.
Ítarlegar leiðbeiningar
um uppsetningu fylgja.
Í
dag föstudag bætist nýtt
fyrirtæki við slaginn á
dekkjamarkaðinum. Dekkja-
húsið er til húsa þar sem
Toyota var áður í Auð-
brekku 17, Kópavogi, Dalbrekk-
umegin.
Einir Logi Eiðsson segir fyr-
irtækið ætla að kynna til sög-
unnar ýmsar spennandi nýj-
ungar. „Við erum að fá dekkin
frá stórum birgjum í Evrópu og í
gegnum þá getum við útvegað
dekk frá miklum fjölda framleið-
enda. Við þurfum ekki að af-
marka okkur við eitt eða tvö
merki heldur getum boðið upp á
bæði dekk sem íslenskir neyt-
endur þekkja sem og gæðadekk
frá framleiðendum sem ekki hafa
verið áberandi hér á landi til
þessa.“
Fundu gat
Einir er hæstánægður með hús-
næðið sem Dekkjahúsið hefur
komið sér fyrir í. „Aðstaðan er
alveg frábær, mjög gott aðgengi
að húsinu og stórt og mikið plan
sem rúmar fjölda bíla ef því er að
skipta.“ Hann segir hæglega
pláss fyrir fleiri seljendur á
dekkjamarkaði. „Okkur sem að
fyrirtækinu stöndum þótti vera
ákveðið gat á markaðinum fyrir
verslun af þessu tagi. Við reikn-
um líka með því að markaðurinn
verði sterkur á næstu misserum.“
Að sögn Einis verður Dekkja-
húsið með hagstætt verð, þó að
hann vilji ekki ganga svo langt að
tala um verðstríð. „Við leitum
leiða til að hagræða í innkaupum
og geymslukostnaði og gerum
það t.d. með því að bjóða við-
skiptavinum upp á að sérpanta
dekk frá Evrópu með 2-3 vikna
biðtíma,“ útskýrir hann. „Meðal
þeirra merkja sem við ætlum að
kynna fyrir íslenska markaðinum
eru Novax og Blackstone, bæði
framleidd í Asíu undir ströngu
gæðaeftirliti. Á meginlandi Evr-
ópu eiga þessi merki nokkuð
sterkan markað.“
Gæðin leynast víða
Einir bendir á að merkið sé ekki
allt þegar kemur að bíldekkjum.
„Auðvitað eru ákveðin vörumerki
ávísun á gæði, en það má heldur
ekki gleyma að merkið kostar.
Það er líka hægt að finna mjög
vönduð en ódýr dekk með því að
leita til annarra framleiðenda en
þeirra allra stærstu og allra
þekktustu.
Hjólbarðarnir eru einhver mik-
ilvægasti hluti bílsins. Einir
minnir á mikilvægi þess að bæði
fylgjast vel með ástandi dekkjana
og aka ekki um á dekkjum sem
eru mikið slitin. „Dekkið er ör-
yggisbúnaður og hefur ekki nema
ákveðna endingu. Algengt er að
dekkin dugi í 20.000-25.000 km
og fer endingartíminn m.a. eftir
gæðum dekkjanna og aksturs-
máta ökumannsins.“
agas@mbl.is
Kynna til leiks ný merki
á íslenska markaðinum
Dekkjahúsið er stór og
ný dekkjaverslun sem
verður opnuð í gamla
Toyota-húsinu. Bjóða
upp á sérpantanir og
hagræða í innkaupum.
Morgunblaðið/Golli
Úrval Einir segir oft góð kaup í minna þekktum merkjum. „Auðvitað eru ákveðin vörumerki ávísun á gæði, en það má ekki
gleyma að merkið kostar. Það er líka hægt að finna mjög vönduð en ódýr dekk með því að leita til annarra framleiðenda.“
Sumar stærðir dekkja eru dýrari
en aðrar og getur munað miklu
fyrir rekstrar- og viðhalds-
kostnað bílsins hvort þarf að
kaupa á hann t.d. umgang af
þunnum sportdekkjum eða um-
gang af venjulegum dekkjum í al-
gengri stærð. „Þetta er eitthvað
sem bílaeigendur eru farnir að
líta til í auknum mæli,“ segir Ein-
ir.
Hann segir gott sparnaðarráð
að nota heilsársdekk frekar en
skipta tvisvar á ári milli vetrar-
og sumardekkja. „Undanfarið
hefur verið mildara vetrarveður á
höfuðborgarsvæðinu. Nagladekk-
in geta komið sér vel ef reglu-
lega þarf að aka út fyrir bæinn
en flestir eiga að geta komist
ferða sinna greitt og örugglega
innanbæjar á dekkjum með grófu
heilsársmynstri.“
Munar um hvern umgang
Má spara
með heils-
ársdekkjum