Morgunblaðið - 05.10.2012, Page 20

Morgunblaðið - 05.10.2012, Page 20
á hagstæ›u ver›i. armarekkar Sölumaður Þetta er fallegur bíll, segir Kjartan Baldursson hjá Öskju. N ýr Kia Carens var frum- sýndur í Evrópu á bíla- sýningunni í París en hann er væntanlegur til Íslands um mitt næsta ár, að sögn Kjartans Baldurssonar sölumanns hjá bílaumboðinu Öskju. Bíllinn bætist í hóp snoturra og að- laðandi afurða kóreska bílasmiðs- ins. Upphaf þriðju kynslóðar „Þetta er skemmtileg viðbót við Kia-fjölskylduna og mun fást bæði fimm og sjö manna. Hann verður í boði með sparneytinni 1700 rúm- sentimetra dísilvél, þeirri sömu og er í Kia Optima,“ segir Kjartan. Bíllinn markar upphaf þriðju kynslóðar Carens og er töluvert breyttur í útliti og aðeins stærri en sá fyrri, bæði lengri og örlítið breiðari. Hjólahafið er meira og stórar felgur og krómuð yfirbygg- ing gerir hann líflegri. Undirvagn- inn er meira og minna sá sami og á nýjum Cee’d. Nýi Carens er spengilegri og fellur betur inn í Kia-línuna en forverinn, enda mun ætlun kóreska framleiðandans að sækja stíft fram á honum í flokki stærri fjölskyldubíla. Sá nýi lofar góðu Á Íslandi hefur Kia notið mikilla vinsælda. Framleiðsla þessara bíla á sér í sögulegum samanburði ekki langa sögu en eigi að síður er stað- an býsna góð. Þannig hafa alls 611 nýir bílar verið skráðir nýir hér á landi á árinu og nálgast það 10% markaðshlutdeild. Af öðrum teg- undum eru aðeins Toyota og Volksvagen með sterkari stöðu. Nýr Carens er svipaður útlits og Kia-línan er og hönnunin er snotur. „Þetta verður fallegri bíll er ég sannfærður um en sá gamli, enda hefði hann sosum engin fegurð- arverðlaun hlotið. En sá nýi lofar góðu,“ segir Kjartan „Hann hefur gengið alveg ágæt- lega á Íslandi. Fyrirrennarinn var mest að flytja hann inn 2006 til 2008. Bíllinn gekk bæði vel í ein- staklinga og svo voru leigubíl- stjórar að taka hann líka. Það var auka sætaröð aftur í sem laðaði þá að honum. Það var gott að um- gangast þennan bíl, menn settust hátt inn í hann. Ég geri ráð fyrir að nýja kynslóðin höfði einnig til leigubílstjóra og svo stærri fjöl- skyldna,“ segir Kjartan. Á þessu stigi liggur ekkert verð fyrir á Carens-bílnum en Kjartan sagðist hafa það á tilfinningunni að skjóta mætti á að það yrði á bilinu 5,5 til sex milljónir - og í sam- anburði við aðra bíla er slíkt býsna sanngjarnt. agas@mbl.is Margt í gerjun hjá Carens. Í ætt við Optima. Hjólahafið er meira og stórar felgur og krómuð yfirbygging gera bílinn líflegri en fyrirrennarann. Glæsilegur Króm í yfirbyggingu og stærri hjól gera stórbreyttan Kia Carens líflegri en áður. Bíllinn kemur á Íslandsmarkað á næsta ári ef fer fram sem horfir. Skemmtileg viðbót við fjölskylduna Það var gott að umgangast þennan bíl, menn settust hátt inn í hann. Ég geri ráð fyrir að nýja kynslóðin höfði einnig til leigubílstjóra og svo stærri fjölskyldna 20 | MORGUNBLAÐIÐ Borgarstjórinn í París hefur krafist þess af ríkisstjórninni að leyfilegur hámarks- hraði á hringveginum um frönsku höf- uðborgina verði minnkaður í 70 km/klst. Í stjórnartíð Nicolas Sarkozy forseta var ítrekuðum beiðnum af þessu tagi hafnað, en borgarstjórinn og núverandi forsætisráðherra eru flokksbræður og því meiri líkur á að mál þetta nái fram að ganga nú. Núverandi hámarkshraði er 80 km og var minnkaður úr 90 km árið 1993. Til- gangurinn er að draga úr ryk- og hljóð- mengun í nágrenni hringvegarins um París. Einnig er því haldið fram að um- ferðarflæðið verði jafnara með minni hraða, en andstæðingar ráðstafananna segja þær muni valda enn frekari um- ferðartöfum í borginni en við hefur verið að glíma á annatímum. agas@mbl.is AFP Frakkland Eiffelturninn er tákn Par- ísar. Mikil umferð er jafnan við turninn. Frakkar hægi ferðina Volkswagen hyggur á sömu mið og keppinautarnir og mun að líkindum framleiða mjög ódýran bíl innan tveggja ára til að selja í þróunarríkjum. Frá þessu skýrir þýska viðskiptablaðið Handelsblatt. Þar er haft eftir stjórn- arformanninum Bernd Osterloh að í smíðishóp VW vanti bíl sem kosta muni á bilinu 5-10 þúsund evrur, 800 til 1.600 þúsund krónur, til að selja á vax- andi mörkuðum í Asíu, Afríku, Evrópu austanverðri og Suður-Ameríku. „Við þurfum ekki að finna upp hjólið í þessu sambandi,“ segir Osterloh og vísar til þess að nota megi í fábrotinn bílinn íhluti sem þegar eru notaðir í 12 bílamerkjum Volkswagen-samsteyp- unnar. Blaðið vitnar til þess að nú þegar bjóði suðurkóreski bílsmiðurinn Hy- undai ódýra útgáfu af Eon fyrir sem svarar 4.000 evrur í Indlandi og Dacia, dótturfélag frönsku samsteypunnar Renault-Nissan, sé vel á veg komið með smíði ódýrra bíla með Logan-bílnum sem kosti innan við 7.000 evrur, eða 1,1 milljón kr. agas@mbl.is VW boðar ódýran bíl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.